Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2014, Síða 18
°
°
18 Eyjafréttir / Miðvikudagur 4. júní 2014
Vetrarlokahóf ÍBV: Frábærum árangri vetrarins fagnað með stæl
Róbert Aron og Ester best
- Hallgrímur og Díana Dögg fengu Fréttabikarana
Þjálfarar, leikmenn, handknatt-
leiksráðsmenn og hópurinn sem
starfaði með handbolta karla í
vetur hafa lagt áherslu á að
Íslandsmeistaratitlinum sé ekki
bara þeirra verk. Stór hluti
Vestmannaeyinga hafi staðið að
baki liðinu og það hafi skilað
þessum glæsilega árangri. Það
var andinn sem sveif yfir
vötnunum á lokahófi hand-
boltans í síðustu viku. Hátt í 300
manns mættu í Höllina til að
fagna með strákunum og
stelpunum líka og úr varð
skemmtilegt kvöld þar sem
hápunkturinn var verðlauna-
afhendingin. Kom fáum á óvart
að Róbert Aron Hostert og Ester
Óskarsdóttir voru valin bestu
leikmenn meistaraflokka ÍBV
árið 2014. Frábært handbolta-
fólk sem er vel að verðlaunum
komin.
Það gaf tóninn að skemmtilegu
kvöldi þegar Íslandsmeistarar
ÍBV gengu í salinn, strákarnir
voru hetjurnar, þeir vissu það og
það gerði salurinn líka enda
fögnuðurinn mikill.
Sighvati Jónssyni, sjónvarpsmanni,
hefur í mynd sem hann gerði um
úrslitaleikinn við Hauka tekist að
fanga stemmninguna sem var til
staðar strax á Herjólfsbryggjunni
um morguninn. Hann fylgdi
hópnum fram og til baka og
móttökurnar þegar heim var komið
munu seint gleymast þeim sem þar
voru. Myndin vakti mikla athygli
og hefur farið eins og eldur í sinu
um netheima. Var hún sýnd í styttri
útgáfu á lokahófinu og hefur trúlega
verið stutt í tár á hvarmi hjá
viðstöddum að fá þetta tækifæri til
að endurlifa fimmtudaginn 15. maí
2014. Daginn sem karlalið ÍBV
kom heim með Íslandsmeistaratitil-
inn í fyrsta skipti.
Sindri Ólafsson, formaður
handknattleiksráðs, gerði upp
veturinn sem er sá glæsilegasti í
sögu handboltans í Vestmanna-
eyjum, Íslands- og bikarmeistara-
titlar í yngri flokkunum og konurnar
urðu í þriðja sæti í deildinni og
komust í undanúrslit.
Ein stór veisla
Þór Í. Vilhjálmsson, formaður
ÍBV-héraðssambands, sagði að
veturinn hefði verið ein stór veisla í
handboltanum sem hefði náð
hámarki með Íslandsmeistara-
titlinum. Veitti hann sex, Daða
Pálssyni fyrrum ráðsmanni, Svavari
Vignissyni, þjálfara meistaraflokks
kvenna, Sigurði Bragasyni
leikmanni og ráðsmanni, Hugrúnu
Magnúsdóttur ráðsmanni og
handboltamömmu, Arnari Richards-
syni ráðsmanni og Sindra Ólafssyni
formanni ráðsins silfurmerki ÍBV.
„Þetta verður okkur öllum ógleym-
anlegt tímabil,“ sagði Þór þegar
hann þakkaði sexmenningunum
frábært starf í þágu íþrótta í
Vestmannaeyjum.
Daði Pálsson steig á svið og
kallaði upp Sindra formann og
Gísla Sveinsson, framkvæmdastjóra
Samhenta Kassagerð sem afhenti
ráðinu 700 þúsund króna ávísun frá
Samhentum kassagerð sem stutt
hafa handboltann í vetur og
undanfarin ár. „Svo fékk ég
fyrirtækin Leó freshfish, Iceland
Cargo, Heildverslun Karls Krist-
manns, Berg-Huginn, Þórunni
Sveinsdóttur VE, Eyjablikk,
Godthaab, Löngu, Vélaverkstæðið
Þór og útgerðir Frás og Hugins og
nokkra sem ekki vildu láta nafns
síns getið til að slá í púkk og
samtals voru þetta 2 milljónir sem
fara til ráðsins,“ sagði Daði.
Vey-arnir sem eru gamlir leik-
menn, flestir komnir í yfirvigt, hafa
stutt dyggilega við bakið á
handboltanum í gegnum tíðina.
Kallaði talsmaður þeirra, Helgi
Bragason þá á svið og var þeim vel
fagnað.
Þá var komið að verðlaunaafhend-
ingu og voru systkinin Sindri og
Dröfn Haraldsbörn valin ÍBV-arar
meistaraflokkanna en efnilegust
voru þau Arna Þyrí Ólafsdóttir og
Theodór Sigurbjörnsson. Róbert
Aron Hostert og Ester Óskarsdóttir
voru valin bestu leikmenn meistara-
flokkanna tveggja og eru bæði vel
að því komin.
Bestu leikmenn í elstu flokkum
fengu svo Fréttabikarana en það
voru þau Hallgrímur Júlíusson og
Díana Dögg Magnúsdóttir.
Þeim ber að þakka
Íþróttaáhugamenn og íþróttahreyf-
ingin í Vestmannaeyjum standa í
mikilli þakkarskuld við þjálfarana
Arnar Pétursson, sem því miður er
að hætta og Gunnar Magnússon. Í
viðtali í síðustu Eyjafréttum sögðu
Sigurður Bragason og Arnar
Richardsson, sem hafa verið
handboltanum drjúgir að Arnar hafi
komið inn með nýja hugsun í
handboltann í Eyjum. Erlingur
Richardsson kom inn á réttum tíma
og þegar hann ákvað að þjálfa í
Austurríki síðasta haust kom
Gunnar inn sem réttur maður á
réttum tímann fyrir handboltann í
Vestmannaeyjum.
Frá vinstri: Theodór Sigurbjörnsson, efnilegastur, Gummi stuðnings-
maður, Agnar Smári Jónsson, mestu framfarir, Arna Þyrí Ólafsdóttir,
efnilegust og Selma Sigurbjörnsdóttir, mestu framfarir.
Þessi hlutu silfurmerki ÍBV. Frá vinstri: Þór Ísfeld Vilhjálmsson, formaður ÍBV, Daði Pálsson, Svavar
Vignisson, Sigurður Bragason, Hugrún Magnúsdóttir, Arnar Richardsson, Sindri Ólafsson og Hjördís
Kristinsdóttir.
Systkynin Sindri og Dröfn Haraldsbörn voru valin ÍBV-arar meistara-
flokkanna tveggja. Hér eru þau með foreldrum sínum, Hugrúnu og
Haraldi, og systur, Bylgju.
Jósúa Steinar Óskarsson var
valinn besti stuðningsmaður ÍBV
og fékk að launum ársmiða sem
gildir til 2040.Salurinn í Höllinni var þétt setinn og glæsilega skreyttur.
Frá vinstri: Erla Rós Sigmarsdóttir, efnilegust í 3. flokki, Bryndís
Jónsdóttir, mestu framfarir í 3. flokki, Bergvin Haraldsson, mestu
framfarir í 2. flokki og Bjartey Helgadóttir, sem tók við verðlaunum
fyrir hönd Svavars Kára Grétarssonar sem var efnilegastur í 2. flokki. Stjórn og starfsmenn ÍBV sem unnu svo gott starf í vetur, eins og undanfarin ár.
Ómar GarðarSSon
omar@eyjafrettir.is