Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2014, Blaðsíða 13
°
°
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 4. júní 2014
Það var vel til fundið að minnast
Ása í Bæ á sjómannadaginn en
100 ár voru frá fæðingu hans 27.
febrúar sl. Var það gert í
Sagnheimum. Þar flutti
Leikhúsbandið nokkur lög og
texta eftir Ása og Sigurgeir
Jónsson sagði af kynnum sínum
af Ása og sögur þar sem hann
kemur við sögu. Leikhúsbandið
skilaði sínu af mikilli prýði og
frásögn Sigurgeirs var bæði
skemmtileg og fræðandi. Gestir
voru á milli 60 og 70.
Sigurgeir byrjaði á að velta því upp
hvernig lífshlaupið hefði orðið hjá
Ása ef hann hefði aldrei stundað
sjó. „Ætli við værum þá á hverri
þjóðhátíð og raunar á mannamótum
almennt að syngja lög og texta eftir
hann? Ætli við værum yfirhöfuð að
minnast þess á þessu ári að hundrað
ár eru frá því hann leit dagsins
ljós?,“ spurði Sigurgeir og svaraði
sjálfur þessum spurningum.
Allt hefði orðið öðru vísi
„Líklega væri það en á annan hátt.
Sennilega væru textarnir eitthvað
öðru vísi, nálægðin við sjóinn og
fiskinn og mannlífið í kringum
fiskinn ekki jafn mikil. Eflaust
hefðu bækurnar hans líka orðið
öðru vísi, efniviðurinn annar. Við
þessu fáum við aldrei svar og
kannski er það bara ágætt. Ég held
nefnilega að við séum öll bærilega
sátt við minninguna um Ása í Bæ
eins og við þekktum hann,“ sagði
Sigurgeir.
Ási byrjaði snemma til sjós með
föður sínum en fékk um fermingu
beinátu í hægri fót og lá vegna þess
í heilt ár milli heims og helju. Hann
var staðráðinn í að verða sjómaður
en þarna leit út fyrir að svo yrði
ekki. „Síðar meir skrifaði hann um
þá lífsreynslu sína, þegar hann
staulaðist niður á bryggju á tveimur
hækjum eftir heilsárs sjúkralegu,“
sagði Sigurgeir og hafði eftir Ása:
„Síðla vertíðar tókst mér að vega
mig niður á bryggju. Það var gott að
finna lyktina af sjónum, fiskinum
og bátunum og gaman að sjá
sjómennina að störfum, en á þeirri
stundu fylltist ég trega af því að
geta aldrei tekið þátt í þessu salta
lífi hafsins eins og maður með
mönnum.“
Á annarri löppinni
„En raunin átti eftir að verða
önnur,“ sagði Sigurgeir. „Með
fádæma hörku tókst honum að gera
sjómennskuna að lífsstarfi sínu eins
og hugurinn hafði alltaf staðið til; á
annarri löppinni“ eins og hann
orðaði það sjálfur. Ég er ekki viss
um að allir geri sér grein fyrir því
þvílíkt afrek það hefur verið. Nógu
erfið getur sjómennskan verið þeim
sem báða fætur hafa heila, að við
bætist að stíga ölduna á öðrum fæti.
En þetta gerði Ási í Bæ og sjósókn
var starfsvettvangur hans megnið af
ævinni, lengst af á eigin farkost-
um.“
Handfærið varð hið eina sanna
veiðarfæri í huga Ása í Bæ og
kunni hann á því tökin. „Árið 1957
var Hersteinn sem Ási átti hluta-
hæsti vertíðarbátur í Vestmanna-
eyjum og líkast til yfir landið en
Hersteinn var á færum alla
vertíðina. Ég veit ekki hvort það var
þá vertíð sem bróðursonur Ása,
Ólafur Sigurjónsson, ævinlega
kenndur við móður sína og kallaður
Óli Tótu, varpaði fram þessari vísu
til Ása og var þá búinn að umreikna
hlutinn í fljótandi form:
Þannig fór í þetta sinn
þorskurinn með okkur,
hluturinn er Ási minn,
áttahundruð bokkur.
Þar var hamingjan mest
Sigurgeir kom víða við en endaði á
að segja frá ferð í Bjarnarey sem
hann fór ásamt Katrínu Magnús-
dóttur, eiginkonu sinni sem þá var
gengin sex mánuði með frumburð-
inn Jarl. Þar dvöldust þau í góðu
yfirlæti og góðri veiði í tvo daga en
gamanið kárnaði þegar kom að því
að halda heim. „Þá hafði nefnilega
kulað af austri og orðið ófært að
austan. Því urðum við að fara niður
á Hvannahillu og þótt sú leið sé
engin sérstök þrekraun fyrir flesta,
þá er niðurgangan ekki beinlínis
hönnuð fyrir konur sem komnar eru
sex mánuði á leið. En hún Katrín lét
sig hafa það að fara á bandi niður á
hilluna. Og þar við steðjann beið
Ási í Bæ á trillunni sinni og tók
okkur traustum handtökum.
Þetta var vissulega minnisstæð
ferð. En minnisstæðast er mér,
einhverjum vikum seinna þegar við
hittumst á góðri stund og hann
sagði:
„Drengur minn. Þú hefur upplifað
mestu sælu sem hægt er að upplifa í
þessu mannlífi. Að eyða heilli helgi
með óléttri konu úti í Bjarnarey.
Meiri hamingju er ekki hægt að
finna.“
Ási í Bæ ljóslifandi í frásögn Sigurgeirs Jónssonar:
Hvað ef Ási hefði aldrei
stundað sjó?
:: Ætli við værum þá á hverri þjóðhátíð og raunar á mannamótum almennt að syngja
lög og texta eftir hann? spurði Sigurgeir
Fjölmennt var á bryggju Sagnheima þar sem sagðar voru sögur af sjómanninum Ása í Bæ og lög hans flutt.
Tyrkja-Gudda í hæstu hæðum í Höllinni á föstudaginn:
Virðulegasta fólk steig villtan
dans á borðum uppi
:: Söng með í miklum jötunmóð :: Hljómsveit og söngvarar létu sitt ekki eftir liggja
:: Úr varð ein allsherjar rokkveisla
Rokkinu má líkja við lest sem
geysist áfram og ekkert fær
stöðvað. Það er bara spurning í
hvaða vagni þú lendir, tónlistin
sem þú elst upp við verður þín
um aldur og ævi. Það sýndi sig á
frábærum tónleikum Tyrkja-
Guddu í Höllinni á föstudags-
kvöldið. Tónlistin keyrð áfram af
miklum krafti af frábæru
tónlistarfólki sem tókst að hrífa
gesti sem fylltu húsið. Flestir í
kringum fertugt, dagfarsprútt
fólk dagsdaglega og virðulegt.
En því var öllu kastað aftur fyrir
bak og fólk gaf sig á vald
tónlistinni, dansaði með og
þegar best lét var rólegasta fólk
komið upp á borð, söng með og
dansaði í miklu jötunmóð.
Hljómsveit og söngvarar létu sitt
ekki eftir liggja og úr varð ein
allsherjar rokkveisla þar sem
það sem innbyrt var rann
jafnóðum út og endaði í
svitakófi sem lá yfir salnum.
Þeir sem lentu inni á rokkvagn-
inum á níunda áratug síðustu aldar
og upplifðu „eighties“ tónlistina,
glysið, sýndu að þeir kunnu að meta
það sem í boði var. Á hlaðborðinu
var líka sótt í perlur sjöunda
áratugarins sem gladdi eldri
rokkhjörtu. En gott rokk er
tímalaust og kannski var hið löngu
sígilda verk Deep Purple, Child in
Time í meðförum Eyþórs Inga
toppurinn á kvöldinu?
Uppáhald, af hverju?
Allir eiga sitt uppáhald í tónlistinni
sem þarf ekki endilega að vera það
besta heldur laglína sem tengist
minningu eða atburði, góðri
stemmningu á þjóðhátíð eða balli
eða bara einhverju sem skiptir engu
máli. Er bara þarna einhvers staðar í
minningunni, neisti sem verður að
báli við réttu aðstæðurnar. Það átti
svo sannarlega við um tónleika
Tyrkja-Guddu.
Hljómsveitina skipa: Birgir
Nielsen á trommur, Einar Þór
Jóhannsson á gítar, Ingimundur
Benjamín Óskarsson á bassa, Stefán
Íkorni Gunnlaugsson á hljómborð,
Sigurgeir Sigurgeirsson á gítar og
Ragnar Már Gunnarsson á gítar.
Söngvararnir eru: Magni, Eyþór
Ingi, Biggi Haralds í Gildrunni,
Pétur Jesú og Alma Rut. Allt
frábærir listamenn, hver með sinn
stíl og hafa hæfileika, vilja og getu
til að ná til fólks. Það sýndu þeir og
sönnuðu og tónleikarnir gengu eins
og smurð vél þar sem einn söngvari
tók við af öðrum. Ekki einu sinni
talið í, allir vissu upp á hár hvað átti
að gera og enginn sló af.
Útkoman varð einhverjir
skemmtilegustu tónleikar sem
undirritaður hefur farið á lengi og
það var ekki annað að sjá en að
aðrir gestir væru á sama máli.
Tónleikar af stærri gerðinni eru
orðnir fastur liður í dagskrá
sjómannadagsins og sýnir góð
aðsókn að sjómenn eins og aðrir
kunna að meta það sem vel er gert.
Eyþór Ingi, einn af okkar bestu söngvurum olli ekki vonbrigðum
frekar en fyrri daginn.
Biggi Haralds hefur verið lengi í
bransanum og kann þetta allt.
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is