Fréttir - Eyjafréttir - 04.06.2014, Qupperneq 20
°
°
S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s
Eyjafréttir
B
ir
ti
st
m
eð
fy
ri
rv
ar
a
um
in
ns
lá
tt
ar
vi
ll
ur
o
g
m
yn
da
br
en
gl
Opið Mán-fös kl. 7.30-19.00 / Lau. kl. 10-19 / Sun kl. 11-19
VikutiLBoð
susHi frá osushi
Kemur til okkar föstudaga kl. 17.30
Tökum niður pantanir !
4.-10. júní 2014
Homeblest kex
verð nú kr 268,-
verð áður kr 338,-
Maryland kex
verð nú kr 158,-
verð áður kr 198,-
kjarnafæði reykt folaldakjöt
verð nú kr 1098,-
verð áður kr 1588,-
Toffy Pops kex
verð nú kr 158,-
verð áður kr 198,-
SS Lambalæri frosið
verð nú kr/kg 1198,-
verð áður kr/kg 1898,-
SS Ítalskt lambalæri
verð nú kr 1698,-
verð áður kr 2298,-
Milt fyrir Barnið 2 kg
verð nú kr 1998,-
verð áður kr 2678,-
Glitra uppþvottavélapillur
verð nú kr 798,-
verð áður kr 1098,-
Grillmatur í úrvali !!
Hallgrímur og Díana Dögg með Fréttabikarana.
Lokahóf ÍBV-íþróttafélags:
Hallgrímur og
Díana Dögg
fengu Frétta-
bikarana
Lokahóf ÍBV-íþróttafélags fór
fram í Höllinni í síðustu viku og
eins og venjulega var mikið um
dýrðir. Nánar er sagt frá lokahóf-
inu á blaðsíðu 18 í blaðinu í dag
þar sem sagt er frá öllum
verðlaunahöfum lokahófsins.
Eyjafréttir, og áður Fréttir hafa
ávallt tekið þátt í að verðlauna
íþróttafólk ÍBV með því að veita
efnilegasta fólkinu svokallaða
Fréttabikara. Í ár fengu þau
Hallgrímur Júlíusson og Díana
Dögg Magnúsdóttir Fréttabikar-
ana.
Þau Hallgrímur og Díana Dögg voru
valin best í 2. flokki karla og 3. flokki
kvenna en Díana Dögg er gríðarlega
efnilegur leikmaður sem nýlega var
valin í lokahóp U-18 ára landsliðs
kvenna sem tekur þátt í Opna
Evrópumótinu í Svíþjóð í sumar.
Díana er fjölhæfur leikmaður sem
lék lykilhlutverk í unglingaflokki en
hún getur spilað á miðjunni, skyttu
og í horni. Hún er einnig byrjunar-
liðsleikmaður í meistaraflokki
kvenna þar sem hún skilaði sínu
hlutverki afar vel. Styrkleiki Díönu
er óbilandi dugnaður og kraftur, hún
er yfirleitt fyrst fram í hraðaupphlaup
og nýtir færin, sem hún skapar
iðulega sjálf, afar vel.
Hún er leikmaður sem mun ná langt
í handbolta og mun innan fárra ára
veita leikmönnum A-landsliðs
kvenna harða keppni.
Hallgrímur hefur spilað mjög vel
fyrir 2. flokk í vetur. Hallgrímur er
mjög efnilega skytta og hefur hann
mikla hæfileika sem handboltamaður.
Hann er líkamlega sterkur og með
góð skot. Hans líkamlegi styrkur
nýtist líka vel í vörninni. Ef hann er
tilbúinn að leggja mikið á sig er klárt
mál að hann getur spilað stórt
hlutverk í m.fl. í framtíðinni. Hann
veit það best sjálfur að hann þarf að
leggja hart að sér til að taka skrefið
úr því að vera efnilegur í það að
verða góður leikmaður.
Seljaprestakall:
Sóknar-
börn vilja
Eyjamann-
inn Ólaf
Jóhann en
biskup ekki
Sérstök staða er komin upp í
Seljaprestakalli í Reykjavík þar
sem Eyjamaðurinn séra Ólafur
Jóhann Borgþórsson hefur
starfað sem prestur. Sóknar-
prestur safnaðarins, séra Valgeir
Ástráðsson er að láta að störfum
og sóttu sjö um embættið, þar á
meðal tvær konur. Valnefnd,
skipuð fulltrúum sóknarbarna
auk prófasts, mælti með því að
Ólafur fengi starfið en þar hefur
hann starfað síðan 2007. Tíu
voru í valnefndinni og greiddu
níu með því að Ólafur yrði
ráðinn en einn sat hjá. Agnes
Sigurðardóttir, biskup Íslands
tók hins vegar fram fyrir hendur
valnefndar og eftir því sem fram
kom í Morgunblaðinu, telur hún
sig brjóta jafnréttislög ef Ólafur
yrði ráðinn.
Forsenda fyrir þessari
niðurstöðu biskups er m.a. sú
staðreynd að mun fleiri karlar
eru í prestastétt en konur.
Biskup ákvað því að auglýsa
starfið að nýju en með skapast
möguleikar fyrir sóknarbörnin
að efna til almennra prestkosn-
inga á milli þeirra sem þá sækja
um. Niðurstaða kosninganna
yrði svo bindandi.
Undirskriftasöfnun er hafin til
stuðnings Ólafi og miklar
umræður hafa verið á facebook
um málið og eru sóknarbörn
Seljaprestakalls almenn ósátt
við þetta útspil biskups.
Styrkleiki Díönu er
óbilandi dugnaður
og kraftur, hún er
yfirleitt fyrst fram í
hraðaupphlaup og
nýtir færin, sem
hún skapar iðulega
sjálf, afar vel.
”