Fréttablaðið - 19.08.2019, Side 46

Fréttablaðið - 19.08.2019, Side 46
Það er mjög sjald- gæft að maður sjái spunalið sem saman- stendur eingöngu af stelpum eða bara að helmingurinn af liðinu séu stelpur. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Getum bætt við nemendum á haustönn NÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN OG FULLORÐNA JL HÚSINU VIÐ HRINGBRAUT MIÐBERGI Í BREIÐHOLTI KORPÚLFSSTÖÐUM SKRÁNING ER HAFIN Þetta er námskeið, bara fyrir stelpur, sem hafa lokið þremur grunnnámskeiðum í Haraldinum,“ segir Björk. Haraldurinn eru spunanám- skeið sem haldin hafa verið reglu- lega undanfarin ár og segir Björk að í Haraldshópnum á Facebook, hóp fyrir þá sem hafa tekið eitt eða fleiri Haraldsnámskeið, séu um það bil 700 manns og hópurinn fer stækkandi. „Okkur Steineyju fannst mikil vöntun á námskeiði fyrir stelpur þar sem þær fá nóg pláss. Við þurfum alltaf að sanna okkur miklu meira. Sanna að við séum fyndnar og að við sem konur höfum rétt á því að gera eitthvað fyndið,“ segir Björk um ástæðu þess að þær ákváðu að halda þetta námskeið. „Við erum að kenna nýtt form og nýjar æfingar sem hafa ekki verið kenndar á Haraldsnámskeiðum áður. Við erum báðar búnar að læra úti. Ég í New York og LA og Steiney í LA. Þannig að okkur lang- aði að deila því sem við höfum lært með öðrum,“ segir Björk. Námskeiðið heitir Set bitch free og Björk segir að hugsunin með því sé að skapa umhverfi fyrir konur til að vera eins og hún orðar það „boss ass bithces“ eða til að hleypa tíkinni út eins og mætti orða það á íslensku. Bransinn er mjög karllægur „Úti í LA þá er bransinn mjög karl- lægur eins og alls staðar annars staðar. Það er mjög sjaldgæft að maður sjái spunalið sem saman- stendur eingöngu af stelpum, eða bara að helmingurinn af liðinu séu stelpur. Við Steiney vorum farnar að upplifa þetta smá á Íslandi líka. Okkur langar að sýna fram á að stelpur hafa áhuga á spuna. Það er alls ekki satt sem sumir segja að stelpur hafi bara ekki áhuga, þess vegna séu svona fáar stelpur að sýna spuna,“ segir Björk. Björk segir að færri hafi komist að á námskeiðinu hjá þeim en vildu. En námskeiðið er nýfarið af stað. „Það eru liðnar tvær vikur af því en það er fjórar vikur í heild, tvisvar sinnum í viku. Við verðum örugglega með svona námskeið aftur. Það er augljóst að stelpur eru fyndnar. Þær vilja læra og vilja verða betri svo þetta er fáránleg afsökun að segja að stelpur hafi ekki nógu mikinn áhuga.“ Að sögn Bjarkar dugar þó ekki fyrir stelpur að vera dug- legar ef það er ekki pláss fyrir þær í spunanum. „Kerfið þarf að breytast. Það þarf að koma til móts við okkur og búa til pláss. Okkur Steineyju langar að gera meira af því. Okkur langar til dæmis að búa til spunahóp þar sem meirihlutinn er stelpur.“ Námskeiðið hvatning fyrir konur Björk segist vonast til að þær konur sem eru á námskeiðinu hjá þeim núna skrái sig í áheyrnarpróf fyrir sýningarhóp Improv Ísland og þannig jafnist kynjahlutfallið á sýningum hjá félaginu sem hafa verð sýndar við miklar vinsældir í Þjóðleikhúskjallaranum undan- farin ár yfir vetrartímann og í Tjarnarbíó á sumrin. „Um 30 prósent þeirra sem hafa verið að sýna í sýningarhópi Improv Ísland síðustu ár eru konur og það verður að breytast. Ég vona að námskeiðið verði hvatning fyrir konur til að mæta í prufurnar og rústa þeim. Þessi hópur sem við erum með er ótrúlega flottur. Þetta eru ótrúlega skemmtilegar og fyndnar stelpur. Ég er mjög spennt að sjá framhaldið. Spunasamfélag- ið er alltaf að stækka. Vonandi eiga eftir að bætast við fleiri spuna- hópar sem innihalda meirihluta stelpna, það væri óskandi.“ Augljóst að stelpur eru fyndnar Spunaleikkonurnar Björk Guðmunds- dóttir og Steiney Skúladóttir hafa lært spunaleik í New York og Los Angeles. Þær halda þessa dagana námskeið í spuna fyrir konur. Nám- skeiðið er á vegum Improv Ísland. Þær Steiney og Björk vilja fjölga konum sem sýna á spunaleiksýningum. 14 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 M Á N U DAG U RSKÓLAR OG NÁMSKEIÐ 1 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 9 A -7 C 3 4 2 3 9 A -7 A F 8 2 3 9 A -7 9 B C 2 3 9 A -7 8 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.