Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Síða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Síða 2
° ° Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. Ritstjóri: Júlíus Ingason - julius@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is. og Sæþór Þorbjarnarson. - sathor@eyjafrettir.is. Ábyrgðarmenn: Júlíus Ingason og Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. Símar: 481 1300 og 481 3310. Netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is EYJAFRÉTTIR koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn um, Vöruval, Herjólfi, Flughafnar versluninni, Krónunni, Ísjakanum, Kjarval og Skýlinu. EYJAFRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. EYJAFRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. FRÉTTIREYJA 2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. apríl 2013 Herjólfur :: Fargjöld kosta sitt: Ekki eins há og haldið er fram :: Kostar 13.440 krónur fyrir fjögurra manna fjölskyldu að fara í Þorlákshöfn fram og til baka :: 4.550 krónur í Landeyjahöfn Eins og alltaf eru samgöngumál ofarlega á baugi hjá Vestmanna - eyingum og fá stjórnmálamenn sem koma í heimsókn að kynn - ast því. Stóra málið er Landeyja - höfn en fargjöld með Herjólfi brenna líka á fólki. Sérstaklega svíður hvað kostar að sigla í Þor- lákshöfn. En umræðan er að nokkru leyti á villigötum og eru ótrúlega háar upphæðir nefndar í því sambandi. Samkvæmt upplýsingum frá Herjólfi kostar fjögurra manna fjölskyldu að fara í Þorlákshöfn fram og til baka 26.880 á fullu verði en 16.128 krónur með 40 prósent afslætti sem er í boði. Fullt fargjald í Landeyjahöfn er 9.100 krónur en 5460 krónur með afslætti. „Ljóst er að það kostar meira að ferð ast með fjölskylduna milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar þann tíma sem við höfum þurft að sigla þangað, samanborið við siglingu til Landeyjahafnar en umræðan er oft ansi ósanngjörn,“ segir Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs sem að beiðni Eyjafrétta tók saman hver kostnaðurinn raunverulega er. Munar miklu hvort greitt er fullt fargjald eða hvort fólk nýtir sér 40 prósenta afsláttinn. Til að geta nýtt afsláttinn þarf að greiða 34.500 krónur fyrir afsláttarkort og fá við það 57.500 króna inneign. Mörgum finnst það mikið en sama kerfi hefur verið við lýði í eina tvo áratugi. Gunnlaugur tók saman tölur um hvað það kostar fjögurra manna fjöl- skyldu, með átta og tíu ára börn, að fara fram og til baka með bíl og klefa. Annars vegar í Þorlákshöfn og hins vegar í Landeyjahöfn með og án afsláttar. Í Landeyjahöfn er ekki gert ráð fyrir klefa. Gunnlaugur gerði meira, því hann reiknaði líka út heildarkostnaðinn með bensíni og er munurinn nálægt 50 prósentum. Kostar 18.656 krónur að fara í Þorlákshöfn og 12.250 krónur í Landeyjahöfn. Fargjöld fyrir fjögurra manna fjölskyldu með Herjólfi Þorláksh. Land eyja h. Fullorðinn 3.360 1260 Yngri en 12 ára 0 0 Bifreið 3.360 2.030 2ja manna klefi 3.360 0 Alls 13.440 4.550 Fram og til baka 26.880 9.100 Afsláttarkort-40% 16.128 5.460 Frá Þorlákshöfn til Reykjavíkur eru 102 kílómetrar en 274 kílómetrar frá Landeyjahöfn. Kostnaður, ef reiknað er með 10 lítra bensíneyðslu á hverja 100 km er þá 2.528 kr. ef keyrt er frá Þorlákshöfn en 6.790 kr. frá Land - eyjahöfn. Alls er kostnaður við ferð í gegnum Þorlákshöfn því 18.656 krónur en 12.250 ef farið er í gegnum Land - eyjahöfn. Loks þarf að hafa í huga að það eru u.þ.b. 71 km til Þorlákshafnar (aðra leiðina) en bara 24 til Landeyja - hafnar, þ.e. 3x lengra í Þorlákshköfn. Upptökumannvirki Vestmannaeyjahafnar lítið notuð: Endurbætur kostuðu 370 milljónir króna :: Tekjurnar 7,4 milljónir á tveimur árum :: 13 skip verið tekin upp Í júlí næstkomandi verða tvö ár frá því að upptökumannvirki Vestmannaeyjahafnar, Eyja - slippsins, voru tekin í notkun eftir viðgerð og endurbætur. Var þar verið að svara kalli útgerðar - manna í Vestmannaeyjum sem sögðu ófært að hér væri ekki búnaður til að taka upp skip. Fleiri sáu hag í því að verkefni við viðhald og viðgerðir á skipum færu ekki annað. Niðurstaðan var að endur byggja lyftuna og fóru 370 milljónir í verkið. En áhugi útgerðarmanna reyndist minni en ætlað var og hafa fá skip verið tekin upp tekjurnar langt undir því að réttlæta fram kvæmdina. Þetta hefur verið rætt í fram - kvæmda- og hafnarráði og á síðasta fundi greindi Ólafur Snorrason, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs, frá stöðu mála og frá svörum sem fengust hjá út- gerðarmönnum í Vestmannaeyjum vegna þjónustu Eyjaslippsins. Var Ólafi falið að undirbúa kynningu á þjónustu Eyjaslippsins meðal við - skipta manna innanbæjar og utan. Tekur tíma að koma sér aftur inn á kortið Eyjaslippurinn var tekinn í notkun í júlí 2011. Frá þeim tíma hafa verið tekin upp 13 skip og tekjurnar verið 7,4 milljónir. „Það er ljóst að nýt - ing in hefur ekki verið með þeim hætti sem vonast var til en gert var ráð fyrir að taka upp tólf skip á ári,“ sagði Ólafur í samtali við Eyjafrétt - ir. „Þess má þó geta að alltaf mátti reikna með að einhvern tíma tæki að koma sér aftur inn á kortið hjá útgerðum utan Vestmannaeyja eftir að slipp urinn hafði verið ónothæfur í þetta langan tíma,“ bætti hann við. Hann sagði að í könnuninni hefðu ekki komið fram afgerandi ástæður hjá útgerðarmönnum hvers vegna þeir nota ekki Eyjaslippinn. „Sumir sögðu að verð og þjónusta væri sambærileg við aðra staði á meðan öðrum fannst verðið sambærilegt en ekki þjónusta á meðan enn öðrum þótti verð ekki sambærilegt en þjónusta sambærileg. Einnig kom fram að verð á annarri þjónustu sem fylgir slipptöku sé ekki sam - keppnis hæft. Flestir útgerðarmenn reiknuðu með að nýta sér þjónustu slippsins í framtíðinni en fram kom að vöntun á sérfræðiþjónustu væri meðal þeirra atriða sem litið væri til þegar ákveðið er hvar skip eru tekin upp,“ sagði Ólafur. Mikil vonbrigði Hann nefndi líka að kannski hefði góð verkefnastaða iðnaðarmanna í Vestmannaeyjum eitthvað með þetta að gera en niðurstaðan sé al- gjörlega óviðunandi. „Í öllu falli er ljóst að það eru mikil vonbrigði ef heimamenn nýta sér ekki þessa þjónustu sem Vestmannaeyjahöfn býður upp á. Alls voru lagðar 370 milljónir í að lagfæra upptöku - mannvirkin til að þjónusta hér skip og báta. Háværar raddir voru uppi um þá hneisu að ekki væri hægt að taka upp skip í stærstu verstöð Ís- lands. Í sumum tilfellum hefur ekki einu sinni verið leitað eftir þessari þjónustu hér í Eyjum heldur skipin farið beint til Reykjavíkur eða Hafn arfjarðar í slipp með til heyr - andi kostnaði sem fylgir siglingu og uppihaldi starfsmanna,“ sagði Ólafur. Getur tekið upp 17 skip í Eyjaflotanum Skip, sem hægt er að taka upp í Vestmannaeyjum, eru: Kristbjörg VE, Portland VE, Glófaxi VE, Kap II VE, Frár VE, Stígandi VE, Brynjólfur VE, Maggý VE, Suðurey VE, Bylgja VE, Drangavík VE, Lóðsinn VE, Vestmannaey VE, Bergur VE, Bergey VE, Gullberg VE og Dala-Rafn VE. Af þessum skipum hafa Krist - björg VE, Portland VE, Glófaxi VE, Kap II VE, Frár VE, Maggý VE, Drangavík VE, Lóðsinn og Dala- Rafn VE verið tekin upp og sum oftar en einu sinni. Það er þó enga uppgjöf að heyra á Ólafi. „Suðurey á pantað 3. júní og verið er að skoða með Bylgju og Kap II. Auk þess hefur Skandia verið tekin upp hér til viðgerða. Allt þetta hefur gengið áfallalaust fyrir sig og ekki staðið á slippnum og teljum við verðið vera sambærilegt og annars staðar. Ég vil fá svör frá fleiri út- gerðarmönnum hér. Á næstunni er fyrirhugað að kynna slippinn fyrir útgerðarmönnum á Hornafirði, í Þorlákshöfn og jafnvel víðar,“ sagði Ólafur að endingu. Bergey VE er eitt þeirra skipa sem hægt er að taka upp í skipalyftuna en Jón Vídalín VE er of stór. Aufúsugestir í Herjólfsdal Þrjár álftir hafa dvalið í Herjólfsdal undanfarna daga. Álftirnar hafa notið veðurblíðunnar í Eyjum, rölt um golfvöllinn, étið mikið og svamlað í tjörninni í Herjólfsdal og hafa fjölmargir gert sér ferð í Dalinn til að kíkja á þessa aufúsugesti. Ingvar Sigurðsson, hjá Náttúrustofu Suðurlands, segir það þekkt að álftir dvelji hér í Eyjum um skamma hríð en í fæstum tilvikum dvelja þær hér sumarlangt. ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrettir. is ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrettir. is Háværar raddir voru uppi um þá hneisu að ekki væri hægt að taka upp skip í stærstu verstöð Íslands. Í sumum tilfellum hefur ekki einu sinni verið leitað eftir þessari þjónustu hér í Eyjum heldur skipin farið beint til Reykjavíkur eða Hafnarfjarðar í slipp með tilheyrandi kostnaði sem fylgir siglingu og uppihaldi starfsmanna. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.