Fréttablaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 19.08.2019, Blaðsíða 57
BÆKUR Átta sár á samviskunni Höfundur: Karl Ágúst Úlfsson Útgefandi: Benedikt  Blaðsíður: 176 Átta sár á samviskunni er einstak- lega skemmtilegt safn smásagna sem ætti að falla í kramið hjá f lest- um. Sögurnar eru átta talsins og er efni þeirra afar fjölbreytt en þær eiga það allar sameiginlegt að bera keim af einstakri kímnigáfu Karls Ágústs sem hefur kitlað hlátur- taugar landsmanna síðustu áratugi. Smásagnaformið virðist henta Karli vel og í gegnum það tekst honum að miðla fyndnum og oftar en ekki fáránlegum hugmyndum sínum á einfaldan og skemmtileg- an hátt. Þannig byggjast sögurnar oftar en ekki á einni spaugilegri pælingu eða einni undarlegri svip- mynd sem maður getur séð fyrir sér að skjóti upp í kolli höfundar sem síðan skrifar söguna utan um hana. Þannig má sjá fyrir sér að sagan Abraham og Ísak í Ikea hafi orðið til en hún byggist í raun öll í kringum þessa einu mynd sem lesandi sér mjög skýrt fyrir sér af öldungnum Abraham sem byggir altari í Ikea- versluninni með hjálp sonar síns Ísaks. Sem dæmi af hinum pólnum mætti nefna söguna Trúnó sem fjallar um öllu alvarlegra málefni, alkóhólisma, á nýstárlegan og skemmtilegan hátt. Það mætti segja að þessar tvær ólíku sögur séu best heppnuðu sögur safnsins sem sýnir fjölhæfni höfundarins. Hinar sögurnar bera frjóu ímyndunaraf li hans einnig vitni og skapar hann aðalpersónur af ýmsum gerðum. Þannig kynn- ist lesandinn til dæmis sjómanni með söfnunaráráttu, meðvirkum maraþonhlaupara og trúuðum lagermanni. Sögurnar geta verið afar snið- ugar en í þeim öllum leynist alvar- legur undirtónn. Sumar eru marg- ræðar og skilja lesanda jafnvel eftir í óvissu. Stíllinn er einfaldur og lát- laus sem hentar gamansömum text- anum vel og skapar gott f læði við lesturinn. Allt í allt mynda þessar átta sögur heildstætt og skemmti- legt verk sem hver sem er ætti að geta haft gaman af að lesa. Óttar Kolbeinsson Proppé NIÐURSTAÐA: Vel heppnað smásagna- safn með fyndnum og þægilegum sögum. Umfjöllun- arefnið getur verið afar hlægilegt en þó kveður oftast við alvarlegan undir- tón. Hver sem er ætti að geta fundið alla- vega eina sögu við sitt hæfi í þessu fjölbreytta safni. Alvarlegur undirtónn Nýtt gallerí, Stokkur Art Galler y, er nýopnað á Stokkseyri. Eigendur þess eru Stefán Hermannsson og Arn- fríður Einarsdóttir sem hafa verið búsett á Eyrarbakka um skeið. Þau eru mikið áhugafólk um menningu, listir, fólk og samfélag. Stokkur Art Gallery stendur einnig fyrir viðburðum eins og tónleikum, upplestrum úr bókum, myndlistarnámskeiðum og ýmis- legu öðru sem eigendum þess dettur í hug. Galleríið hefur starfsemi með einkasýningu Margrétar Lofts- dóttur. Þar verða útskriftarverk Margrétar úr University of Cumbria ásamt nýjum verkum. Sýningin mun standa til 18. september. Yfir- skrift hennar er Framtíðin. Margrét Loftsdóttir (f. 1992) er nýkomin heim úr námi frá Bret- landi. Hún lauk diplómagráðu frá Málaradeild Myndlistaskólans í Reykjavík 2018, í framhaldi af því bætti hún við sig BA-gráðu (Fine Art) frá University of Cumbria. Stokkur á Stokkseyri Flaggað við Stokk Art Gallery á Stokkseyri. Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 MÖGNUÐ TILBOÐ NÝ VERSLU N Í MÖRK INNI 3 REYKJA VÍK OG UND IRHLÍÐ 2 AKURE YRI OPNUNAR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST 19. ágúst 2019 • B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl MEÐAN BIRGÐIRENDAST 50% Afsláttur LENOV O Yoga 5 30 me ð i5 og 25 6GB S SD dis k 119.9 90 VERÐ ÁÐUR 139.9 90 MEÐAN BIRGÐ IR ENDAST 20.000 Afsláttu r VEISLA ALLA V IKUNA Fjöldi o pnunar tilboða og ljúff engur L urkur f rá Emmes sís í bo ði:) LENOV O Yoga C N23 m eð snerti skjá 24.99 5 VERÐ ÁÐUR 49.99 0 MEÐAN B IRGÐIR ENDAST 50.000 Afsláttur AFSLÁTTURAF YFIR 1000 VÖRUM ALLT AÐ 50% LEGION Y530 Leikja fartölv a, i5, 1 6GB minni og lei kjaskj ákort 149.9 90 VERÐ ÁÐUR 199.9 90 AFSLÁT TUR AF FARTÖLV UM ALLT AÐ 60 ÞÚSUND SNERTISKJÁR M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21M Á N U D A G U R 1 9 . Á G Ú S T 2 0 1 9 1 9 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :2 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 9 A -9 E C 4 2 3 9 A -9 D 8 8 2 3 9 A -9 C 4 C 2 3 9 A -9 B 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 6 4 s _ 1 8 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.