Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Síða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Síða 20
20 Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. apríl 2013 ° ° Vel heppnuð æfingaferð til Valencia :: Unnu Valencia Cup og Bryndís Jóhannesdóttir valin leikmaður mótsins. Kvennalið ÍBV fór á dögunum til Spánar í æfingaferð, nánar tiltekið til Valencia. Þar æfði liðið tvisvar á dag en tók svo þátt í Valencia Cup, sem er knattspyrnumót kvennaliða og er haldið í borginni. 2. flokkur ÍBV lék þrjá leiki í mótinu, fyrst gegn Segorbe frá Spáni sem endaði 4:0 fyrir ÍBV. Næst var leikið gegn Val - encia, þar sem heimaliðið hafði betur 1:3 en að lokum töpuðu stelpurnar fyrir Aurrera 0:4. Meistaraflokkur byrjaði á því að vinna Benageber 2:0 og Maritim 3:2. Í síðasta leik riðilsins völtuðu stelp - urnar svo yfir Chimena 11:2 og voru þar með komnar í undanúrslit. Þar lögðu Eyjastelpur Aurrera 4:0. Í úrslitaleik mætti ÍBV svo Valencia en staðan í hálfleik var 0:0. Sigríður Lára Garðarsdóttir tryggði ÍBV svo sigurinn með marki á lokamínútu leiksins. Í mótslok var Bryndís Jóhannes - dóttir valin leikmaður mótsins. Hópurinn sem spilaði fyrir hönd ÍBV, bæði meistaraflokkur og 2. flokkur, ásamt þjálfurum og fararstjórum. Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði ÍBV tekur við sigurverðlaununum eftir úrslitaleikinn. Bryndís Jóhannesdóttir, besti leikmaður mótsins. Guðný Óskarsdóttir fagnaði afmæli sínu úti á Spáni og fékk auðvitað afmælisköku frá stelpunum. Þótt hótelgarðurinn hafi ekki verið stór, þá er ekki að sjá annað en þær Selma, Svava Tara og Bjartey kunni ágætlega við sig í sólinni. Jón Ólafur Daníelsson les yfir hausamótunum á yngra liðinu í einum af leikjum liðsins í Valencia Cup. Hressandi tónleikar Meik Hljómsveitin MEIK hélt tónleika í Höllinni á föstudagskvöld. Sveitin flytur eingöngu tónlist bandarísku rokksveitarinnar KISS en nafn hinnar íslensku sveitar er einmitt dregið af andlitsmálningu sveitar - innar sem allir þekkja. MEIK-liðar komu einmitt fram málaðir eins og goðin gerðu svo oft áður fyrr, og reyndar á síðustu árum þegar KISS hefur komið fram á tónleikum. Tónleikarnir í Höllinni á föstu - daginn voru bráðskemmtilegir og ekki að sjá annað en að þeir tæplega 200 áhorfendur sem mættu hafi skemmt sér konunglega. Nokkrir mættu í bolum merktir KISS í bak og fyrir á meðan aðrir bættu um betur og mættu málaðir að hætti KISS. Sveitin sjálf er skipuð afburðar tónlistarmönnum og sló varla feilnótu á tónleikunum. Hljómsveitin MEIK á sviði í Höllinni, vel meikaðir og í góðum gír.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.