Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Page 17
EYJAFRÉTTIR.is
Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. apríl 2013 17
°
°
Eitt af því sem fékk mig til þess að
gefa mig að stjórnmálum var þetta
ákall sem maður heyrði óma alla
daga um breytt stjórnmál. Alls
staðar, hvar sem maður kom, voru
allir að tala um hversu ömurleg
stjórnmálamenningin væri hér á
landi. Hér réðu formenn flokka
öllu og í kringum þá væri klíka og
jábræður sem lytu valdi flokkselít -
unnar í einu og öllu. Þetta var um-
ræðan fyrir fjórum árum og þetta er
umræðan ennþá. Í rannsóknar -
skýrslu alþingis, sem furðu margir
virðast hreinlega hafa gleymt,
kemur þetta m.a. fram og í 8. bindi
hennar, bls. 184, er vitnað í fyrrum
stjórnmálamann með langa setu á
alþingi og ráðherradóm að baki.
Hann segir:
„Auðvitað er það svo að flokks -
ræð ið, nánast í öllum stjórnmála -
flokk unum, hefur þróast í ofurvald
foringjans og klíkunnar. Þess vegna
er lýðræðið okkar svona brothætt
og veikt og ég velti því fyrir mér
hvort í rauninni þurfi ekki að stíga
mörg sterk skref vegna þessarar
reynslu til að tryggja sterkari stjórn-
málamenn og minna foringjaræði.“
Hefur þetta ástand í stjórnmál -
unum breyst síðan þetta var skrifað
og gert opinbert? Að mínu viti
hefur svo ekki gerst nema að mjög
takmörkuðu leyti og þegar horft er
til þeirra flokka sem setið hafa á
alþingi síðasta kjörtímabil þá hefur
foringjaræðið ráðið ríkjum. Eina
sjáanlega breytingin hvað þetta
varðar er hjá Reykjavíkurborg og
hefur verið aðdáunarvert að fylgjast
með hvernig þróunin hefur verið á
þeim bæ frá síðustu sveitarstjórnar -
kosningum. Lágstemmd pólitík þar
sem stöðugt er unnið að breyt -
ingum, íbúunum til heilla, og eru
aðgerðir þeirra til aukins íbúalýð -
ræðis einkar athyglisverðar.
Björt framtíð hefur það sem eitt
sitt meginmarkmið að reyna að
breyta þeirri stjórnmálamenningu
sem hér hefur verið ríkjandi og
leitar m.a. í hugmyndasmiðju Besta
flokksins í þeim efnum. En einnig
leitum við í smiðjur fræðimanna
sem láta sig samfélagsmál miklu
varða og eru þar margir góðir sem
til greina koma. Sá sem ég heillast
hvað mest af er dr. Páll Skúlason,
heimspekingur og fyrrum rektor
Háskóla Íslands. Hann hefur skrifað
margar góðar greinar um það
hvernig farsællegast sé að iðka
stjórnmál almenningi til heilla.
Í erindi sem birtist í TMM 2009
og aðgengilegt er á heimasíðu Páls,
segir hann þetta um það hvað hann
telji vera meginhlutverk stjórnmála:
Í fyrsta lagi: „að opinber umræða
fari fram um sameiginleg mál
okkar, í öðru lagi: að við mótum
skynsamlegar leiðir til að taka
ákvarðanir í sameiginlegum málum
okkar, í þriðja lagi: að við vinnum
markvisst að því að skapa samfélag
þar sem fjölbreytt mannlíf fær
dafnað og sátt ríkir um viss grund-
vallargildi“.
„Samkvæmt þessum skilningi er
stjórnmálaflokkur samtök sem vilja
hafa áhrif á það hvernig stjórnmálin
eru stunduð, hvernig við ræðum um
sameiginleg mál, hvaða leiðir við
höfum til að taka ákvarðanir um
þau og vinna að eflingu sam-
félagsins. Þetta er í mínum huga
það sem mestu skiptir til skilnings á
hlutverki stjórnmála og þeirra sem
taka þátt í þeim. Við lifum saman,
deilum lífinu, og komumst ekki hjá
því að hugsa um og ræða hvað er
okkur sem heild fyrir bestu, hverjir
séu okkar sameiginlegu hagsmunir,
hver sé almannaheill“.
Við í Bjartri framtíð erum full -
komlega sammála nafna mínum í
þessum málum og munum leggja
okkur öll fram um að starfa
samkvæmt þessu í framtíðinni.
Ný pólitík eða gömul?
Öflugt og gott samfélag verður að
geta treyst á örugga grunnþjónustu.
Á kjörtímabilinu hafa fjárframlög
til grunnþjónustunnar verið skert
svo um munar. Eyjamenn hafa ekki
farið varhluta af því og fjölmörg
dæmi samdráttar hafa bitnað illilega
á samfélaginu. Þessu þarf að breyta
og setja réttu hlutina í forgang.
Hreint og klárt öryggisatriði
Ég vil ekki heyra fleiri sögur eins
og ég heyrði nýlega þegar fjöl -
skyldufaðir í Eyjum varð vitni að
grunsamlegum mannaferðum að
næturlagi, hringdi eftir aðstoð og
fékk þau svör að það væri ekki
lögreglumaður á vakt í Eyjum á
nóttunni. Í samfélagi eins og Vest-
mannaeyjum, með rúmlega 4000
íbúa og mikla landfræðilega
sérstöðu, er sólarhringsvakt lög -
reglunnar hreint og klárt öryggis -
atriði. Þetta vil ég færa til fyrri
vegar og tryggja að fjölskyldur í
Eyjum geti sofið rólega á nóttunni,
vitandi af lögreglunni á vakt.
Komumst hjá
sársaukafullum aðgerðum
Mér brá hreinlega þegar ég heim-
sótti Heilbrigðisstofnun Vest -
mannaeyja nú í mars. Ég leyfi mér
að fullyrða að staða stofnunarinnar
hefur sjaldan eða aldrei verið alvar-
legri og nú er svo komið að ekki er
til nægilegt fjármagn til að leysa út
nauðsynleg lyf handa sjúklingum.
Ég fann reiði og vanmátt starfs-
fólksins sem hefur unnið þrekvirki
við að halda þjónustunni uppi við
erfiðar aðstæður síðustu ára. Hér
verður að grípa inn í – við þetta
verður ekki búið lengur. Samfélagið
í Eyjum verður að geta treyst á að
þegar sjúkdómar eða slys herja á, sé
öruggt að þjónusta stofnunarinnar
við það sé tryggð. Ég veit að við
getum komist hjá niðurskurði og
sársaukafullri þjónustuskerðingu
með því að forgangsraða fjármun -
um betur. Setjum það í forgang að
tryggja örugga heilbrigðisþjónustu
um allt land og leggjum áform um
spítalabyggingar í Reykjavík til
hliðar á meðan.
Hlúum að FÍV
Það er mikill gæðastimpill í rúm-
lega 4000 manna samfélagi að hafa
jafnöflugan og góðan skóla og
Framhaldsskólinn í Vestmanna -
eyjum er. Ungt fólk getur sótt
menntun til stúdentsprófs í sinni
heimabyggð og þarf ekki að dvelja
fjarri fjölskyldum sínum með öllum
þeim kostnaði sem því fylgir.
Stöðugur niðurskurður í mennta -
kerfinu kemur niður á fjölbreyti -
leika námsins sem í boði er og unga
fólkið er fljótt að sjá það ef tæki -
færin eru betri annars staðar. Hlúa
þarf að starfi skólans og honum þarf
að tryggja skilyrði til að byggja
áfram upp fjölbreytt námsúrræði.
Áframhaldandi innspýting
Góðar samgöngur eru ein forsenda
blómstrandi mannlífs í Eyjum.
Landeyjahöfn hefur verið mikil
innspýting í samfélagið og um það
verður ekki deilt. Áfram þarf að
vinna að lausn mála í Landeyja -
höfn og finna þarf framtíðarlausn
fyrir nýjan Herjólf. Þetta þarf að
gerast sem fyrst og í góðu samstarfi
við heimamenn.
Forgangsröðum rétt
Nú er kominn tími til að for-
gangsraða rétt og fara strax í þau
verkefni sem ekki þola bið. Eyja-
menn eiga svo miklu betra skilið,
betri þjónustu og meiri skilning á
þörfum sínum. Við sjálfstæðismenn
erum til þjónustu reiðubúnir og
hlökkum til að hefjast handa.
Grunnþjónustuna í forgang
– tryggjum öryggi íbúanna
Lundakomuhátíð laugardaginn 20. apríl
Lundinn kemur með sumarið
:: Ljósmyndakeppni Eyjafrétta :: Hver nær fyrstu myndinni af lunda í ár
Nú hefur endanlega verið
ákveðið að halda svokallaða Lun-
dakomuhátíð í ár en hátíðin fer
fram laugardaginn 20. apríl.
Hugmyndin er að byrja smátt en
að hátíðin vaxi svo með hverju
árinu og verði fyrsta veglega
bæjarhátíð hvers sumars.
Dagskráin hefst með golfmóti kl. 10
á laugardaginn en þátttakendur eiga
að mæta til skráningar í golf-
skálanum hálftíma áður. Þá verður
skrúðganga klukkan 12:50 frá
Safnahúsinu og að Vinaminni þar
sem dagskrá hefst klukkan 13:00
utandyra. Þar verður Leikfélagið á
staðnum, Marinó Sigursteinsson
býður lundann velkominn, karlakór
Rangæinga flytur tvö lög, Eyvindur
og Jarl spila og syngja fyrir yngstu
börnin og verðlaun verða veitt fyrir
teiknikeppni GRV og ljósmynda -
samkeppni Eyjafrétta. Þá mun Blítt
og létt og Arnór, Helga og Davíð
spila og syngja.
Karlakór Rangæinga heldur svo
tónleika klukkan 16 í Safnaðarheim-
ili Landakirkju en um kvöldið verður
boðið upp á veglega kvöldskemmtun
að hætti Eyjamanna í Höllinni.
Boðið verður upp á hátíðarhlaðborð,
sjávarréttafantasíu Einsa kalda en
Helgi og Hermann Ingi munu taka
lagið. Húsið verður opnað kl. 20:15
en borðhald hefst klukkan 21:00.
Tveimur tímum síðar hefjast svo
Lunda hátíðar tónleikar og ball en
fram koma Blítt og létt, Dans á
Rósum, Stertimenni, Logar og Bjart-
mar.
Í tilkynningu frá Vestmannaeyjabæ
kemur fram að rausnarleg verðlaun
verða í boði í teikni- og ljósmynda -
samkeppni. Í teiknikeppninni keppa
nemendur í Grunnskóla Vestmanna -
eyja um bestu lundateikninguna en
einnig er keppt í fullorðinsflokki.
Tíu bestu myndirnar verða svo settar
í glugga hjá Eymundsson og
verðlaun fyrir bestu myndirnar veitt
20. apríl. Í ljósmyndakeppni Eyja -
frétta verður keppt um hver nær
fyrstu og flottustu myndinni af lunda
setjast upp í Vestmannaeyjum 2013.
Myndum í keppnina skal skila í
Eymundsson eða í afgreiðslu Ráð -
húss í síðasta lagi 17. apríl næst -
komandi. Í verðlaun verða vinningar
frá Hótel Vestmannaeyjum, Herjólfi,
Vilberg Kökuhúsi, Eyjafréttum, Seg-
way, Höllinni, 900 Grillhúsi, Einsa
kalda og Eymundsson.
Þar sem lundinn er ljúfastur
fugla. Margir telja að sumrið
komi með lundanum í
Vestmanna eyjum og því á að
fagna með Lundakomuhátíð í ár.
RAGNHEIÐUR
ELÍN ÁRNADÓTTIR
1.sæti á l ista
Sjál fstæðisf lokksins
PÁLL VALUR
BJÖRNSSON
1. sæti á l ista
Bjartrar framtíðar
Ég vil ekki heyra fleiri sögur eins og ég
heyrði nýlega þegar fjölskyldufaðir í Eyjum
varð vitni að grunsamlegum mannaferðum
að næturlagi, hringdi eftir aðstoð og fékk
þau svör að það væri ekki lögreglumaður á
vakt í Eyjum á nóttunni. Í samfélagi eins og
Vestmannaeyjum, með rúmlega 4000 íbúa
og mikla landfræðilega sérstöðu, er
sólarhringsvakt lögreglunnar hreint og klárt
öryggisatriði.
”