Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Page 6

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Page 6
° °6 Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. apríl 2013 Stjórn ÍBV-íþróttafélag :: Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin: Fimm af sjö stjórnarmönnum í hár saman :: Annar armurinn sakar hinn um að ganga erinda deilda á kostnað heildarhagsmuna :: Hinn segir ágreining um framkvæmd þjóðhátíðar. Komin er upp skrýtin staða í stjórn ÍBV-íþróttafélags þar sem fimm af sjö stjórnarmönnum takast opinberlega á. Formaður og gjaldkeri ásaka aðra í stjórninni um að ganga erinda annað hvort fótbolta eða hand- bolta á kostnað heildarhags - muna félagsins. Varaformaður og meðstjórnandi vísa þessu á bug og segja ágreining í stjórninni um framkvæmd þjóð - hátíðar. Í yfirlýsingu frá formanni og gjald- kera í gær segir að við þessar aðstæður treysti þau sér ekki til að halda áfram í stjórninni. Varafor- maður og meðstjórnandi vísa þessu til föðurhúsanna og í yfirlýsingu segja þeir ágreininginn vera um framkvæmd þjóð hátíðar. Því svarar formaður þjóð hátíðar nefndar fullum hálsi og segir gífuryrði og sleggju - dóma sjaldan hjálpa og skella oft á endanum í andliti eigenda. Línur hljóta að skýrast á aðalfundi félagsins í næstu viku þar sem reikningar verða lagðir fram. Þetta upphlaup í stjórninni er félaginu ekki til framdráttar en það má eflaust að einhverju leyti rekja til erfiðrar fjárhagsstöðu félagsins sem hefur átt í erfiðleikum með að standa við fjárhagslegar skuldbindingar frá síðasta hausti. Þar koma líka fram tölur um afkomu þjóðhátíðar og upplýst verður hvort hún er að skila viðunandi afkomu fyrir félagið. Heildarhagsmunir að leiðar - ljósi Aðalfundur félagsins verður 18. apríl nk. og þangað til í gær var ekki annað að sjá en að hann kæmi til með að fara fram í ró og spekt. Búið að skipa í þjóðhátíðarnefnd og nýr og öflugur framkvæmdastjóri kominn til starfa. En eindrægni og friður var ekki til staðar í aðalstjórn og sauð upp úr í gær þegar Jóhann Pétursson, formaður ÍBV-íþróttafélags undan- farin ár, og Guðný Hrefna Einars - dóttir, sem hefur lengst af starfað sem gjaldkeri í stjórninni, gáfu út að þau hefðu ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi starfa. Þau segja ástæðuna vera að ekki ríki full - ur vilji innan stjórnar að gæta fyrst og síðast að heildarhagsmunum fé - lags ins umfram sérhagsmuni deilda. Í yfirlýsingu Jóhanns og Guðnýjar Hrefnu til félaga í ÍBV-íþróttafélagi segjast þau lengi hafa starfað fyrir félagið og komið að margs konar verkefnum fyrir það í gegnum tíðina. Guðný frá 2003 og Jóhann sem for- maður frá 2005. „Leiðarljós okkar í því starfi hefur verið að gæta að heildarhagsmunum félagsins, hlúa að starfinu og öllum deildum jafnt, án þess að gengið sé á hlut annarra,“ segja þau og bæta við: „Við höfum, í gegnum tíðina, starfað með mörgu góðu fólki í aðal- stjórn sem hefur deilt þessum mark- miðum með okkur. Margar ákvarð - anir hafa verið teknar og fordæmi sett í góðri samvinnu allra aðalstjórn- armanna með málefnalegri umræðu og aðalstjórn því notið trausts og viðurkenningar alls félagsins.“ Þau segja stjórnarmenn verða að bera heildarhagsmuni félagsins fyrir brjósti þó áhugi fólks sé annaðhvort á fótbolta eða handbolta. „Aðalstjórn getur aldrei orðið sameiningartákn félagsins að öðrum kosti,“ segja þau. Sérhagsmunir látnir ráða Þau segja síðasta starfsár hafi ekki verið með þeim hætti, aðalstjórn félagsins hafi ekki verið það sam - einingartákn og vettvangur sam vinnu og samstarfs sem stjórnin á að vera. „Að mati okkar ríkir ekki fullur vilji meðal allra aðalstjórnarmanna að gæta fyrst og síðast að heildar - hagsmunum félagsins umfram sér - hags muni deilda.“ Bæði segjast þau hafa haft áhuga á að sitja lengur í stjórninni en ástand - ið sé óviðunandi, jafnt fyrir aðal- stjórn sem og félagið í heild sinni. „Eðlilegt er, ef gæta á að sérhags - munum deilda í aðalstjórn umfram heildarhagsmuni félagsins, þá sé aðalstjórn skipuð mönnum og konum úr viðkomandi deildum sem koma þá að starfinu á þeim for - sendum. Við undirrituð erum ekki reiðubúin til að gefa kost á okkur til endurkjörs í aðalstjórn á þessum grundvelli,“ segja Jóhann og Guðný sem eru mjög sátt við hvernig til hefur tekist í stjórnartíð þeirra. Margt hafi áunnist, mikil uppbygg - ing hafi átt sér stað, t.a.m. risið knattspyrnuhús og stúka við aðalvöll félagsins. Þá hefur verið lagður sterkur grunnur að góðri þjóðhátíð með markvissri uppbyggingu í Herjólfsdal. „Einna stoltust erum við þó af því sterka barna- og ung - linga starfi sem félagið hefur lagt áherslu á undanfarin ár. Er ÍBV þar í fararbroddi á landsvísu og varð á síðasta ári fyrirmyndarfélag ÍSÍ. Til framtíðar teljum við mikil - vægast að vinna að skuldalækkun félagsins en sú vinna er hafin, m.a. með aðkomu Vestmannaeyjabæjar. Við teljum hins vegar að það verk - efni verði mjög erfitt ef heildar - hagsmunir félagsins eru ekki leiðarljósið innan aðalstjórnar. Við vitum að uppbygging félags eins og ÍBV-íþróttafélags gerist ekki nema vegna mikillar og fórnfúsar vinnu margra sem leggja mikið á sig og viljum að lokum þakka öllu því frábæra fólki sem við höfum unnið með hjá ÍBV-íþróttafélagi í gegnum tíðina. Við erum að sjálfsögðu ekki hætt að leggja þar hönd á plóg þó á öðrum vettvangi verði,“ segja Guðný Hrefna og Jóhann í niðurlagi yfir- lýsingar sinnar. Páll Magnússon og Stefán Örn Jónsson: Ágreiningur um framkvæmd þjóðhátíðar ekki deildir Stjórnarmennirnir, Páll Magnús- son, varaformaður og Stefán Örn Jónsson vísa á bug full - yrðingum Jóhanns og Guðnýjar Hrefnu. Segja rétt að talsvert hafi skort á eindrægni innan stjórnarinnar á síðasta starfsári. Þær deilur hafi þó ekki snúist um hagsmunabaráttu milli ein- stakra deilda innan félagsins, eins og skilja megi á yfirlýsingu sem Guðný og Jóhann sendu frá sér. Ágreiningur sé um þjóð - hátíð en ekki deildir. „Það er rétt hjá þeim Jóhanni og Guðnýju Hrefnu að talsvert hefur skort á eindrægni innan stjórnar ÍBV-íþróttafélags á síðasta starfsári. Þær deilur hafa þó ekki snúist um hagsmunabaráttu milli einstakra deilda innan félagsins, eins og skilja má af fyrrgreindri yfirlýsingu, - enda fara hagsmunir deildanna saman að okkar mati en eru ekki andstæðir,“ segja Páll og Stefán. „Gagnrýni okkar tveggja innan stjórnarinnar hefur fyrst og fremst beinst að þeirri stefnu sem tekin hefur verið með Þjóðhátíð Vest - mannaeyja undanfarin ár, sem er mikilvægasti einstaki þátturinn í fjármögnun á starfsemi ÍBV- íþróttafélags. Segja má að þessi ranga stefna, að okkar mati, hafi náð ákveðnu hámarki í fyrra þegar aðsókn og tekjur af þjóðhátíð voru með miklum ágætum en fjárhags - legur ávinningur ÍBV þrátt fyrir það sáralítill – og miklu minni en var t.d. kynntur á almennum félags- fundi í vetur. Þetta mun allt koma nánar fram á aðalfundi félagsins innan tíðar. „Um þetta hefur ágreiningurinn staðið, eins og lesa má í fundar - gerðum stjórnarinnar, en ekki um átök milli handbolta og fótbolta sem við könnumst ekki við að hafi verið á vettvangi stjórnar. Það er síðan fremur dapurlegt að stjórnarformaður ÍBV-íþróttafélags skuli væna meðstjórnarmenn sína um að hafa ekki heildarhagsmuni félagsins að leiðarljósi í störfum sínum,“ eru lokaorð Páls og Stefáns. Þjóðhátíð er ein helsta tekjulind félagsins. Þessi mynd var tekin á setningu hátíðarinnar í fyrra. Páll Scheving Ingvarsson, for- maður þjóðhátíðarnefndar, svarar nafna sínum Magnússyni og Stefáni Jónssyni fullum hálsi en hvetur um leið til málefna - legrar umræðu um málefni félagsins sem hann segist ekki óttast. „Þungar ávirðingar eru bornar á þjóðhátíðarnefnd í yfirlýsingu Páls Magnússonar, varaformanns ÍBV- íþróttafélags og Stefáns Jónssonar, fulltrúa í stjórn félagsins. Stundum bera tilfinningar skynsemina ofur - liði. Það er þekkt í mannlegum samskipt um. Gífuryrði og sleggju - dómar hjálpa sjaldan og skella oft á endan um í andliti eigenda. Fram - undan er aðalfundur félagsins. Ég hvet félagsmenn til þess að fjöl- menna á fundinn og taka þátt í málefnalegri umræðu. Það gagnast félaginu best. Ég óttast ekki slíka umræðu,“ segir Páll. Páll Scheving, for- maður þjóhátíðar - nefndar: Sérstök fram- setning hjá Páli og Stefáni Gagnrýni okkar tveggja innan stjórnarinnar hefur fyrst og fremst beinst að þeirri stefnu sem tekin hefur verið með Þjóðhátíð Vest- mannaeyja undanfarin ár, sem er mikilvæg - asti einstaki þátturinn í fjármögnun á starf semi ÍBV-íþróttafélags. Segja má að þessi ranga stefna, að okkar mati, hafi náð ákveðnu hámarki í fyrra þegar aðsókn og tekjur af þjóðhátíð voru með miklum ágætum en fjárhagslegur ávinningur ÍBV þrátt fyrir það sáralítill. ” ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrettir. is Eðlilegt er, ef gæta á að sérhagsmunum deilda í aðalstjórn umfram heildar - hagsmuni félagsins, þá sé aðalstjórn skipuð mönnum og konum úr viðkom - andi deildum sem koma þá að starfinu á þeim forsendum. Við undirrituð erum ekki reiðubúin til að gefa kost á okkur til endurkjörs í aðal- stjórn á þessum grundvelli ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.