Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2014, Side 10

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2014, Side 10
° ° 10 Eyjafréttir / Miðvikudagur 4. júní 2014 Stúdentar Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum setja upp hvítu kollana við útskrift á vorönn 2014. Útskrift af vorönn Framhalds- skólans í Vestmannaeyjum fór fram laugardaginn 24. maí síðastliðinn. Alls voru sextán stúdentar útskrifaðir, auk þeirra fjórir sjúkraliðar, tveir úr grunn- deild rafiðnaðar og þrír voru útskrifaðir af starfsbraut. Helga Kristín Kolbeinsdóttir, aðstoðarskólameistari fór yfir önnina í starfsskýrslu skólans en vorönn hófst með skólasetningu mánudaginn 6. janúar og hófst kennsla daginn eftir. Í máli Helgu kom fram að nemendur hafi tekið þátt í ýmsum verkefnum utan við hefðbundið nám. „Sunnudaginn 12. janúar tóku nemendur þátt í Gettu betur spurningakeppninni í útvarpi en töpuðu fyrir liði frá Menntaskól- anum í Kópavogi, niðurstaðan 17:11. Söngkeppni FIV var haldin í skólanum 29. janúar. Dómnefndin átti erfitt val, en niðurstaðan var að Helga Sóley Aradóttir og Una Þorvaldsdóttir unnu og tóku þátt fyrir hönd skólans í söngvakeppni Framhaldsskólanna á Akureyri 5. apríl síðastliðinn. Nemendur tóku þátt í Snilldarlausnum Marels og þrjú lið sendu inn tillögur. Þeir sem tóku þátt í ár sóttu allir tíma í FAB- LAB hjá Frosta Gíslasyni, tekst honum vel að virkja nemendur til að hugsa út fyrir rammann og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Keppnin hófst formlega 7. febrúar og fólst í því að auka virði flösku. Eitt af liðunum þremur, sem var skipað þeim Arnari Sveini Guðmundssyni, Aroni Mána Símonarsyni og Baldvini Búa Wernerssyni fékk verðlaun og ekki bara ein heldur tvenn, sem vinsæl- asta lausnin og sú lausn sem þykir líklegust til framleiðslu. En félagarnir breyttu flösku í hleðslu- tæki sem styrkir vöðva líkamans um leið og hún hleður raftæki í gegnum USB. Breytir hreyfiorku í raforku,“ sagði Helga. Ráðuneytið ánægt Helga kom einnig inn á að hún og Ólafur H. Sigurjónsson, skóla- meistari hafi sótt árlegan fund í Mennta- og menningarmálaráðu- neyti um skólastarfið, skólasamn- inga og sjálfsmat skólans. „Ráðu- neytið lýsti yfir ánægju sinni með það starf sem fram fer í skólanum, markmiðssetningar og mat. Hvet ég þá sem hafa áhuga á að kynna sér það betur með því að fara á heimasíðu skólans en þar má finna samninga og skýrslur um skóla- starfið.“ Vínuefnanotkun lítil Helga sagði jafnframt að eðli málsins samkvæmt hefði kenn- araverkfall sett strik í reikninginn, m.a. varðandi skapandi daga og hafi nemendur og kennarar því sam- mælst um að hafa skapandi daga færri en áður, til að komast lengra í námsefninu. „Eftir hádegi 26. febrúar var hafist handa við skapandi störf og stóð hæst árshátíð nemenda sem var haldin að kvöldi 28. febrúar. Þvílík veisla, svo vel að öllu staðið og nemendur til mikillar fyrirmyndar. Ljóst var að þeir höfðu aldeilis nýtt tímann vel. 3. mars kom Maríta fræðslan og var með forvarnarfræðslu fyrir alla nem- endur skólans. Á önninni fengum við niðurstöður úr rannsóknum meðal framhalds- skólanema á Íslandi 2013, könnunin var lögð fyrir alla nemendur í nóvember í fyrra. Niðurstöðurnar eru tvenns konar, annars vegar um líðan nemenda og hins vegar um vímuefnanotkun. Í stuttu máli þá er vel hægt að gleðjast yfir niður- stöðum þessarar könnunar. Nemendum í Framhaldsskólanum líður vel, vímuefnanotkun er lítil. Hlutfall nema í FÍV, sem hafði verið ölvaður síðastliðna 30 daga áður en könnunin var tekin, var það næst lægsta í öllum framhaldsskólum landsins. Einnig eru marktækt fleiri sem stunda íþróttir með íþrótta- félagi. Forvarnirnar eru að bera árangur og Íþróttaakademían sem við erum með í samstarfi við ÍBV hefur svo sannarlega sannað gildi sitt.“ Kennt á frídögum „Mánudaginn 17. mars hófst verkfall framhaldsskólakennara og stóð í 3 vikur,“ sagði Helga næst. „Meðan á verkfallinu stóð var skólinn opinn og nýttu sumir nemendur sér það, lásu náms-bæk- urnar og gerðu verkefni. En allir voru fegnir að verkfallið var ekki lengra og nú þurfti að taka á því til að ljúka mætti náminu. Bætt var við kennsludögum á hefðbundnum frídögum og kennt lengra fram í maí en upphaflegar áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Dimmisjón var síðan 25. apríl. Þann 9. maí var runninn upp síðasti kennsludagurinn á önninni. Strax daginn eftir hófust próf og voru laugardagarnir einnig nýttir til prófa. Föstudaginn 16. maí færðum við prófin frá hefðbundnum prófatíma sem er klukkan 9:00 til klukkan 13:00 þar sem fjöldi nemenda fór og fylgdi okkar liði á úrslitaleik í Hafnarfirði. Sjúkrapróf voru síðasta fimmtu- dag, en prófsýning verður á mánudaginn kemur. Það breytir samt ekki því að þó að önnin sé ekki alveg búin fyrr en eftir helgi þá slær skólameistari botn í hana hér á eftir. En það verður nóg um að vera hérna í húsinu í sumar. Í júní verður Ráðherrafundur EFTA haldinn hérna í skólanum, yfir 100 manna fundur með ráðherrum ríkjanna. Strax á eftir er Shellmót og nokkur lið fá aðstöðu fyrir sína liðsmenn í skólanum. Langflestir á stúdentsbrautum Helga sagði að í byrjun annar hafi 261 nemandi verið skráður til náms en að 227 hafi tekið próf. „65% nemenda eru á stúdentsprófsbraut- um, rúm 10% á vélstjórnarbraut, sami fjöldi á almennum náms- brautum en auk þess eru nemendur á sjúkraliðabraut, grunndeild rafiðna og starfsbraut fyrir fatlaða. Mætingar nemenda voru undir eftirliti og voru send yfirlit til nemenda og forráðamanna þeirra sem eru undir 18 ára með reglu- bundu millibili. Nemendur fá einingu fyrir mætingu ef þeir eru með yfir 90% raunmætingu (en þá er ekki tekið tillit til neinna forfalla) og voru 62 nemendur sem náðu því á þessari önn og þarf af voru 4 með 100% mætingu, Það voru Ásta Lilja Gunnarsdóttir, Finnbogi Halldórs- son, Gunnar Freyr Hafsteinsson og Matthías Páll Harðarson. Í umbun fyrir þessa frábæru mætingu þurfa þessir nemendur ekki að greiða innritunargjald í skólann fyrir haustönn 2014. Ásta Lilja er að útskrifast og því fær hún endur- greidd innritunargjöld síðustu annar.“ Litlar starfsmannabreytingar á milli anna „Í skólanum eru auk nemenda um 40 starfsmenn, ýmist í fullu starfi eða hlutastarfi. Þar af eru 27 einstaklingar sem koma að kennslunni. Einu breytingarnar sem urðu á kennaraliðinu á vorönninni voru að Ólafur Friðriksson sem var stundakennari á haustönn var ekki að kenna á vorönn enda var ekki verið kenna hönnun skipa á vélstjórnarbraut en hann hefur verið okkur innan handar þegar kenna þarf þann áfanga. Starfsmennirnir tóku þátt í lífshlaupinu og tóku allir þátt, árangur var einnig glæsilegur þar sem við lentum í þriðja sæti af vinnustöðum í okkar stærð og fengum að launum betra form og áritaðan skjöld frá ÍSÍ. Sambærileg keppni er fyrir framhaldsskólanema á haustin og við skorum á nem- endur að taka þátt næsta haust,“ sagði Helga að lokum og óskaði viðstöddum gleðilegs sumars. Helga Kristín Kolbeinsdóttir, aðstoðarskólastjóri FÍV við útskrift af vorönn: Nemendum líður vel í skólanum :: Forvarnir bera árangur og íþróttaakademían hefur sannað gildi sitt :: Lífleg önn að baki

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.