Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Page 13

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Page 13
Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. apríl 2013 13 ° ° James kemur á réttum forsendum Segja má að koma enska landsliðs- markvarðarins fyrrverandi, David James, sé alfarið Hermanni að þakka, enda beinlínis skipaði hann James að koma til Eyja í sumar. Hermann segir að stefnan sé að nýta komu James sem best fyrir ÍBV. „Það er frábært í alla staði að fá James til okkar. Hann er líka að koma á rétt - um forsendum því hann er ekki að koma hingað til að fíflast eða slaka á. Hann er að taka sín þjálfararétt - indi og er mjög áhugasamur um að bæta við sig þekkingu á því sviði. Hann leit þannig á þetta að ÍBV sé lið í efstu deild á Íslandi og í Evrópu - keppni, þannig að hér gæti hann öðlast mikilvæga reynslu upp á framtíðina. Við erum báðir að taka okkar fyrstu skref í þjálfun, þannig að við bætum hvor annan upp. En það er auðvitað alveg fáránlegt að við skulum vera komnir með jafn þekktan og sterkan leikmann inn í liðið hjá okkur og í íslensku deildina. Það eru ekki nema þrjú ár síðan hann var að spila með enska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu. En nú er það undir okkur komið að nýta hann eins vel og við getum fyrir ÍBV. Koma hans ein og sér skilar sér í auknum áhuga en við viljum líka nýta hans miklu reynslu og fá hann til að þjálfa, ekki bara í meistaraflokki heldur líka eitthvað í yngri flokkunum. Svo má ekki gleyma því að hann er enn í toppformi og ekki slæmt að fá svona góðan markvörð inn í liðið. Hann er klárlega einn af betri markvörðum deildarinnar og lætur auk þess vel í sér heyra þannig að varnarleikurinn verður betri.“ Hvað með þig sjálfan. Ætlarðu að spila? „Ég hef aðeins verið að sprikla með á æfingum og ég held að ég sé ekkert að fara að byrja leikina í sumar. Annars erum við svo hrikalega heppnir að vera með mjög færan knattspyrnu stjóra sem hefur mikla trú á sóknar hæfileikum mínum. Það er alveg kominn tími til að slá þetta markamet í deildinni, þannig að ég geri ráð fyrir að detta inn í sóknina í einhverjum leikjum,“ sagði Hermann hlæjandi. Markmiðið að ná í lið Hver eru ykkar markmið fyrir sum - arið? „Við erum búnir að ná markmiðinu og það var að ná í lið,“ grínaðist Her- mann. „En að öllu gríni slepptu, þá erum við enn að vinna í leikmanna - hópnum og því erfitt að meta styrk - leika liðsins. Ég held ég geti sagt með vissu að við verðum stórt spurningarmerki, ekki bara fyrir okkur sjálfa heldur fyrir önnur lið.“ Nú er aðeins tæpur mánuður í fyrsta leik en 5. maí tekur ÍBV á móti ÍA á Hásteinsvelli í opnunarleik Íslands - mótsins. Hermann segir að loka - undir búningur fyrir átökin í sumar sé að hefjast og hluti af honum sé æfingaferð til Englands. „Við förum í tíu daga til Englands og munum æfa þar við mjög góðar aðstæður á æfinga svæði Bournemouth. Við spilum við varalið Bournemouth og svo er það leikurinn gegn Portsmouth,“ sagði Hermann en ÍBV mun mæta Portsmouth í góðgerðar- leik á heimavelli félagsins, Fratton Park. „Það verður mjög gaman að fara aftur á Fratton Park og spila fyrir framan fólkið þar sem maður átti sínar bestu stundir í Englandi. Það verður líka ekki leiðinlegt fyrir strákana í liðinu að fá að upplifa þessa stemmningu því mér skilst að sala miða á leikinn hafi gengið mjög vel enda er þetta góðgerðarleikur, þar sem allur ágóði leiksins rennur beint til Portsmouth sem á í verulegum fjárhagsvanda. En við munum nota þessa ferð til að slípa hópinn saman, skoða einn eða tvo leikmenn og svo er ekki útilokað að við spilum fleiri leiki. Ég er mjög spenntur fyrir þessari ferð því við höfum verið að æfa á tveimur stöðum, í Eyjum og í höfuðborginni og svo eru leikmenn sem eru að koma til liðs við okkur. Það verður gott að vera með allan hópinn á einum stað enda styttist í fyrsta leik og lokaspretturinn framundan. Við verðum að nýta tímann vel og þessi ferð er kærkomin til að leggja lokahönd á undir - búninginn.“ Stuðningurinn mikilvægur í sumar Hermann bætir því við að það sé ekki úr vegi fyrir Eyjamenn nær og fjær að fara undirbúa sumarið, eins og leikmennirnir enda sé stuðningur við liðið mikilvægur og Hermann vill sjá sterkan heimavöll. „Lykillinn að árangri liðsins í sumar er Hásteinsvöllur. Við verðum að búa til alvöru gryfju heima og ef bestu stuðningsmenn landsins flykkjast á völlinn, láta í sér heyra og styðja við bakið á liðinu, þá hef ég engar áhyggjur af því að stigin skili sér ekki í hús á heimavelli í sumar. Svo eigum við besta stuðnings - mannahópinn á útivöllum, sem hafa jafnvel breytt erfiðustu útivöllunum í heimavöll. Við verðum að fá þennan góða stuðning, bæði á heimavelli og útivelli. Þá verður eftirleikurinn auðveldari inni á vellinum,“ sagði Hermann að lokum. Ferill Hermanns á knattspyrnu- vellinum inniheldur bæði hæðir og lægðir. Hermann byrjaði 1993 að spila með ÍBV, þá aðeins á nítjánda ári en hann spilaði tvo leiki með liðinu það sumar. Næstu ár var Hermann hins vegar orðinn fastamaður í liði ÍBV, byrjaði sem bakvörður en Atli Eðvaldsson færði Her- mann í stöðu miðvarðar eftir að hann tók við liðinu 1995. Sú ákvörðun vakti nokkra athygli enda lék Dragan Manjolovic þá í stöðu miðvarðar og þótti nokkuð öflugur sem slíkur. En Atli vissi hvað hann var að gera, enda blómstraði Hermann í hjarta varnarinnar hjá ÍBV og er í dag einn farsælasti atvinnu- maður sem íslensk knattspyrna hefur alið af sér. Alls lék Hermann 67 leiki í Ís- landsmótinu og skoraði í þeim 5 mörk áður en hann hélt út í byrjun ágúst 1997, nánar tiltekið á fimmtu - degi fyrir þjóðhátíð. Eftir tímabilið 1996 var Hermann orðaður við hin ýmsu lið og fjölmargir höfðu áhuga að skoða þennan sterka varnarmann frá eldfjallaeyjunni Heimaey. Her- mann fór m.a. til Crystal Palace í janúar 1997, en þá var Palace í toppbaráttu 1. deildar og stefndi hraðbyri á úrvalsdeildina. Hermann valdi hins vegar að vera áfram hjá ÍBV, skrifaði undir nýjan samning og sýndi Eyja liðinu þannig mikla tryggð. En Steve Coppel, sem þá var stjóri Crystal Palace, lét það ekki stoppa sig og keypti Hermann sumarið 1997. Hermann lék með ÍBV framan af sumri en um haustið tryggði ÍBV sér Íslandsmeistara - titilinn í annað sinn í sögu félagsins. Hermann átti stóran þátt í því, þótt hann hafi ekki fengið að fagna titlinum með liðinu í mótslok það sinnið. Á milli félaga fyrstu árin Hermann lét fljótlega að sér kveða hjá Crystal Palace og lét sjálfur hafa það eftir sér eftir að hafa byrjað fyrsta leikinn á varamannabekkn - um, að hann hafi verið eini vara- maðurinn sem hefði brosað út að eyrum, slík var upplifunin að vera á leik í enska boltanum. En þegar upp var staðið, var Hermann einn af betri leikmönnum liðsins en þar mátti m.a. finna leikmenn eins og Ítalann Attilio Lombardo og hinn sænska Thomas Brolin. Palace féll hins vegar úr úrvals- deild um vorið og í september 1998 fór Hermann niður í ensku 3. deild- ina þar sem hann lék með Brent- ford. Með Brentford fór Hermann upp um deild en fyrir tímabilið 1999-2000 keypti Wimbledon hann á 2,5 milljónir punda. Wimbledon féll hins vegar þá um vorið og enn á ný var komið að vistaskiptum hjá Hermanni. Nú voru það nýliðar í úrvalsdeild, Ipswich Town, sem keyptu Hermann frá Wimbledon á 4,5 milljón pund. Fyrsta tímabilið gekk vel hjá félaginu, sem endaði í fimmta sæti og komst í Evrópu - keppni. Liðinu gekk hins vegar herfilega næsta tímabil og féll vorið 2002. Fyrir tímabilið 2002 var Her- mann orðaður við nýliða West Brom wich Albion í úrvalsdeild. En í stað þess að hella sér í botn baráttu úrvalsdeildar á ný, hélt Hermann áfram að spila með Ipswich í næst- efstu deild. Hermann var svo seldur frá Ips - wich í mars 2003 til Charlton Ath- letic. Kaupin voru gerð utan hefð bundins félagsskiptaglugga vegna fjárhags örðugleika Ipswich. Hermann var lykilmaður í liði Charlton næstu árin en liðið féll svo vorið 2007. Í kjölfarið skipti Her- mann yfir í Ports mouth. Bikarmeistari með 2008 Hjá Portsmouth náði Hermann sínum besta árangri innan vallar þegar hann vann bikarmeistara - titilinn með félaginu 2008 eftir 1:0 sigur á Cardiff á Wembley. Hermann lék áfram með félaginu í úrvalsdeild en í lok mars 2010 varð hann fyrir sínum fyrstu alvarlegu meiðsl um á ferlinum þegar hann sleit hásin í leik gegn Tottenham og missti þar með af úrslitaleik FA bikarkeppninnar 2010, þar sem Portsmouth tapaði fyrir Chelsea 1:0. Þarna má segja að vandræði Ports mouth hafi byrjað því félagið féll úr úrvalsdeild og var í veru - legum fjárhagsvanda. Vegna þess var félaginu bannað að taka þátt í Evrópu keppninni, þrátt fyrir að hafa unnið sér sæti í keppninni, þar sem Chelsea fór í Meistaradeildina. Hermann var á mála hjá félaginu síðasta vetur en færði sig svo yfir til Coventry. Bæði lið féllu í C-deild síðasta vor og byrjaði Portsmouth með tíu stig í mínus í vetur vegna fjárhagsörðugleikanna. Hermann á ansi vafasamt met í ensku deildarkeppninni því enginn hefur fallið oftar úr úrvalsdeild. Hann hefur fallið fimm sinnum úr úrvalsdeild, með fimm liðum, Crys- tal Palace, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic og Ports - mouth. Eins og áður hefur komið fram þjálfar Hermann ÍBV í sumar. Hann á að baki um 600 leiki með félagsliðum sínum í íslensku og ensku deildarkeppninni og hefur skorað í þeim 32 mörk. Auk þess lék Hermann 89 landsleiki fyrir Ís- lands hönd, skoraði í þeim fimm mörk og var um tíma fyrirliði liðsins. Hermann getur enn bætt við leikjum og á vafalaust eftir að loka ferlinum í hvítu treyjunni á Hásteinsvelli í sumar. Það er sjálf- sagt draumur hans, og eflaust margra stuðningsmanna ÍBV líka. Frábær ferill með hæðum og lægðum Hermann hefur ekki komið við sögu í mörgum leikjum ÍBV í vetur en lék þó með liðinu í Futsal. Félagarnir David James og Hermann Hreiðarsson en saman urðu þeir bikarmeistarar með Portsmouth 2008.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.