Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Síða 21

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Síða 21
° ° Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. apríl 2013 21 VG fundaði í Eyjum :: Láta ekki mótbyr slá sig út af laginu: Eyjamenn eiga dyggan stuðnings- mann í Ögmundi :: Það sagði Arndís Soffía, oddviti listans í umræðu um samgöngumál Það blæs ekki byrlega fyrir Vinstri grænum sé að marka síðustu skoðanakannanir og litl - ar líkur á að flokkurinn haldi manni sínum í Suðurkjördæmi. Þau Arndís Soffía Sigurðardóttir, Inga Sigrún Atla dóttir og Þór- bergur Torfason, sem skipa þrjú efstu sætin á lista flokksins í Suðurkjördæmi, báru sig samt vel á framboðsfundi á Kaffi Kró á sunnudaginn. Þau segja flokkinn eiga fullt erindi við landsmenn og nú hljóti leiðin að liggja upp á við fram að kosn - ingum. Það sem háir kosningabaráttu VG í Suðurkjördæmi er hvað þau Arndís Soffía, Inga Sigrún og Þórbergur eru lítið þekkt í kjördæminu. Það geta þau þakkað Atla Gíslasyni, alþingismanni, sem yfirgaf flokk - inn í upp hafi þessa kjörtímabils en sat áfram á þingi. En þau eru öll af vilja gerð og á meðan þau stoppuðu í Eyjum bönkuðu þau upp á hjá stórum hluta heimila í Eyjum til að kynna sig. Aðferð sem oft hefur dugað og er örugglega í fullu gildi. Ábyrgð, jöfnuður og almannaheill eru þungamiðjan í stefnu flokksins í ríkisfjármálum og ríkisbúskap næstu fjögur árin. Þau vilja byggja á árangri yfirstandandi kjörtímabils og segja að svigrúmið sem skapast á næsta kjörtímabili vegna núver - andi stefnu í ríkisfjármálum verði upp á 50 til 60 milljarða með auk - inni landsframleiðslu og auknum tekjum af auðlinda- og umhverfis- gjöldum. Áherslan hjá VG á næsta kjörtíma- bili eru bætt kjör, menntamál, heil- brigðismál og velferðarmál og út- skýrðu þau hvernig það verður gert. Þau vilja efla heilsugæslu, bæta stöðu barnafjölskyldna, efla barna- og vaxtabótakerfið, stuðning við skuldsett heimili og nýju húsnæðis - kerfi, sem tryggir öllum öruggt heimili, verði komið á laggirnar. Eins og á öðrum pólitískum fundum í Vestmannaeyjum voru samgöngur og Landeyjahöfn mál málanna þegar umræður hefjast. Arndís Soffía sagði að Vestmanna - eyingar ættu dyggan stuðnings- mann í Ögmundi Jónas syni, innanríkisráðherra, sem vill sjá að Landeyjahöfn verði sú samgöngu - bót sem ætlað var í upphafi og að nýtt skip sem hentar verði komið í gagnið 2015 og síðasta lagi 2016. Stefnuskrá VG Í stefnuskrá Vinstri grænna, sem þeir kalla Stórsókn að bættum lífs - kjörum, segir m.a. að á næstu árum sé raunhæft að hefja stórsókn að bættum lífs kjörum á Íslandi. „Þar vill Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð setja uppbyggingu heilbrigðis- mála, menntamála og velferðarmála í forgang. Þetta er grundvöllurinn í kosningaáherslum Vg. Þetta er hægt með áframhaldandi ábyrgri stjórn ríkisfjármála og áherslu á fjölbreytta og sjálfbæra atvinnuuppbyggingu sem mun skapa svigrúm hjá ríkissjóði á næsta kjörtímabili. Áætlun Vinstri grænna fyrir ríkisfjármál á næsta kjörtíma- bili gerir ráð fyrir að á bilinu 50-60 milljarða króna svigrúm verði til sóknar í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum auk þess sem hægt verður að hefja niðurgreiðslur skulda ríkissjóðs. Áætlunin byggir á þjóðhagsspá Hagstofunnar, að skattkerfið verði óbreytt auk þess að auðlindarenta vegna nýtingar á jarð- varma og vatnsföllum skili sér í auknum mæli til ríkissjóðs í sam- ræmi við tillögur Auðlindastefnu - nefndar. Engar skattahækkanir eða frekari niðurskurður í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum er áætlaður. Stefnuskrá VG má lesa í heild sinni á heimasíðu flokksins, www.vg.is Eyjamenn sáttir eftir Aldrei fór ég suður :: Magnaðir Off venue tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja og Fjallabræðra :: Blind Bargain ánægðir með viðbrögð eftir framkomuna Lúðrasveit Vestmannaeyja og Fjallabræður héldu magnaða tónleika á Ísafirði á skírdag, eða daginn áður en tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður var haldin þar í bæ. Tónleikarnir heppn - uðust einstaklega vel og voru um eitt þúsund manns í Íþróttahúsinu við Torfnes, þar sem tónleikarnir voru haldnir. Eyjasveitin Blind Bargain kom svo fram á sjálfri hátíðinni. Jarl Sigurgeirsson, stjórnandi Lúðrasveitarinnar, sagði í samtali við Eyjafréttir að um hefði verið að ræða svokallaða „Off venue“ tón- leika tónlistarhátíðarinnar en aldrei áður hafa verið haldnir jafn stórir tónleikar. „Öll umgjörð tónleik - anna var stórglæsileg, drapperingar þöktu veggi íþróttasalarins, lýsing og hljóð var með besta móti. Það var í raun ótrúlegt að taka þátt í undirbúningi tónleikanna því við tæmdum tvo 40 feta gáma af dóti daginn fyrir tónleikana, settum upp svið, stóla fyrir áhorfendur, lýsingu og hljóð og svo hefði verið hægt að halda körfu boltaæfingu á miðnætti eftir tónleikana. Það var ekki verið að dvelja neitt við hlutina,“ sagði Jarl. „Við tókum öll helstu lögin, s.s. þjóðhátíðarlagið 2012, Ísland er land þitt, Thunderstruck og bættum svo við tveimur nýjum lögum, Freyju eftir Magnús Þór og Leið - inni okkar allra með Hjálmum. Við höfum alltaf bætt nýjum lögum við lagalist ann þegar við komum fram en samstarf Fjallabræðra og Lúðra - sveitar Vestmannaeyja má rekja aftur til ársins 2011 þegar við komum fram með þeim á þjóðhátíð. Á mánudags morgninum eftir þjóð - hátíð vorum við Halldór Gunnar, stjórnandi Fjalla bræðra, að ræða málin og vorum sammála um að við yrðum að vinna meira saman. Úr varð að við spiluðum undir í þjóð - hátíðarlaginu og í öðru lagi, Ísland sem Halldór Gunnar er að vinna að. Við komum auk þess fram á þjóð - hátíð í fyrra með Fjallabræðrum þar sem frumflutn ingur þjóðhátíðar- lagsins var að margra mati einn af hápunktum hátíðarinnar. Hug - myndin var að halda tónleika á Ísa - firði og í Vestmannaeyjum. Núna erum við búnir á Ísafirði og næst langar okkur að halda stóra tónleika hér í Eyjum,“ sagði Jarl að lokum. Ævintýraleg lífsreynsla Eyjasveitin Blind Bargain var einnig á Ísafirði þessa sömu helgi en sveitina skipa þau Sunna Guð - laugsdóttir, söngur, Hannes Már, gítar og söngur, Skæringur Óli, gítar, Þorgils Árni, bassi, Kristberg Gunnars, trommur og Sveinn Ares, básúna. Sveitin kom fram á föstudegi hátíðarinnar en Skæringur Óli sagði í samtali við Eyjafréttir að þeir væru mjög ánægðir með hátíðina. „Þetta var ævintýraleg lífsreynsla að koma fram á þessari stóru tón - listarhátíð. Þarna er bara eitt svið og allir koma fram þar, spila í 20-25 mínútur í senn og allir fá jafn langan tíma. Við vorum mjög ánægðir með umgjörð ina og það var þó nokkur fjöldi þegar við komum fram. Tónleikahaldarar voru sniðugir og fengu Mugison til að opna hátíðina, þannig að áhorf - endur komu strax. Það var reyndar pínu kalt uppi á sviðinu en það var fljótt að fara úr manni,“ sagði Skæringur en Sunna gat ekki verið með þeim fyrir vestan, þar sem hún tekur þátt í uppfærslu Leikfélagsins á Grease. „Við erum mjög ánægðir með viðbrögðin sem við fengum. Við sjáum aukna umferð á facebook síðuna okkar og höfum orðið varir við eitt og eitt myndband frá tón- leikunum okkar á youtube og face- book. Þetta er fínt veganesti inn í sumarið,“ sagði Skæringur að lokum. Þess má geta að á vefsíðunni gusti.is má sjá myndir, bæði frá tón- leikum Lúðrasveitarinnar og Fjallabræðra, auk mynda frá sjálfri hátíðinni. Frá tónleikum Lúðrasveitar Vestmannaeyja og Fjallabræðra. Mynd: Ágúst Atlason/gusti.is. JÚLÍUS G. INGASON julius@eyjafrettir. is ÓMAR GARÐARSSON omar@eyjafrettir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.