Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Síða 19
°
° Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. apríl 2013 19
Í síðustu viku voru framsóknar-
menn með fund í Eyjum hjá
Einsa kalda þar sem oddviti
flokksins í Suðurkjördæmi, Sig-
urður Ingi Jóhannsson, alþingis-
maður, var mættur ásamt Páli
Jóhanni Pálssyni, útvegsbónda í
Grinda vík, sem er í þriðja sæti
listans.
Gestir voru á milli 15 og 20 og eftir
framsögu Sigurðar Inga og Páls
Jóhanns þar sem þeir fór yfir helstu
málin var líflegt spjall. Framsókn er
í mikilli sókn samkvæmt skoðana -
könnunum og sé að marka nýjustu
kannanir nær Framsókn fimm þing-
mönnum inn í Suðurkjördæmi sem
ekki hefur gerst áður. Sigurður Ingi
sagði þetta draumi líkast og stundum
þyrfti hann að klípa sig í handlegginn
til að sannfærast um að þetta væri
staðreynd. Um leið benti hann á að
þetta eru skoðanakannanir en ekki
úrslit kosninganna.
Þeir Sigurður Ingi og Páll Jóhann
fóru yfir víðan völl þar sem staða
heimilanna og atvinnumálin voru
fyrirferðarmikil. Í spjalli eftir fund
voru samgöngumálin, fiskveiði -
stjórnunarkerfið ásamt skuldum
heimila það sem helst brann á
fundargestum. Þeir svöruðu af -
dráttarlaust og höfðu góð orð um að
vinna að þessum málum á næsta
kjörtímabili. Þeir voru hissa á hvað
dýrt er að ferðast með Herjólfi,
sérstaklega í Þorlákshöfn og voru
sammála um það mál þyrfti að
skoða.
Í ályktun síðasta landsþings Fram-
sóknarflokksins segir svo um afnám
verð tryggingar og leiðréttingar
stökk breyttra verðtryggðra hús-
næðislána heimilanna:
„Heimilin eru undirstaða og
drifkraftur þjóðfélagsins. Enn vantar
mikið upp á að bankar og önnur fjár-
málafyrirtæki hafi unnið úr þeim
erfiðu skuldamálum sem heimilin
eiga við að glíma, ekki síst vegna
lagalegrar óvissu um ýmis mikilvæg
mál, doða og ráðaleysis stjórnvalda.
Brýnt er að lausn fáist sem fyrst í
dómsmál varðandi skuldir heimil -
anna en ólíðandi er hve langan tíma
hefur tekið að greiða úr málum, því
skal tryggja flýtimeðferð slíkra mála.
Framsóknarflokkurinn vill að
stökkbreytt verðtryggð húsnæðislán
verði leiðrétt. Framsóknarflokkurinn
hefur lagt fram ítarlegar tillögur til
lausnar skuldavanda heimila. Af -
staða Framsóknarflokksins er ein-
dregið sú að ekkert geti réttlætt að
lánþegar verðtryggðra húsnæðislána
sitji einir uppi með afleiðingar þess
að lánin stökkbreyttust af völdum
efnahagshruns.“
Í ályktun um atvinnumál segir að
atvinna sé undirstaða vaxtar og
velferðar. Forgangsverkefni sé að
fjölga störfum í landinu. „Lítil og
meðalstór fyrirtæki gegna þar lykil -
hlutverki. Hlutverk ríkisins er fyrst
og fremst að skapa hagstæða um -
gjörð um atvinnulífið, meðal annars
með einföldun skattkerfis og reglu-
verks atvinnurekstrar. Koma þarf í
veg fyrir að fyrirtæki búi við íþyngj -
andi kröfur sem ekki þjóna tilgangi
sínum. Þung skattbyrði og tíðar
breytingar á regluumhverfi fyrirtækja
draga máttinn úr atvinnulífinu. Fram-
leiðni þarf að aukast og þar með
hagkvæmni hagkerfisins.“
Þar segir líka að Framsóknar -
flokkurinn leggi mikla áherslu á að
ná sem víðtækastri sátt um stjórn
fiskveiða meðal þjóðarinnar, jafnt
ólíkra pólitískra afla sem hags -
munaaðila innan sjávarútvegsins.
„Til að nauðsynleg sátt og stöðug -
leiki náist, þarf að móta skýra stefnu
til lengri tíma. Þess verði gætt að sú
hagkvæmni og hagræðing sem náðst
hefur með fiskveiðikerfinu verði
áfram tryggð svo efnahagslegt
fjöregg þjóðarinnar standist til
framtíðar. Stjórnun fiskveiða verði
blönduð leið, annars vegar á grunni
aflahlutdeildar á skip og hins vegar
við úthlutun veiðileyfa sem taki mið
af sértækum byggðaaðgerðum, auk
hvatningar til nýsköpunar og til þess
að auðvelda aðgengi nýrra aðila að
útgerð.
Tryggja verður sameign þjóðarinnar
á sjávarauðlindum, m.a. með ákvæði
í stjórnarskrá. Framsóknarflokkurinn
vill að greitt verði fyrir nýtingar -
réttinn með árlegu veiðigjaldi.
Gjaldið verði hóflegt og tengt af -
komu greinarinnar. Framsóknar -
flokkurinn hafnar sértæku veiðigjaldi
og núverandi útfærslu þess. Fram-
sóknarflokkurinn vill að almenna
veiðigjaldið renni að hluta til þess
landsvæðis þar sem það verður til.
Að hluta til nýsköpunar, rannsókna
og markaðsstuðnings innan greinar-
innar og að hluta í ríkissjóð. Fram-
sóknarflokkurinn vill efla nýsköpun
og enn frekari nýtingu hráefnis til að
skapa meiri verðmæti og auka arð -
semi sjávarútvegs. Framsóknarmenn
vilja að hrint verði í framkvæmd
atvinnuátaki sem miðar að því að
nýta betur vannýttar tegundir, t.d.
skelfisk og sjávarþörunga.“
Framsókn með fund í síðustu viku :: Fjármál heimilanna og atvinnu -
málin efst á baugi:
Gott gengi í skoðanakönn-
unum kemur þeim á óvart
Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, leiðir lista þeirra í Suðurkjördæmi. Með
honum á myndinni eru þeir Jónatan G. Jónsson, sem er í áttunda sæti og Páll Jóhann Pálsson í því þriðja.
XG-Hægri grænir, flokkur fólksins,
hefur fyrir margt löngu birt stefnu
sína um leiðréttingu verðtryggðra
húsnæðislána sem hann vill koma á
með setningu neyðarlaga strax og
hann kemst til nægilegra áhrifa og
vill þá gera það eigi síðar en 17. júní
í ár. Miða þarf leiðréttinguna við 1.
nóvember 2007, þegar almenn verð -
tryggð húsnæðislán urðu ólögleg hér
á landi, þegar MiFID reglugerð
EES/ESB var lögleidd. Þetta þýðir
að allir, sem áttu verðtryggð hús-
næðislán eftir þessa dagsetningu
munu fá leiðréttingu til dagsins í dag
í réttu hlutfalli. Það á líka við um þá,
sem tóku lán sín fyrr eða þá, sem
greiddu upp lán sín eftir þann tíma.
Allir munu fá leiðréttingu sinna mála
frá 01.11.2007 þegar vísitala neyslu-
verðs var 278,1 stig. Undan-
bragðalaust.
Bankarnir eða fólkið
Seðlabankinn mun stofna sérstakan
sjóð innan sinna eigin veggja, sem
kaupir öll verðtryggð húsnæðislán og
skuldbreytir þeim eða endurgreiðir
hina ólöglegu ofgreiðslu í tilfelli
þeirra, sem þegar voru búnir að gera
upp. Hann mun gefa út ný skuldabréf
skuldunautum til handa til langs tíma
til þess að stilla greiðslubyrðina af
við greiðslugetuna. Nýju bréfin
verða færð niður til þess, sem þau
hefðu verið 01.11.2007 og munu
bera 7,65% fasta vexti. Með því að
Seðlabankinn láni sjóðnum á 0,01%
vöxtum mun það taka sjóðinn 9 ár að
komast í jafnvægi. Það er vaxta-
munurinn, sem mun greiða upp þessa
leiðréttingu. Þannig rennur þessi
mismunur því til fólksins en ekki til
bankanna, sem hefði verið ef ekkert
væri að gert. Stimpil- og upp -
greiðslu gjöld vegna aðgerðanna
verða afnum in og aðgerðum sýslu -
manna frestað í tvö ár á meðan
leiðréttingin gengur yfir.
Ekki verðbólguhvetjandi
Hinn nýi sjóður mun greiða lánar -
drottnunum, eigendum gömlu bréf -
anna, bréfin að fullu. Þannig fá þeir
allt sitt strax og er vandi ÍLS þar með
leystur, en með því að þeim er gert
með sérstakri bindiskyldu að geyma
fé sitt í Seðlabankanum, þá mun það
fé ekki fara í umferð fyrr en Seðla-
bankanum þóknast það með stjórn
sinni á peningamagni í umferð til
þess að ráða við verðbólguna.
Þetta er eina
haldbæra lausnin
Það þarf ekki að skoða eða leita eða
kortleggja eitt eða neitt. Það er búið
að gera það. Þetta er þaulreynd og
þekkt aðferð, sem t.d. lesa má um á
Wikipedia.com undir „TARP“,
„HAMP“ og „Quantative easing“
eða á www.xg.is undir Kynslóða -
sáttin. Þetta er eina lausnin sem er
fær eða til er án þess að hækka skatta
á alla alþýðu manna eða að það kosti
stórfé sem annaðhvort er ekki til eða
þarf að nota í svo margt annað. Það
er afar mikilvægt að fólk skilji og
geri sér fulla grein fyrir þessu stór-
máli, sem svo margir þjást undan og
ef það vill að þessum leið réttingum
verði komið á fyrir sig, þá verður það
að kjósa Hægri græna með því að
setja X við G 27. apríl nk. Það er
lífsspursmál fyrir fólkið.
Handbolti:
Kári
Krist ján
atvinnu-
laus?
Mál Kára
Kristjáns
Kristjáns sonar,
handknatt leiks -
manns frá Vest -
manna eyjum
hefur vakið
mikla athygli
undan farið.
Kári Kristján lék með íslenska
landsliðinu í tveimur leikjum gegn
Slóveníu en fram að leikjunum,
hafði hann verið á sjúkralista þýska
liðsins Wetzlar. Forráðamenn
félagsins telja að Kári hafi ekki haft
leyfi til að spila lands leikina, enda á
sjúkralista og riftu því samningi við
leikmanninn.
Kári segir hins vegar að hann hafi
óskað eftir því við lækna félagsins
að vera tekinn af sjúkralista og fá
að hefja æfingar með liðinu. Hann
taldi sig því í fullum rétti til að spila
með landsliðinu og taka svo upp
þráðinn með félagsliðinu.
Forráðamenn Wetzlar segja Kára
Kristján ljúga þessu og fram -
kvæmda stjóri félagsins bætti um
betur og meinaði honum aðgang að
æfingu félagsins í gær, þriðjudag.
Málið virðist því vera komið í
algjöran hnút en Kári Kristján er
búinn að semja við danska félagið
Bjerringbo/Silkeborg um að leika
með því næsta vetur.
Um það hefur verið rætt að
hugsanlega sé þýska félagið að
spara sér útgjöld með að rifta
samningi við Kára. Félög í Þýska-
landi tryggja sína leikmenn, þannig
að þegar þeir meiðast, þá greiða
tryggingafélög laun þeirra. Þess
vegna hafi þeir verið ófúsir til að
taka hann af sjúkralista, til að spara
sér launa kostn aðinn. Þetta hefur
skiljanlega ekki fengist staðfest en
lögfræðingur Kára Kristjáns,
Stephen Pfeiffer, er með málið á
sinni könnu og á Vísi.is kemur fram
að Pfeiffer vonist til að hægt verði
að leysa málið. „Við vonum fyrst
og fremst að hægt verði að finna
lausn á þessu máli sem verði bæði
íþróttinni og Kára sjálfum til heilla.
Ef þetta verður að dómsmáli
munum við skýra frá málstað okkar
í dómsalnum.“
Skuldastaða Heilbrigðisstofnunar
Vestmannaeyja hefur aldrei verið
verri. Hópur á vegum velferðar-
ráðuneytisins mun á næstunni fara
yfir reksturinn með stjórnendum
stofnunarinnar. Þetta kemur fram á
vef RÚV.
Gunnar K. Gunnarsson, forstjóri,
segir að stofnunin sé í vanskilum
við flesta birgja sína. Margir hafi
sýnt óhemjumikla þolinmæði en
það séu takmörk fyrir öllu.
Forstjórinn gat grynnkað á skuld -
unum eftir að stofn unin fékk nýlega
15 milljóna króna aukafjármagn frá
velferðarráðuneytinu. „En það er í
raun og veru aðeins til þess að
hjálpa okkur svona rétt að anda í
einn mánuð eða svo,“ sagði Gunnar.
Hann segir jafnframt að annað-
hvort fái stofnunin meira fjármagn
til reksturs eða að þjónustan verði
skert. Sú ákvörðun sé póiltísk og
verði að koma úr ráðu neytinu.
RÚV:
Sjúkrahúsið
skuldar 100
milljónir
KJARTAN ÖRN
KJARTANSSON
Varaformaður
Hægri grænna
Þetta er eina lausnin sem er fær eða til er
án þess að hækka skatta á alla alþýðu
manna eða að það kosti stórfé sem
annaðhvort er ekki til eða þarf að nota í svo
margt annað. Það er afar mikilvægt að fólk
skilji og geri sér fulla grein fyrir þessu stór-
máli, sem svo margir þjást undan og ef það
vill að þessum leið réttingum verði komið á
fyrir sig, þá verður það að kjósa Hægri
græna með því að setja X við G 27. apríl nk.
”
Öll verðtryggð húsnæðislán eftir
01.11.2007 leiðrétt
ÓMAR GARÐARSSON
omar@eyjafrettir. is