Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2014, Page 17
°
°
17Eyjafréttir / Miðvikudagur 4. júní 2014
Lokahóf yngri flokka hjá ÍBV:
Glæsilegir krakkar sem eiga
framtíðina fyrir sér
Það var mikið um dýrðir á
lokahófi yngri flokka ÍBV í
handbolta á föstudaginn þar
sem hetjurnar í Íslandsmeistara-
liði ÍBV, Theódór Sigurbjörnsson
og Agnar Smári Jónsson
afhentu verðlaunin. Veitt voru
verðlaun fyrir framfarir í vetur
bestu ástundunina og ÍBV-arinn
valinn í hverjum flokki.
Sjötti flokkur
Í sjötta flokki drengja yngri þótti
Arnar Gauti Egilsson hafa sýnt
mestar framfarir og hjá stúlkunum
var það Ragna Sara Magnúsdóttir.
ÍBV-arinn hjá strákunum var Ingi
Snær Karlsson og Stefanía
Bjarnadóttir hjá stúlkunum. Hannes
Haraldsson og Tara Sól Úranusdótt-
ir fengu viðurkenningu fyrir góða
ástundun.
Í sjötta flokki drengja eldri sýndu
Tryggvi Geir Ingvarsson og Clara
Sigurðardóttir mestu framfarir. ÍBV-
ararnir voru Sævald Gylfason og
Harpa Valey Gylfadóttir. Viður-
kenning fyrir ástundun kom í hlut
Hafþórs Loga Sigurðssonar og
Telmu Aðalsteinsdóttur.
Fimmti flokkur
Í fimmta flokki drengja sýndi Páll
Eiríksson mestu framfarirnar og
Ívar Logi Styrmisson, ÍBVarinn var
Daníel Már Sigmarsson og Óliver
Magnússon var með besta ástundun.
Í fimmta flokki kvenna í yngra
flokki fékk Arna Dögg Kolbeins-
dóttir viðurkenningu fyrir mestar
framfarir, ÍBV-arinn er Erika Ýr
Ómarsdóttir og best var ástundunin
hjá Elísu Björnsdóttur. Í eldri
hópnum voru mestar framfarir hjá
Hafrúnu Hafþórsdóttur, ÍBV-arinn
var Dagbjört Sigurðardóttir og best
var ástundin hjá Evu Aðalsteins-
dóttur.
Allt eru þetta glæsilegir krakkar
sem eiga framtíðina fyrir sér og
geta náð langt ef þau leggja hart að
sér. Eftir verðlaunaafhendinguna
var svo haldin veisla þar sem allir
tóku vel til matar síns og þar með
lauk flottu lokahófi.
Karlakór Hreppamanna fór
mikinn á tónleikum í Hvíta-
sunnukirkjunni á laugardaginn.
Yfirskrift þeirra var: Nú sigla
svörtu skipin sem þeir segja óð
til íslenskra sjómanna sem hafi í
gegnum aldirnar sýnt ótrúlega
djörfung og dug í því að stunda
þá erfiðisvinnu sem sjómennsk-
an er, oftar en ekki í baráttu við
óblíð náttúruöfl á Íslands-
miðum.
Lagavalið var í samræmi við það,
þekkt sjómannalög, flest íslensk og
þeirra á meðal var Ship-o-hoj eftir
Oddgeir Kristjánsson og Loft
Guðmundsson, Þórður sjóari og
Ísland Hrafnistumenn eftir Inga T.
Lárusson og Örn Arnarson og ekki
dugði minna en tvö lög við kvæði
Ólínu Andrésdóttur, Suðurnesja-
menn, hið hefðbundna eftir
Sigvalda Kaldalóns og við annað
lag eftir Sigurð Ágústsson.
Bændur eiga sér sína sögu í
baráttu við óblíða íslenska náttúru
og eru ekki síður hetjur en íslenskir
sjómenn. Verðugir fulltrúar þeirra
eru Karlakór Hreppamanna, alvöru
karlmenn með hendur sem hafa
kynnst því að stundum er kalt á
Fróni. En alvöru karlmenn eiga sér
líka sínar mjúku hliðar og það
sýndu þeir Hreppamenn í sal
Hvítasunnukirkjunnar sem er einn
besti tónleikasalur landsins. Skilar
öllu eins og góð ljósmynd þar sem
greina má hin smæstu atriði.
Leiddir áfram af frábærum
stjórnanda, Edit Molnár og ekki
síðri undirleikara, Mikós Dalmay
gerðu þeir sjómannalögunum skil af
miklum glæsibrag.
Til að krydda dagskrána sagði
Magnús Guðmundsson, íklæddur
sjóaragalla, sögur af sjónum og
samskiptum sjómanna við hinar
ýmsu furðuskepnur. Allt lagðist
þetta á eitt að skemmta þeim 200
gestum sem mættir voru til að
hlusta á karlmannlegu karlana sem
vita hvenær ber að hlýða röggsöm-
um konum eins og Edit Molnár er.
Karlakór Hreppamanna :: Sungu til heiðurs íslensk-
um sjómönnum:
Alvöru karlmenn eiga sér
líka sínar mjúku hliðar
Arngrímur, ásamt Árna Johnsen sem fékk far ofan af flugvelli
og niður á höfn.
Náði ekki að
lenda í höfninni
Arngrímur Jóhannsson, flug-
maður og stofnandi Atlanta
flugfélagsins á sjóflugvél sem
hann flýgur reglulega á hina og
þessa staði á landinu. Nú var
komið að Vestmannaeyjum
en hann ætlaði að lenda inni
í Vestmannaeyjahöfn á
þriðjudaginn.
Ekki tókst honum að lenda inni í
höfninni að þessu sinni en hann
lenti vélinni tvisvar, fyrst við
Klettsvík og svo utan við hafnar-
mynnið. Arngrímur sagði í stuttu
spjalli við blaðamann að hann hefði
ekki verið nógu staðkunnugur til að
lenda inn í höfninni en taldi ekkert
því til fyrirstöðu að gera það næst
þegar hann kæmi til Vestmannaeyja.
Arngrímur tók á loft úr höfninni og gekk flugtakið eins og í sögu.
Allir verðlaunahafarnir á lokahófi yngri flokka samankomnir í Íþróttamiðstöðinni.
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is