Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Side 23

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Side 23
Eyjafréttir / Miðvikudagur 10. apríl 2013 23 ° ° Knattspyrna Eyjapeyi í her- búÝir ÍBV Eyjapeyinn Gunnar Þorsteinsson, sem hefur undanfarin misseri verið á mála hjá enska félaginu Ipswich, er genginn í raðir ÍBV. Gunnar er sonur Þorsteins Gunnarssonar, sem lék í marki ÍBV á árum áður en Gunnar er 19 ára miðjumaður og á tvo leiki að baki í efstu deild með Grindavík. Gunnar hefur verið í unglingaliði Ipswich en fær ekki at - vinnumannasamning hjá félaginu. Jafnt gegn Fylki ÍBV sótti Fylki heim í Árbæinn í síðasta leik sínum í 1. riðli Lengju- bikarsins á mánudag. Eyjamenn áttu afar veika von um að komast í úrslit keppninnar og þurftu nauð - synlega á sigri að halda, auk þess sem úrslit úr öðrum leikjum þurftu að falla með liðinu. ÍBV byrjaði vel, skoraði fyrstu tvö mörkin en Fylkir náði að jafna metin og loka - tölur því 2:2. Mörk ÍBV gerðu þeir Aaron Spear og Gunnar Már Guðmundsson. ÆfingaferÝ til Englands Karlalið ÍBV hélt í æfingaferð til Englands í gær, þriðjudag. Liðið mun lék gegn varaliði Bourne - mouth í dag, miðvikudag, en úrslit leiksins voru ekki kunn þegar blaðið fór í prentun. Næstkomandi þriðjudag mun liðið svo leika gegn C-deildarliði Portsmouth á heimavelli liðsins, Fratton Park en leikurinn er jafnframt góðgerðar- leikur fyrir hið fjárvana félag. Þeir Hermann Hreiðarsson og David James léku saman með Ports - mouth á sínum tíma. Gunnar meÝ tvö í tveimur Gunnar Heiðar Þorvaldsson heldur áfram uppteknum hætti frá því í fyrra þegar hann varð næstmarka - hæsti leikmaður sænsku deildar - innar. Gunnar hefur nú skorað tvö mörk í jafn mörgum leikjum í tveimur fyrstu umferðum sænsku deildarinnar. Gunnar skoraði í 2:1 sigri Norrköping á Mjallby og bætti svo um betur um síðustu helgi þegar hann skoraði fyrsta markið og lagði upp það síðara í sigri á Gefle. Norrköping er á toppi sænsku deildarinnar ásamt IFK Gautaborg. Framundan Fimmtudagur 11. apríl Kl. 18:00 Fylkir 1-ÍBV 3. flokkur kvenna, handbolti. Föstudagur 12. apríl Kl. 20:00 Fram-ÍBV Úrslitakeppni kvenna, handbolti. Laugardagur 13. apríl Kl. 14:00 ÍBV-Þór/KA Lengjubikar kvenna, fótbolti. Kl. 14:00 Ísbjörninn-KFS Lengjubikar karla, fótbolti. Kl. 13:00 ÍBV-Hörður 1 4. flokkur karla, handbolti. Sunnudagur 14. apríl Kl. 15:00 ÍBV-Fram Úrlitakeppni kvenna, handbolti. Kl. 17:30 Haukar 1-ÍBV 4. flokkur karla, handbolti. Mánudagur 15. apríl Kl. 16:00 Fram 1-ÍBV 3. flokkur karla, handbolti. Íþróttir Úrslitakeppni kvenna: Knattspyrna Tveir nýir leik- menn í ÍBV Kvennalið ÍBV í knattspyrnu hefur samið við Nadiu Lawrence um að spila með liðinu í sumar. Nadia er 24 ára sóknarmaður frá Cardiff en hún kemur að mestu á eigin vegum. Þá hefur félagið einnig samið við sóknarmanninn Rosie Sutton frá Ástralíu en Rosie er 23 ára og kemur frá félaginu Perth Glory. Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, segist stefna á að bæta tveimur leikmönnum til viðbótar við liðið enda hefur félagið séð á eftir níu leikmönnum sem léku stórt hlutverk síðasta sumar þegar ÍBV endaði í öðru sæti Íslands - mótsins. Þetta eru þær Danka Podovac, Berglind Björg Þorvalds- dóttir, Julie Nelson, Andrea Ýr Gústavsdóttir, Anna Þórunn Guð- mundsdóttir, Elínborg Ingvars - dóttir, Kristín Erna Sigurlásdóttir, Svava Tara Ólafsdóttir og Hlíf Hauksdóttir. Svava Tara ekki meÝ í sumar Kvennalið ÍBV hefur orðið fyrir enn einu áfallinu því varnar- maðurinn efnilegi, Svava Tara Ólafsdóttir, mun ekkert leika með liðinu í sumar. Kristín Erna Sig- urlásdóttir sleit krossband í hné og mun ekki heldur leika með liðinu í sumar. Svava Tara fór í aðgerð vegna liðbands í hné en meiðslin hafa verið að plaga hana undan- farin ár. Vonir stóðu til að hægt væri að bíða með aðgerðina fram á sumar en ekki reyndist unnt að bíða lengur. Snóker: Jóhann Ólafs Kiwanis - meistari Jóhann Ólafsson tryggði sér á föstudaginn sigur í Meistaramóti Kiwanismanna í snókar. Í úrslita - leik mætti hann Hlyn Stefánssyni og hafði betur 3:1. Júlíus G. Inga- son hafði áður tryggt sér þriðja sætið í mótinu. Það virðist sem öldungarnir í snókernum séu því að standa sig þessa dagana eins og sjá má annars staðar á íþrótta - síðunni. Mótið markar lok keppn - istímabilsins í snókernum enda margir farnir að taka fram golf - kylfurnar með hækkandi sól Íþróttir VerÝum aÝ vinna saman :: segir Ingibjörg Jónsdóttir, leikreyndasti leikmaÝur Íslandsmótsins Kvennalið ÍBV er komið í undan - úrslit Íslandsmótsins eftir að hafa lagt FH að velli í tveimur leikjum. FH gerði Eyjaliðinu þó erfitt fyrir, því fyrri leikur liðanna endaði í framlengingu þar sem ÍBV hafði að lokum betur, 29:26. Eyjaliðið hafði betri tök á síðari leiknum og vann hann 19-25. Þar með er ÍBV komið í undanúrslit þar sem liðið mætir Fram, öðru af tveimur bestu liðum í kvennaboltanum undanfarin ár. Liðin mætast fyrst í Reykjavík á föstudag en svo aftur í Eyjum á sunnudag. Vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslita - rimmuna en í hinni viðureigninni eigast við Valur og Stjarnan. Ingibjörg Jónsdóttir, sem tók fram skóna á ný eftir að Ivana Mladenovic þurfti að yfirgefa landið, segir að leikirnir gegn FH hafi verið mjög grófir. „Þeir voru það og leikmönn - um FH var hleypt of langt í að spila fast. Þær voru bara grófar og brotin hreinlega hættuleg. Ég man ekki eftir því að þetta hafi verið svona mikið þegar ég var sem mest í þessu. Við Björgvin Eyjólfsson vorum að rifja það upp að þetta var svona þegar Judith Estergal var hérna í kringum 1990 en ekki mikið eftir það. Mark- miðið hjá FH var greinilega að tuddast í okkur og slá okkur út af lag- inu. Það tókst hjá þeim í fyrri leiknum. Við hörfuðum en við héld - um þessu með góðri vörn og unnum svo í framlengingunni. En í seinni leikn um höfðum við betri tök á þessu. Við náðum góðri forystu sem FH náði reyndar að minnka niður í eitt mark en það var fyrst og fremst vegna þess að við slökuðum á. Svavar tók þá leikhlé, náði upp ein- beitingu og um leið og boltinn fékk að ganga, hættum að rembast ein og ein, þá gekk þetta. Þetta eru engin geimvísindi, við verðum að vinna þetta saman.“ Spennandi verkefni Hvernig líst þér á að mæta Fram í undanúrslitum? „Þetta er mjög spennandi verkefni. Ef við hittum á leik eins og gegn Val, þar sem vörnin var góð og við vorum samstilltar, þá hef ég ekki áhyggjur af þessu. Við erum enn að stilla saman strengina eftir að ég kom inn í þetta og við Sandra Gísladóttir erum að hjálpast að við að leysa línustöðuna. Við erum á réttri leið.“ Er ekki öll pressan á Fram? „Staðan í deildinni segir að þær eigi að vinna okkur. En við mætum ákveðnar til leiks og ætlum okkur að vinna alla leiki. Mér skilst að stelpurnar hafi spilað mjög vel gegn Fram á útivelli í síðasta leik og það þarf ekki mikið til þess að þær brotni.“ Skytturnar kannski of snöggar Ingibjörg hefur sýnt það að lengi býr í gömlum glæðum en þrátt fyrir að vera 43 ára gömul, er hún í fanta - formi og gefur yngri leikmönnum ekkert eftir. Þess má til gamans geta að 28 ára aldursmunur er á yngsta leikmanni ÍBV og þeim elsta en Arna Þyrí Ólafsdóttir er 15 ára. Ingibjörg segir að leikmenn liðsins hafi tekið sér vel og að stuðningurinn gefi henni mikið. „Það var ekkert óskastaðan að koma aftur inn í þetta, ofan á fulla vinnu og heimilishald. En á meðan hægt er að nota mig, þá er ég til í slaginn fyrir félagið. Stelpurnar hafa tekið mér mjög vel og stuðningurinn, bæði innan og utan vallar, hefur gefið mér mikið sjálfstraust. Leikformið hefur oft verið betra og skotin gætu verið betri en maður gerir bara sitt besta. Meira get ég ekki gert.“ Þú þekkir ágætlega til Framliðsins eftir að hafa spilað gegn þeim með B-liðinu og skorað níu mörk gegn þeim? „Já, þær mötuðu mig svo vel, gömlu skytturnar í B-liðinu. Kannski eru skytturnar í ÍBV of snöggar fyrir mig, ég veit það ekki,“ sagði Ingi - björg að lokum og hló. Hún skoraði jafnframt á Eyjamenn að fjölmenna á heimaleikinn á sunnudag og styðja við bakið á liðinu. Ingibjörg í kunnuglegri stellingu í fyrri leiknum gegn FH. Handbolti: Snóker: Páll Pálmason tryggði sér um helg - ina Íslandsmeistaratitil í snóker 67 ára og eldri. Mótið fór fram í Reykjavík en tveir Eyjamenn tóku þátt í mótinu, Páll og Kristján Egils- son. Þeir félagar æfa saman snóker í Kiwanis og sú æfing skilar greinilega árangri því Kristján varð í öðru sæti í mótinu. Á myndinni má sjá þá Pál, í miðju og Kristján til vinstri ásamt Lúðvík Norgulen, sem varð þriðji. Páll Íslands - meistari Drífa og Teddi áfram hjá ÍBV Þau Drífa Þorvaldsdóttir og Theodór Sigurbjörnsson skrifuðu á föstu - daginn undir nýja samninga hjá ÍBV. Drífa er samningsbundin ÍBV næstu tvö tímabil en Theodór næstu þrjú. Bæði hafa þau, þrátt fyrir ungan aldur, verið lykilmenn í sínum liðum og bæði eiga þau fjölmarga ung - linga landsleiki að baki. Drífa er 19 ára en Theodór 21 árs. Drífa og Theodór, ásamt Sindra Ólafssyni, formanni handknattleiksráðs. Jóhann með sigurverðlaunin, myndarlegan bikar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.