Fréttablaðið - 19.08.2019, Page 48

Fréttablaðið - 19.08.2019, Page 48
Það þarf að vera meira svigrúm til leiks í náminu. Það myndi auk þess bæta hegðun. Það eru líklega mörg börn sem bíða með eftirvæntingu eftir að skólinn byrji á nýjan leik. Grunnskólar verða settir að nýju fimmtudaginn 22. ágúst. Þá hefst skólastarf að nýju eftir sumarfrí. Gott er að undirbúa börnin á næstu dögum því svefnvenjur vilja oft fara for- görðum yfir sumartímann. Rétt væri að byrja strax í dag að breyta svefnhegðun, fara snemma í rúmið og vakna fyrr. Rúmlega 15 þúsund nemendur stunda nám í grunn- skólum Reykjavíkur í vetur, þar af um 1.500 sem eru að hefja skóla- göngu í fyrsta sinn. Það er væntanlega mikil til- hlökkun og jafnframt kvíði í hugum barna sem eru að stíga sín fyrstu skref í skólagöngunni. Í grunnskóla reynir meira á sjálf- stæði barna en á leikskóla. Þess vegna þarf að leiðbeina börnunum að takast á við nýtt verkefni, umhverfi og að mæta nýjum and- litum. Börnin þurfa að læra að fara eftir fyrirmælum kennara og hlýða þegar bjallan hringir. Velja þarf skólatösku við hæfi barnsins, hún á ekki að vera of stór eða of þung. Ekki síst þarf foreldri að kenna barninu góða leið í og úr skóla og fara yfir leiðbeiningar sem varða umferðaröryggi. Fyrst í stað skal fylgja barninu og kenna því um leið. Veljið örugga gönguleið. Að byrja í skóla Samkvæmt norskri rannsókn eru framhaldsskólanem-endur margir mjög stressaðir í námi. Stúlkur eiga frekar við streitu að etja en strákar. Útlit er einn stressþáttur ungmennanna. Margir upplifa lítinn stuðning heima fyrir eða finna fyrir aldurs- árekstrum um ýmsa þætti í lífi þeirra. Góðir vinir skipta miklu máli og það þarf að vera tími til að hitta þá. Of mikill heimalærdómur eykur stress og getur komið í veg fyrir eðlilegt félagslíf. Ef nemandi með metnað er undir væntingum í prófum getur það leitt til mikillar streitu. Þrýstingur frá foreldrum getur líka aukið stress og dregið úr námsánægju. Stuðningur frá kennara er mjög mikilvægur ekki síður en foreldra. Það þykir jákvætt að fólk er opnara fyrir vandamálum sínum og umræða um streitu er meiri en áður þekktist. Fyrir 30 árum var geð heilsa ungmenna ekki í umræðunni. Hins vegar er viður- kennt að kröfur ungs fólks til eigin útlits og hæfileika hafa aukist mikið með tilkomu samfélags- miðla. Unglingar glíma við stress Það þarf að huga að andlegri líðan unglinga á framhaldsskólastigi. Leikur og nám ætti að vera til staðar fyrir börn sem eru að byrja í skóla. Þegar börn byrja í skóla 5-6 ára eru þau ekki orðin nægilega þroskuð til að sitja kyrr í heila kennslustund. Norskur pró- fessor sem er sérfræðingur á sviði líkamsræktar, segist hafa áhyggjur af mikilli setu ungra barna. „Það þarf að vera meira svigrúm til leiks í náminu. Það myndi auk þess bæta hegðun. Þar utan telur hann að meiri samvinna ætti að vera á milli leikskóla og grunn- skóla. Börnin ættu að fara oftar í útileiki. Þannig væri hægt að sameina lærdóm og hreyfingu. Sex ára börn hafa þörf fyrir hreyfingu. Kennarar hafa hins vegar svarað því til að gerðar séu kröfur á þá um lestrar- og skriffærni barna strax á fyrsta skólaári. Ekki sé gefinn tími í skólatöflunni til að leika. Það er ljóst að í framtíðinni verður skólastarfið rafrænna. Þess vegna er mjög mikilvægt að leggja áherslu á að börnin verði gagnrýn- in, virk og skapandi. Skólastarfið þarf að horfa til breytinga í fram- tíðinni og auka sköpunargleðina. Framtíðarskólinn verður rafrænn. Stafræn tækni gerir kleift að búa til skapandi og nýstárlegt nám. Framtíðin er stafræn Viltu gerast vinur JSB? Danslistarskóli JSB er á facebook Danslistarskóli JSB er samstarfsaðili að Frístundakorti Reykjavíkurborgar Lágmúla 9 • 108 Reykjavík • Sími 581 3730 • jsb@jsb.is • www.jsb.is Nám og kennsla Danslistarskóli JSB er viðurkenndur af Mennta- og menningarmálaráðuneytinu sem listdansskóli á grunn- og framhaldsskólastigi. Nánari upplýsingar um nám við skólann er að finna á www.jsb.is undir Danslistarskóli JSB. Kennslustaður: Danslistarskóli JSB í Reykjavík, Lágmúla 9. E F L IR / H N O T S K Ó G U R Kennsla hefst 4. september Rafræn skráning er á jsb.felog.is. Nánari upplýsingar í síma 581 3730. Jazzballett Skemmtilegt og fjölbreytt dansnám fyrir stelpur og stráka frá 6 ára aldri. Í boði eru byrjenda- og framhaldshópar á aldrinum 6-7 ára, 8-9 ára, 10-12 ára, 13-15 ára og 16 ára og eldri. Uppbyggileg dansþjálfun sem veitir nemendum útrás fyrir dans- og sköpunargleði. Unnið er með fjölbreytta tónlist í tímum. Frábært dansnám sem eflir og styrkir nemendur, bæði líkamlega og andlega. Forskóli fyrir 3-5 ára Skemmtilegt og þroskandi dansnám fyrir börn á aldrinum 3-5 ára. Dansgleði og hreyfifærni nemenda virkjuð í gegnum dans og leiki. Kennt er 1x í viku. Vertu með í vetur! Innritun fyrir haustönn stendur yfir á www.jsb.is 16 KYNNINGARBLAÐ 1 9 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 M Á N U DAG U RSKÓLAR OG NÁMSKEIÐ 1 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 9 A -6 8 7 4 2 3 9 A -6 7 3 8 2 3 9 A -6 5 F C 2 3 9 A -6 4 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.