Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2014, Qupperneq 19

Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2014, Qupperneq 19
° ° 19Eyjafréttir / Miðvikudagur 4. júní 2014 Pepsídeild karla: Tvö stig í sex leikjum ÍBV tvöfaldaði stigafjölda sinn á sunnudaginn með því að gera jafnt- efli gegn Þór á Akureyri. Lokatölur urðu 1:1 en Brynjar Gauti Guðjóns- son kom ÍBV yfir á 38. mínútu. Stuttu síðar fékk Dean Martin að líta rauða spjaldið fyrir frekar litlar sakir og léku Eyjamenn því einum færri í síðari hálfleik. Allt stefndi í að ÍBV myndi standa af sér sóknartilburði Þórsara, allt þar til á þriðju mínútu í uppbótartíma að heimamönnum tókst að koma boltanum í netið og jafna þar með metin. Svekkjandi fyrir Eyjamenn sem fyrir leikinn hefðu eflaust sætt sig við að taka stig frá Akureyri, svona í ljósi gengi liðs- ins það sem af er sumars. Eins og sjá má á töflunni hér að neðan er ÍBV í neðsta sæti með tvö stig eftir sex leiki. Næsti leikur er heimaleikur gegn Val á mánudaginn og krafan er einföld, sigur og þrjú stig. Staðan er einfaldlega þannig að ÍBV má ekki við því að tapa fleiri heimaleikjum í sumar enda eru þeir orðnir þrír talsins. Íþróttir Framundan Miðvikudagur 4. júní Kl. 16:00 FH-ÍBV 5. flokkur kvenna, ABCD. Kl. 17:30 Grótta/KR-ÍBV 2. flokkur kvenna. Fimmtudagur 5. júní Kl. 14:30 ÍBV2-ÍA2 5. flokkur karla, D-lið. Kl. 15:30 Grótta-ÍBV 3. flokkur karla, AB. Kl. 17:00 FH2-ÍBV 3. flokkur karla, C-lið. Föstudagur 6. júní Kl. 18:00 Álftanes-ÍBV Borgunarbikar kvenna. Laugardagur 7. júní Kl. 14:00 KB-KFS 4. deild karla, B-riðill. Kl. 13:30 ÍA-ÍBV 3. flokkur kvenna. Mánudagur 9. júní Kl. 17:00 ÍBV-Valur Pepsídeild karla. Kl. 14:00 Selfoss-ÍBV 3. flokkur kvenna. Þriðjudagur 10. júní Kl. 18:00 Afturelding-ÍBV Pepsídeild kvenna. Kl. 17:30 ÍBV-Grótta 2. flokkur karla, bikar. Olísdeild karla FH 6 4 2 0 8:2 14 Stjarnan 6 3 3 0 9:6 12 Keflavík 6 3 2 1 8:4 11 Valur 6 3 2 1 10:7 11 Fjölnir 6 2 4 0 10:6 10 KR 6 3 1 2 8:7 10 Víkingur 6 2 1 3 5:8 7 Fylkir 6 2 0 4 7:12 6 Fram 6 1 2 3 9:12 5 Þór 6 1 1 4 11:13 4 Breiðablik 6 0 4 2 6:9 4 ÍBV 6 0 2 4 5:10 2 Sterkasti maðurinn á Íslandi: Pepsídeild kvenna: ÍBV - Fylkir 0:1 Georg kom sá og sigraði - Er alltaf á leiðinni að hætta en getur það ekki þegar hann vinnur mót - Tekur þátt í Vestfjarðarvíkingnum í sumar - Handboltaveturinn eftirminnilegur Georg Rúnar Ögmundsson, starfsendurhæfingarráðgjafi hjá VIRK í Vestmannaeyjum gerði sér lítið fyrir og vann aflrauna- keppnina Sterkasti maðurinn á Ís- landi, sem fram fór í Grindavík um síðustu helgi. Georg hefur búið í Eyjum síðan í febrúar á síðasta ári og hefur m.a. komið að lyftingum handboltaliðanna í vet- ur með góðum árangri. Hann segist stoltur yfir því að hafa hjálpað strákunum að vinna Íslandsmeistaratitilinn í hand- bolta og fylgja því svo eftir með sigrinum um helgina. „Eina sem ég saknaði var að það voru engir flugeldar eða blys þegar ég kom heim á sunnudaginn,“ sagði Georg og hló dátt en eins og allir vita var tekið á móti Íslandsmeistur- um ÍBV í handbolta með pompi og prakt þegar þeir komu með bikarinn til Eyja. „Ég er búinn að vera í aflraunum frá því að ég man eftir mér. Þetta er nánast orðinn vani en ég hef líka stundað lyftingar samhliða því og hef verið með þeim í handboltanum í vetur. Ég hef sótt orku í þá og gefið orku á móti. Titillinn hjá þeim hjálpaði mér auðvitað í þessu móti því þetta vinnur allt saman. Núna er ég með hlið við hlið upp á hillu við- urkenningu fyrir Íslandsmeistaratit- ilinn í handbolta og svo bikarinn fyrir að vera sterkasti maðurinn á Íslandi. Ég er með montréttinn í sumar,“ sagði Georg og hló enn meira. Erfiðara að gera sig geðveikan Eðli málsins samkvæmt er ekki auð- velt að æfa aflraunir í Vestmanna- eyjum en hann segist nota ferðir til Reykjavíkur til að rifja upp aflraun- irnar. „Þegar ég fer í bæinn, þá reyni ég að koma mér í Jakaból, hitti þessa stráka þar og fer í gegnum æfingarnar með þeim. Í gamla daga fóru nánast helgarnar bara í að æfa aflraunir, lyfta steinum, bera hluti og kasta einhverju upp í loftið. Þannig að ég er með góðan grunn og þarf bara að rifja tæknina upp. En ég viðurkenni alveg að það er orðið erfiðara að finna hungrið til að gera sig geðveikan. Maður þarf að vera geðveikur í að pína sig upp að rauða strikinu og halda svo áfram þrjá metra í viðbót. Svo er ég líka lengur að ná mér eftir svona keppni. Núna er miðvikudagur og ég varla get lyft augnlokunum eftir helgina. En ég hef mjög gaman að því að vera í kringum þessi mót, t.d. dæma og þess háttar. Ég fæ alveg jafn mikið út úr því,“ sagði Georg. Ætlarðu að hætta eftir sumarið? „Ég segi það kannski núna en hver veit? Þetta er fjórða sumarið sem ég segi þetta og var ákveðinn í fyrra. En þá tók ég þátt í síðasta aflrauna- móti ársins, Austfjarðatröllinu. Þar voru tveir Svíar, alvöru keppendur en ég vann þá og þá gat ég ekki hætt. Ég ætlaði nú bara að nota mótið um helgina til að rifja upp og æfa mig en svo þegar maður er kominn af stað, þá kemur upp gamla keppnisskapið og það er allt látið flakka. Maður fer aðeins lengra en maður ætlaði og svo tekur við tveggja til þriggja vikna þynnka á meðan líkaminn er að jafna sig. Ég ætla að keppa á Vestfjarðarvíkingnum í sumar en ætla að láta þessi tvö mót duga. Hefur metnað í handboltanum Hvernig líkaði þér að vinna með handboltafólkið okkar? „Ég hafði mjög gaman af því og mikinn metnað í því starfi. Ég er búinn að vera lengi í lyftingunum og er auk þess sjúkraþjálfari og langar að sjá hvort ég geti gert alvöru handboltavíkinga og -valkyrjur úr þessum krökkum. Fá þau til að lyfta og styrkja sig þannig að þau hafi réttan styrk í handboltann. Ég hef metnað í því að berja þessa stráka og stelpur til manndóms,“ sagði Georg brosandi. „Þetta Vestmannaeyja- ævintýri hefur verið ótrúlegt. Það sem ég hef gengið í gegnum síðasta mánuðinn hefur verið ótrúleg lífsreynsla. Ég upplifði mig sem innmúraðan Eyjamann í gegnum handboltann og mun lifa á þessum minningum lengi,“ sagði þessi geðþekki aflraunamaður að lokum. Georg í bændagöngunni sem er verulega erfið, eins og allar greinarnar. Keppendur í mótinu um helgina ásamt aðstoðarmönnum. Skortir alla baráttu í liðið - segir Jón Ólafur Daníelsson sem var óhress eftir tapið gegn Fylki í gær Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari kvennaliðs ÍBV í knattspyrnu var heldur óhress eftir tapleik gegn Fylki á Hásteinsvelli í gær, þriðjudag en lokatölur urðu 0:1 fyrir Fylki. Þetta var jafnframt þriðja tap ÍBV í röð en liðið tapaði fyrir Stjörnunni á Hásteinsvelli og gegn Þór/KA fyrir norðan eftir laglegan sigur á Selfossi í fyrstu umferð Íslands- mótsins. Úrslit leiksins voru í raun ekki sanngjörn því jafntefli hefði gefið rétta mynd af leiknum þar sem bæði lið fengu sín færi en Fylkir nýtti eitt þeirra á meðan ÍBV gerði það ekki. „Menn verða að vilja skora. Það er ekki nóg að hlaupa fram, þú verður að vilja koma boltanum í netið og sýna það. Það vantar miklu meiri kraft, ákefð og baráttu í þetta. Það þýðir ekkert bara að hlaupa þangað sem þjálfarinn segir þér að hlaupa ef þú hefur ekki viljann til að skora. Það er bara enginn Vestmanna- eyingur í þessu hjá okkur, engin barátta,“ sagði Jón Ólafur í samtali við blaðamann Eyjafrétta. Hann sagðist hins vegar hafa átt von á erfiðri byrjun í Íslandsmótinu. „Þetta er eitthvað sem ég vissi að yrði. Ég þekki veikleikana í mínu liði og persónuleika leikmanna og ég vissi hvernig þetta gæti farið.“ Nú er næsti leikur gegn Aftur- eldingu, sem er án stiga í neðsta sæti. Þið hljótið að eiga möguleika gegn þeim? „Það held ég ekki. Afturelding spilaði mjög vel gegn Þór/KA í síðasta leik þannig að Akureyringar skoruðu bara tvö mörk hjá þeim. Ég er ekki að sjá að við eigum eftir að brjóta niður þann varnarmúr ef við spilum sama sóknarleik og í dag. Það er ekki nóg að reyna, þú verður að sýna að þú viljir skora.“ Shaneka Gordon fékk sín færi gegn Fylki en náði ekki, frekar en aðrir leikmenn ÍBV, að koma boltanum í netið. Pepsídeild kvenna Valur 4 3 1 0 14:2 10 Þór/KA 4 3 1 0 8:4 10 Stjarnan 4 3 0 1 11:1 9 Breiðablik 4 2 1 1 15:3 7 Fylkir 4 2 1 1 2:3 7 Selfoss 4 2 0 2 9:6 6 FH 4 2 0 2 5:18 6 ÍBV 4 1 0 3 2:8 3 ÍA 4 0 0 4 1:9 0 Afturelding 4 0 0 4 2:15 0 4. deild karla: TG9 í 200 Tryggvi Guðmundsson skoraði 200. deildarmarkið sitt á ferlinum þegar KFS valtaði yfir Stokkseyri á Helga- fellsvellinum en lokatölur urðu 9:0. Tryggvi skoraði þrennu í leiknum og það gerði Gauti Þorvarðarson einnig en hin mörkin gerðu þeir Ingólfur Einisson (2) og Hilmar Ágúst Björnsson. KFS er í efsta sæti B- riðils 4. deildar með fullt hús stiga og markatöluna 13:1 eftir tvo leiki.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.