Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Síða 11
Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. apríl 2013 11
°
°
að gefa út bók. Fór í tölvunám til að
geta unnið bókina sjálf og brotið um
efnið. Og hún er með reynsluna
síðan hún hélt úti tískuþætti í
Morgunblaðinu og hugmyndaflugið
skortir ekki.
„Þetta á að vera prjónabók en samt
engin venjuleg bók. Í henni verða
pistlar þar sem ég segi söguna á bak
við verkin mín, gef ráð og líka
mataruppskriftir. Svo er það draum -
urinn að þessi búð mín geti borið sig
en minn vaxtarbroddur er í gegnum
netið,“ segir Ásdís sem kemur svo að
þriðja verkefninu.
Ásdís tekur myndir úti í náttúrunni,
myndir sem hún vinnur úr og lætur
prenta á efni sem hún saumar svo úr
tískufatnað. „Það er fyrirtæki í
Bandarík junum sem ég komst í sam-
band við í gegnum netið sem prentar
á efnið fyrir mig, einnig hef ég
fengið að nota myndir frá Tóa Vídó
sem verða svo að silkiblússum“ segir
Ásdís og sýnir blaðamanni sýnis -
horn. Útkoman er sérstök en falleg.
Vestmannaeyjar á vorin
og London á haustin
Þú nefnir London og Vestmannaeyjar
sem eiga ekki margt sameiginlegt.
„Hér er best að vera á vorin þegar
náttúran er að vakna og London er
frábær á haustin. Það er kannski
klisja en staðreynd engu að síður að
umhverfið og náttúran hefur áhrif á
það sem maður er að gera. Þess
vegna er gott fyrir mig að vera hér. Í
London eru það byggingalistin,
sagan og söfnin sem heilla, báðir
staðir veita mér innblástur.“
Nú gætu margir haldið að þú værir í
hálfgerðri útlegð hér í Eyjum. Er það
svo? „Ég hef flækst víða, átt
lögheimili á 25 stöðum og það hélt
áfram eftir að ég gifti mig. Vest -
mannaeyjar eru eini staðurinn þar
sem ég á heima. Frá því að ég hætti
að koma hingað á sumrin í vinnu um
tvítugt og þangað til ég flutti hingað
fyrir 16 mánuðum hafði ég ekki
heimsótt Eyjar nema í örfá skipti.
Mér fannst alltaf svo erfitt að fara
héðan, það reif upp gömlu sárin. Hér
líður mér vel. Ég er kannski ekki
mikið úti á meðal fólks en þó að ég
sé ein er ég ekki ein. Tölvutæknin sér
til þess. Þetta hentar mér líka
ágætlega. Þegar ég var krakki gat ég
verið ein og út af fyrir mig. Átti til
dæmis minn stað í Helgafelli sem ég
sótti í,“ segir Ásdís sem kvartar ekki
yfir viðtökunum í Eyjum.
Ákveðin í að koma aftur
„Fólk brosir til mín og stundum
ímynda ég mér að fólk sé spá hvað í
ósköpunum ég sé að gera hingað!
Sjálf horfi ég á fólk og spái í hverra
manna það sé. Vestmannaeyjar eru
draumur og ekki draumur og héðan
fór ég ung en ákveðin í að einn dag
kæmi ég aftur til að lifa það upp sem
mér fannst slitna þegar ég fór. Við
hjónin þurftum að endurstilla okkur
eftir áföll í kjölfar hrunsins og þá var
lag að koma hingað. Hér er heimili
mitt í dag og það er ekkert útibú frá
einhverju öðru heimili. Hér er ég líka
ég sjálf eins og ég er þegar ég er í
London.“
Þegar Ásdís er spurð út í reksturinn
á sjálfri búðinni segir hún að vissu -
lega mætti salan vera meiri en hún á
von á að hún aukist með hækkandi
sól og fleiri ferðamönnum. „Það
gekk vel hjá mér í fyrrasumar og
núna er ég á betri stað þannig að ég
er bjartsýn á sumarið. Öll viljum við
lifa á ferðamönnum og ég held að
búðin mín sé góð viðbót við það sem
fyrir er og ég er ekki að taka frá
öðrum. Þú þarft alltaf að sanna þig
og ég lít á þetta sem langhlaup.
Einnig eiga margir heimamenn eftir
að kíkja til mín en þeir koma,“ segir
Ásdís.
Heimavinnandi
í nokkur ár
Eins og áður hefur komið fram hefur
Ásdís komið ótrúlega víða við á
ævinni en þrítug kúplaði hún algjör-
lega um. „Þá eignaðist ég mitt fyrsta
barn og á þrjú börn á fimm árum, allt
stelpur og var heimavinnandi hús-
móðir í nokkur ár. Þannig var ég
gamaldags en um leið svolítið öðru
vísi sem er hluti af því að vera sjálf-
stæður. Ég lagði þó mitt til heimil-
isins með því meðal annars að sauma
öll föt og sjá um börn og bú,“ segir
Ásdís sem enn hefur ekki náð að
koma eiginmanninum, Guðmundi
Sigurbjörnssyni, til Eyja. Dæturnar
eru Aðalheiður Steina 24 ára, Jóna
Margrét 23 ára og Berglind Ósk 19
ára.
Frá því hún flutti hefur hún verið
hér ein, dæturnar dreifðar um landið
en eiginmaðurinn í Noregi. „Hann er
kominn til Íslands en næsta verkefni
er að koma honum til Eyja. Hann
segir öllum að hann eigi lögheimili í
Vestmannaeyjum þannig að hann er
á leiðinni,“ segir Ásdís sem óttast
ekki að þeim eigi ekki eftir að líða
vel í Eyjum. „Við erum bæði lands -
byggð arfólk, hann frá Akureyri þar
sem við bjuggum í nokkur ár og ég
frá Vestmannaeyjum. Ég er komin í
Kvenfélagið Líkn, m.a.s. í stjórn þar
sem ég þriðji ættliðurinn í félaginu.“
Fellur ekki oft
verk úr hendi
Eftir að dæturnar komust á legg hófst
nýr kafli í lífi Ásdísar sem hún segir
að muni vara þangað til dæturnar
koma með barnabörn handa henni að
dekra við. „Ég upplifi þetta ekki
ósvipað og fram að þrítugu, áður en
ég gifti mig, ákveðið frjálsræði.
Dæturnar flognar úr hreiðrinu og ég
get gert það sem mig langar til. Ég
hef líka nóg að gera við að prjóna
lopapeysur, hanna og sinna viðskipt -
unum. Þetta er það sem ég vil gera
og hér líður mér vel,“ segir hún og
þegar litið er yfir vörurnar í versl -
uninni er ekki að sjá að henni falli oft
verk úr hendi.
Smáar
Gæðavagn til sölu
Toyota Corolla, árgerð 2005, ekinn
120 þúsund, reyklaus. Verð:
Tilboð. Upplýsingar í s. 481-1009.
---------------------------------------------
Íbúð eða herbergi óskast
Óska eftir herbergi eða íbúð til
leigu, helst í eða við miðbæinn.
Upplýsingar í síma 869-8436.
---------------------------------------------
Til sölu
VW Caravelle 2005 dísel. 9
manna, m/hjólastóla aðgengi. Ná-
nari uppl. í s. 694 2117 eftir kl: 13.
---------------------------------------------
Óska eftir nothæfri borðtölvu
Þarf bara sjálfa tölvuna, ekki fyl-
gihluti. Upplýsingar í s. 861-1541.
---------------------------------------------
Nennir þú ekki í sund
En þráir að eiga heitan pott. Nú er
tækifærið, æðislegur kanadískur
rafmagnspottur til sölu. 6 manna.
Tugir nuddstúta. Tröppur og auka -
sía fylgja með. Tveggja ára gamall,
alltof lítið notaður og geysilega vel
með farinn. Nýr á 1368 þús, þessi
fer á hálfvirði. Uppl. í s. 861-8901.
---------------------------------------------
Hjólkoppar tapaðir
Tveir hjólkoppar af Honda Jazz
hafa tapast.Hafi einhver fundið þá
vinsamlega hafið samband í síma
891 8016.
---------------------------------------------
Herbergi óskast
Óska eftir herbergi til leigu, skoða
allt, upplýsingar gefur Hjalti í síma
697-6960.
AA fundir
eru haldnir sem hér segir
að Heimagötu 24:
Miðvikudagur: kl.20.30
Fimmtudagur: kl.20.30
Föstudagur: kl. 20.30
Laugardagur: kl.20.30 opinn fundur
Sunnudagur: kl.11.00
Athugið, allir fundir reyklausir
Móttaka nýliða hálfri klst.
fyrir hvern auglýstan fundartíma.
Ath.símatíma okkar, sem eru hvern dag,
hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn
fundartíma og eru 2 klst. í senn.
Sími 4811140
Er áfengi vandamál í þinni fjölskyldu?
Al-Anon
fyrir ættingja og vini alkóhólista
Fundir á þriðjudögum kl. 20.30
Byrjendafundir kl. 20.00
að Heimagötu 24
Tónfundir
Tónlistarskólans
Haldnir í skólanum
alla miðvikudaga
kl. 17.30.
Allir velkomnir
Framlagning kjörskrár vegna
alþingiskosninga 27. apríl 2013
Kjörskrá mun liggja frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstof -
unum í Ráðhúsinu frá og með 17. apríl til og með föstudagsins 26.
apríl á almennum skrifstofutíma.
Kjörskráin miðast við skráð heimilisfang hjá þjóðskrá 23. mars
2013.
Athugasemdir við kjörskrána berist bæjarstjórn Vestmannaeyja
Ráðhúsinu, 902 Vestmannaeyjum.
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum
8. apríl 2013
Elliði Vignisson
--------------------------------------------------------------------------------------
Breyting á Aðalskipulagi
Vestmannaeyja 2002-2014
Breyting á legu háspennustrengja frá Skansfjöru
að tengihúsi Landsnets á Skansi.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 21. mars 2013
tillögu af óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja
2002-2014 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr.
123/2010.
Breytingin felst í því að ný lagnaleið háspennustrengja liggur frá
Skansfjöru með vegslóða sem liggur að Strandvegi og þaðan í
lagnaskurði meðfram götunni að tengihúsi Landsnets á Skans -
innum.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfull-
trúa Vestmannaeyjabæjar.
Elliði Vignisson
Bæjarstjóri.
--------------------------------------------------------------------------------------
Sumarafleysingar
Starfsfólk vantar til sumarafleysinga í eldhús Hraunbúða. Upp -
lýsingar hjá forstöðumanni eldhúss á staðnum eða í síma 488-
2605 eða 864-1577.
--------------------------------------------------------------------------------------
Málun – tilboð
Vestmannaeyjabær, Umhverfis- og framkvæmdasvið, óskar eftir
tilboðum í málun á eftirtöldum mannvirkjum:
Boðaslóð 8-10 (Rauðagerði), Búhamar 17, Dalhraun 1
(Kirkjugerði) og Sólhlíið 19.
Um er að ræða málun húsanna að utan, samkvæmt útboðs-
lýsingu.
Ekki er gerð krafa um að boðið sé í öll verkin.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Þjónustumiðstöðvar Vestmanna -
eyjabæjar, Heiðarvegi 14, í seinasta lagi þriðjudaginn 23. apríl
n.k. kl. 11.00, merkt:
Málun Boðaslóð 8-10 – tilboð.
Málun Búhamar 17 – tilboð.
Málun Dalhraun 1 – tilboð.
Málun Sólhlíð 19 – tilboð.
Útboðsgögn má nálgast á skrifstofu Þjónustumiðstöðvar Vest-
mannaeyja.
Eftirlitsmaður fasteigna.
Ráðhúsinu | 902 Vestmannaeyjum | kt. 690269-0159,
sími 488 2000 | fax 488 2001 | www.vestmannaeyjar.is
Vestmannaeyjabær
AÐALFUNDUR
ÍBV-íþróttafélags
Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags verður haldinn fimmtudaginn 18.
apríl n.k. Fundurinn verður í Týsheimilinu og hefst klukkan 20:00.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Aðalstjórn ÍBV-íþróttafélags
EYJAFRÉTTIR.is