Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Side 24

Fréttir - Eyjafréttir - 10.04.2013, Side 24
° ° Sími 481-1300 | frett i r@eyjafrett i r. is FRÉTTIREYJA VIKUTILBOÐ 11. -17. apríl Sushi frá Osushi Kemur til okkar föstudaga kl. 17.30 Tökum niður pantanir ! B ir ti st m eð fy ri rv ar a um in ns lá tt ar vi ll ur o g m yn da br en gl OPNUNARTÍMI: Mán. - Föst. kl. 7.30 - 19.00 Laugardaga kl.10.00 - 19.00 Sunnudaga kl.11.00 - 19.00 SS Grand Orange lambafille verð nú kr 4998,- verð áður kr 5998,- Cocoa Puffs 335 gr verð nú kr 448,- verð áður kr 558,- Capri Sonne safi 10x200 ml verð nú kr 298,- verð áður kr 598,- MS Engjaþykkni verð nú kr 118,- verð áður kr 145,- Kotasæla 500 gr verð nú kr 388,- verð áður kr 448,- SS Hamborgarar 10 stk verð nú kr 1098,- verð áður kr 1398,- SS Súpukjöt verð nú kr/kg 798,- verð áður kr/kg 1098,- Kvennalið ÍBV er komið í undanúrslit Íslandsmótsins eftir að hafa lagt FH að velli í tveimur leikjum. Í næstu umferð mætir liðið Fram en vinna þarf þrjá leiki til að komst í úrslit. Guðbjörg Guðmannsdóttir var markahæst í báðum leikjunum gegn FH og á myndinni hér að ofna svífur hún inn úr horninu og skorar eitt af mörkum sínum. Bolfiskvertíð stendur sem hæst :: Landa tvisvar í viku: Vestmannaey VE 22 klukkutíma að fylla :: Mikil vinna í frystihúsunum :: Mikið af góðum þorski Nú stendur vertíð sem hæst og eru bolfiskskipin, bæði togskip og netabátar, að koma að landi með góðan afla og togskipin oft - ast eftir stutta túra. Mikil vinna er í frystihúsunum þar sem fiskur - inn er saltaður, valin stykki send fersk á markað erlendis og hluti frystur. Verð á mörkuðum hefur verið á niðurleið en er þó enn viðunandi. Ástæðan fyrir lægra verði eru erfiðleikar í okkar helstu viðskiptalöndum. Mikill þorskur er á miðunum og stund - um of mikill fyrir skip með lítinn kvóta í þorski. Hjá Berg-Hugin fengust þær upplýs - ingar að þar hefði aflinn verið mjög góður undanfarið. Bergey VE og Vestmannaey VE eru að landa tvisvar í viku, oftast fullfermi. Óskar Pétur, ljósmyndari Eyjafrétta, brá sér í túr með Vestmannaey og stóð hann í nákvæmlega 22 klukkutíma frá bryggju að bryggju. Er það gott dæmi um fiskiríið síðustu daga. „Við fórum út klukkan átta á sunnudags - kvöldið og vorum komnir að klukkan sex kvöldið eftir. Þeir voru með nán - ast fullfermi, 140 tonn eða á milli 65 og 70 tonn eftir tæpan sólarhring. Eina vandamálið var of mikill þorsk - ur á miðunum,“ sagði Óskar Pétur. Hjá Ísfélaginu landaði Þorsteinn ÞH í dag 305 körum eða um 90 tonnum. Var aflinn að mestu ufsi. Suðurey VE landaði á mánudaginn 253 körum sem eru um 75 tonn og var það að mestu þorskur. Er mikil vinna í Ísfélaginu við að verka fiskinn. Vinnslustöðin gerir út fjóra báta á bolfisk, togskipin Jón Vídalín VE og Drangavík VE á troll og Kristbjörg VE og Brynjólfur VE eru á netum. Anna Sigríður Hjaltadóttir, fram- leiðslustjóri í Vinnslustöðinni, hefur haft í mörg horn að líta í bolfisk - vinnslunni síðustu daga og vikur þar sem unnið er tólf tíma á dag. „Það hefur verið mjög góð veiði hjá skipunum okkar eftir að veðrið fór að lagast fyrir tveimur vikum eða svo. Þetta er mest þorskur, stór millifiskur sem er unninn í salt, frost og hnakka - stykkin sendum við út fersk,“ sagði Anna Sigríður. „Við höfum verið að salta á fullu frá því loðnuvertíð lauk og erum búin að framleiða um 500 tonn af flöttum fiski. Okkar helsti markaður fyrir saltfisk er í Portúgal og það eru víðar erfiðleikar en hér á Íslandi. Það á við um Portúgal þar sem lægra verð fæst fyrir dýra vöru eins og saltfiskurinn er. Það er þó viðunandi en ekki eins gott og þegar best lét.“ Mikil vinnsla er einnig í frystingu og ferskum fiski sem er mest ferskir hnakkar á Frakkland. „Það er mest þorskur en smávegis af ufsa sem við flytj um út með skipum, 20 til 25 tonn á viku. Sporðstykkin eru lausfryst en svo erum við líka að vinna í blokk og salta þunnildi. Þá er líka mikil vinna í ufsa og karfa hjá okkur,“ sagði Anna en hvað vinna margir við vinnsluna hjá henni? „Það eru á milli 140-150 manns en hluti þeirra er núna að leika sér úti á Tenerífe og aðrir eru á leið til Berlín - ar. Það er nauðsynlegt að geta litið upp annað slagið og komist í nýtt umhverfi,“ sagði Anna Sigríður en ferðirnar eru á vegum Starfsmanna - félagsins. Við höfum verið að salta á fullu frá því loðnu- vertíð lauk og erum búin að framleiða um 500 tonn af flöttum fiski. Okkar helsti markaður fyrir saltfisk er í Portúgal og það eru víðar erf - iðleikar en hér á Íslandi. Það á við um Portú- gal þar sem lægra verð fæst fyrir dýra vöru eins og saltfiskurinn er. Það er þó viðunandi en ekki eins gott og þegar best lét. ” OMAR GARÐARSSON omar@eyjafrettir. is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.