Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Síða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Síða 12
12 Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. apríl 2013 ° ° Tveir þekktustu leikmenn Ís - lands mótsins í knattspyrnu eru hjá ÍBV. Eins og fram kom í síðustu viku, skrifaði David James, fyrrverandi landsliðs- markvörður Englands, undir samning hjá ÍBV. Auk þess er þjálf ari liðsins, Hermann Hreið - arsson, líklega einn þekktasti íslenski knatt spyrnumaðurinn enda fyrrum lands liðsfyrirliði og atvinnumaður í Englandi um ára- bil. Þetta hefur sett jákvæða athygli á félagið og kannski ekki vanþörf á því. Hermann tók við ÍBV eftir síðasta tímabil en gengið var frá ráðningu hans áður en síðasta tímabil var úti. Hermann sagði í samtali við Eyja - fréttir að það hafi aldrei annað komið til greina en að koma til ÍBV til að ljúka ferlinum. „Ég er Eyjamaður í húð og hár og hafði bara búið í Eyjum áður en ég flutti út í ágúst 1997. Ég hafði bara spilað með ÍBV, upp alla yngri flokkana og þetta er sá klúbbur sem skiptir mig máli. Það var því ekkert annað sem kom til greina en að koma heim. Annars var ég ekkert á leiðinni aftur til Íslands. Ég ætlaði alltaf að vera eitt ár í viðbót úti í Englandi því ég hef verið að klára þau þjálfararéttindi sem ég er að vinna í. Samhliða því ætlaði ég að finna mér þjálfarastarf úti í Eng- landi og vera jafnvel spilandi að - stoðarþjálfari. En síðasta sumar vorum við mikið saman fjölskyldan hér á Íslandi og það má segja að upp frá því tókum við þá ákvörðun um að flytja aftur heim. Til þessa hefur þetta verið þannig að krakkarnir hafa verið í skóla fram í miðjan júlí úti í Eng- landi en þá hefur undirbúningstíma- bilið verið að byrja hjá mér í boltanum. Þannig að við höfum ekkert getað verið saman hér á sumrin nema í stuttan tíma. En þarna var kominn þannig hugur í mann - skapinn að nú væri tímabært að flytja aftur til Íslands og við erum búin að koma okkur ágætlega fyrir hér á höfuð borgarsvæðinu.“ ÍBV gríðarlega spennandi lið Hermann var síðast á mála hjá Coventry en náði aðeins að spila tvo leiki áður en hann meiddist og var frá út veturinn. „Eftir síðasta leik úti, þegar ég sleit allt í öxlinni, þá dró það svolítið úr áhuganum að spila áfram. Ég var ekki orðinn nógu góður í öxlinni í ágúst á síðasta ári, áður en strák arnir í knattspyrnuráði komu að máli við mig. Síðan þá hefur öxlin lagast en á þessum tímapunkti hafði það eitt - hvað að segja, að geta ekki spilað þarna í ágúst. Planið var alltaf að koma heim, spila og vera aðstoðar - þjálfari. En ÍBV er afar spennandi lið og ég hugsaði sem svo að það væri gott að hafa nóg að gera, fyrst við vorum að flytja til landsins. Henda sér bara í djúpu laugina og það var ekki til betra starf en að taka við ÍBV.“ Hermann á að baki 590 deildarleiki með ÍBV og sjö enskum félögum en í þessum leikjum hefur hann skorað 32 mörk. Hermann segist vera mjög sáttur með 15 ára atvinnumannaferil sinn. „Já það er ekki spurning. Ég fór á sínum tíma með þriggja ára samning í vasanum til Crystal Palace og hugsaði sem svo að þetta væri tæki - færi til að bæta mig sem knatt - spyrnumaður, ég ætlaði einfaldlega að reyna ná sem mestu út úr þessum þremur árum eins og ég gat. En þegar upp er staðið hef ég spilað í 15 ár sem atvinnumaður í Englandi, langmest í úrvalsdeildinni sem er ein sterkasta deild í heiminum. Það eru forréttindi. Ég get ekki verið annað en sáttur með ferilinn og hápunkt - urinn var auðvitað bikarmeistaratit- illinn með Portsmouth 2008. Ég starfaði líka undir stjórn margra góðra knattspyrnustjóra og með mörgum frábærum leikmönnum. Ég hef lært mikið á þessum fimmtán árum og vonandi næ ég að koma þeirri reynslu til skila hjá ÍBV.“ Þróun í hárrétta átt Hermann segist sjá gífurlega mikinn mun á íslensku deildinni nú og þegar hann fór út 1997. „Það er himinn og haf á milli þess hvernig íslenski boltinn er nú og hvernig hann var þegar ég fór út. Það er búið að kenna ungum leikmönnum mun meira í dag en þegar ég var ungur. Knattspyrnu - þjálfun er tekin mjög alvarlega strax í yngri flokkunum og gerð krafa um menntun þjálfara. Þróunin í knatt - spyrnunni á Íslandi hefur verið í hár- rétta átt síðan ég var hérna og tilkoma knattspyrnuhúsanna hefur hjálpað gríðarlega mikið. Núna er fyrsta kynslóð knattspyrnumanna, sem hafa alist upp við þessi skilyrði, að skila sér í landsliðið og þeir eiga eftir að verða fleiri í framtíðinni. Ég tel að þjálfun á Íslandi í dag sé á heimsmælikvarða og eins góð og hún getur verið. Fótboltinn í dag í efstu deild er líka orðinn mun betri. Betri tækni leik- manna býður upp á ýmsa möguleika, eins og t.d. að leika sig út úr pressu. Mönnum datt það ekkert í hug hér áður fyrr. Þá sparkaði markmaður - inn bara langt í burtu, svo var það bara að ná boltanum og finna eitt - hvað út úr þessu,“ sagði Hermann og hló. Sjö leikmenn úr byrjunarliðinu farnir Mjög margir leikmenn hafa yfirgefið félagið fyrir átökin í sumar. Sterkir leikmenn, eins og Tryggvi Guð- mundsson, Rasmus Christiansen, Andri Ólafsson, Abel Dhaira, Guð- mundur Þórarinsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson og Christian Olsen, sem allir voru byrjunarliðsmenn síðasta sumar. Að missa sjö leik- menn úr byrjunarliðinu er varla óskastaða fyrir nýjan þjálfara. „Auðvitað hefði maður vilja halda þessu liði sem var búið að vera saman í svolítinn tíma og var hörku- gott fótboltalið. Ég fylgdist vel með liðinu síðasta sumar og sá að menn voru með sín hlutverk á hreinu og taktíkin var góð. En þetta er hluti af fótboltanum á Íslandi, við leysum þetta bara í sumar og þetta er staða sem ÍBV þekkir vel. Við erum enn að vinna í leikmannahópnum og erum að skoða leikmenn. Við höfum áhuga á að bæta við okkur leik - mönnum fyrir sumarið, hugsanlega sóknarmanni en það á allt eftir að skýrast.“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari karlaliðs ÍBV í knattspyrnu er spenntur fyrir sumrinu: Lykillinn að árangri liðsins í sumar er Hásteinsvöllur :: Sáttur með 15 ára feril í Englandi :: Fáránlegt að fá David James til ÍBV :: Verðum spurningarmerki í sumar Hermann eftir að hafa skrifað undir samning hjá ÍBV. Með honum á myndinni eru Hannes Gústafsson og Óskar Örn Ólafsson úr knatt - spyrnuráði, Ragna Lóa Stefánsdóttir og dæturnar, Thelma Lóa til vinstri og Ísa Marín til hægri. JÚLÍUS G. INGASON julius@eyjafrettir. is Það er himinn og haf á milli þess hvernig íslenski boltinn er nú og hvernig hann var þegar ég fór út. Það er búið að kenna ungum leik- mönnum mun meira í dag en þegar ég var ungur. Knattspyrnuþjálfun er tekin mjög alvarlega strax í yngri flokkunum og gerð krafa um menntun þjálfara. Þróunin í knattspyrnunni á Íslandi hefur verið í hár- rétta átt síðan ég var hérna og tilkoma knattspyrnuhúsanna hefur hjálpað gríðarlega mikið. Núna er fyrsta kynslóð knattspyrnumanna, sem hafa alist upp við þessi skilyrði, að skila sér í landsliðið og þeir eiga eftir að verða fleiri í framtíðinni. Ég tel að þjálfun á Íslandi í dag sé á heimsmælikvarða og eins góð og hún getur verið. ”

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.