Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2014, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2014, Page 2
° ° 2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. júlí 2014 útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Gísli Valtýsson - gisli@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Ómar Garðarsson - omar@eyjafrettir.is, Sæþór Þorbjarnarson. - sathor@eyjafrettir.is og Júlíus G. Ingason, - julius@eyjafrettir.is. ábyrgðarmaður: Gísli Valtýsson. prentvinna: Eyjasýn/ Eyjaprent. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. veffang: www.eyjafrettir.is eyjaFrÉttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, Tvistinum, Toppn­um,­Vöruval,­Herjólfi,­Flughafnar­versluninni,­ Krónunni, Kjarval og Skýlinu. eyjaFrÉttir eru prentaðar í 2000 eintökum. eyjaFrÉttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Vikan var með rólegra móti hjá lögreglu og engin alvarleg mál sem upp komu. Rólegt var í kringum skemmtistaði bæjarins um liðna helgi. Eitthvað var um kvartanir vegna hávaða frá heimahúsum án þess þó að teljandi vandræði hafi hlotist af því. Í vikunni var lögð fram kæra vegna lausagöngu graðfola suður á eyju en folinn mun iðulega vera utan girðingar. Þrjú umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu í liðinni viku og var í öllum tilvikum um minniháttar óhöpp að ræða og engin slys á fólki. Einungis ein kæra liggur fyrir vegna brota á umferðarlögum en um var að ræða lélegan frágang á farmi á vörubifreið með þeim afleiðingum að hluti af farminum féll af palli bifreiðarinnar og á aðrar bifreiðar og olli skemmdum á þeim. Um var að ræða fiskiker. Þvert ofan í tillögur vísindamanna ákvað umhverfis‑ og skipulagsráð Vestmannaeyja að heimila lunda‑ veiði í Vestmannaeyjum í fimm daga í sumar, sjöunda til tólfta ágúst og eru báðir dagar meðtaldir. „Árin 2011 og 2012 var engin lundaveiði heimiluð í Vestmanna‑ eyjum að frumkvæði bæjaryfirvalda en árin þar á undan voru verulegar hömlur settar á veiði eins og gert var síðasta ár þegar fimm dagar voru leyfðir til veiða í júlí. Ákvörð‑ unin er tekin með hliðsjón af ástandi stofnsins sl. ár og þeim mikilvæga menningarlega þætti sem lundaveiði er í sögu Vestmanna‑ eyja,“ segir í fundargerð. Ráðið hvetur bjargveiðimenn til þess að haga veiðum þannig að lundinn njóti ætíð vafans. Ráðið leggur einnig þær skyldur á bjargveiðimenn að ef aðstæður leyfa og þeir fara á annað borð til veiða skulu þeir skila öllum hausum af veiddum fugli til Náttúrustofu Suðurlands til rannsókna. Lögregla :: Vikan með rólegra móti: Grað- foli á sprangi :: Þrjú umferðar - óhöpp :: Fiskiker skemmdu bíla Umhverfis- og skipulagsráð Vest- mannaeyjabæjar: Leyfir lunda- veiði í fimm daga „Afstaða Vestmannaeyjabæjar er óbreytt. Við leggjumst gegn sameiningu yfirstjórnar heil- brigðisstofnana. Vissulega er yfirtaka á verkefnum ríkisins, þar með talin heilbrigðisþjón- usta, ætíð til skoðunar. Það er þó háð því að ríkið leggi til lágmarksfé til að hægt sé að veita þjónustuna. Þar hefur hnífurinn staðið í kúnni,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri um þá ákvörðun heilbrigðisráðherra að sameina heilbrigðisstofnanir á Suðurlandi. Er Heilbrigðis- stofnun Vestmannaeyja inni í þeim pakka. „Ég get engu svarað um framhaldið enda ekki fengið neinar upplýsingar sem gætu varpað einhverju ljósi á það hvort bærinn sé í viðræðum um aðkomu að rekstrinum,“ segir Jórunn Einarsdóttir, oddviti Eyjalistans. Í síðustu viku gaf heilbrigðis‑ ráðherra út reglugerð um sam‑ einingu heilbrigðisstofnana og samkvæmt henni verða Heilbrigðis‑ stofnanir Suðausturlands, Suður‑ lands og Vestmannaeyja samein‑ aðar í Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Sameiningin tekur gildi 1. október nk. og tekur nýr forstjóri við um leið. Auglýst verður eftir umsóknum í stöðu forstjóra og er umsóknarfrestur til 1. ágúst. „Markmiðið með sameiningu heilbrigðisstofnana er að styrkja rekstrar‑ og stjórnunareiningar, auka öryggi íbúa með góðri heilbrigðisþjónustu og nýta fjármuni betur. Með sameiningu færist ákvarðanataka í auknum mæli frá ráðuneyti til heimamanna“, segir á vef Velferðarráðuneytisins. „Í aðdraganda sameininganna munu verðandi forstjóri ásamt starfsmönnum ráðuneytisins hafa samráð við sveitarstjórnarmenn á viðkomandi svæðum.“ Með þessu telst lokið sameiningu heilbrigðisstofnana í öllum heilbrigðisumdæmum landsins, eins og lög um heilbrigðisþjónustu gera ráð fyrir, segir einnig í frétt ráðuneytisins. Heilbrigðisstofnanir Suðausturlands, Suðurlands og í Vestmannaeyjum sameinaðar: Á móti sameiningu yfir- stjórnar heilbrigðisstofnana :: Yfirtaka á heilbrigðisþjónustu ætíð til skoðunar :: Háð því að ríkið leggi til lágmarksfé, segir bæjarstjóri :: Hef engar upplýsingar um það hvort bærinn sé í viðræðum um aðkomu að rekstrinum, segir oddviti Eyjalistans Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Bæjarráð hélt sinn fyrsta fund í síðustu viku og hann sátu Páley Borgþórsdóttir formaður, Elliði Vignisson bæjarstjóri, Trausti Hjaltason og Stefán Óskar Jónasson. Fyrsta mál fjallaði um þá stöðu sem komin er upp eftir að fyrir liggur álit umboðsmanns Alþingis um að reglugerð um stjórn makrílveiða og úthlutun aflaheimilda á grundvelli þeirra standist ekki lög. Ísfélagið og Vinnslustöðin kærðu úthlutun sjávarútvegsráðherra á makrílkvóta 2010 en þá var makríl úthlutað til skipa sem ekki höfðu veiðireynslu. Telur Vinnslustöðin sig hafa tapað tveimur milljörðum á þessari ákvörðun ráðherra og hyggst sækja rétt sinn. Ekki er tapið minna hjá Ísfélaginu sem er með meiri kvóta. Á fundinum var bent á að bæjar‑ yfirvöld í Vestmannaeyjum hafi varað við því að þetta yrði staðan. Sérstaklega er í því samhengi bent á ályktun bæjarstjórnar Vestmanna‑ eyja 31.3. 2011 þar sem m.a. annars sagði: „Það vekur sérstakan ugg að með þessum vinnubrögðum er gefinn forsmekkur að því sem koma skal. Með handaflsaðgerðum og án samráðs við alþingi eða þingnefndir geta stjórnmálamenn nú sveiflað til milljörðum. Slíkt er ávísun á spillingu og pólitíska greiða. Nái núverandi stefna stjórnvalda fram að ganga mun það valda enn meiri óróa í því viðskiptaumhverfi sem sjávarútvegurinn býr við í dag.“ Mikið í húfi Ljóst er að mikið er í húfi því í útreikningum sem lagðir voru fram af bæjarstjórn árið 2011 var skaðinn fyrir Vestmannaeyjar af þessum ólögmætu aðgerðum áætlaður 1250 milljónir. Tapaðar launatekjur sjómanna voru áætlaðar um 133 milljónir og landverkafólks um 71 milljón. „Tapaðar tekjur Vestmannaeyja‑ bæjar vegna aflagjalda og útsvars er verulegt. Sennilegt er að heildar‑ tjónið fyrir Vestmannaeyjar síðan 2011, bara vegna þessarar ólög‑ mætu reglugerðar, sé milli 5 og 6 milljarðar. Til samanburðar má nefna að slík fjárhæð myndi duga til að veita fæðingarþjónustu í Vestmannaeyjum í 120 ár,“ segir í fundargerð og telur bæjarráð afar mikilvægt að íhugað verði vandlega hver lagaleg staða Vestmannaeyja‑ bæjar sé og mun eftir atvikum krefjast leiðréttingar fyrir dóm‑ stólum ef þurfa þykir. Þá telur bæjarráð einboðið að ríkisstjórn geri sjávarútvegsráðherra að byrja strax að vinda ofan af þeim ólögmætu vinnubrögðum sem hafa verið viðhöfð við úthlutun á makríl síðan 2011. Bæjarráð fól bæjarstjóra að gæta áfram hagsmuna Vestmannaeyja‑ bæjar í málinu. Ákvörðun ráðherra um úthlutun makríls 2010 Eyjamönnum dýr: Heildartjón Vestmannaeyja á milli 5 og 6 milljarðar :: Tapaðar launatekjur sjómanna voru áætlaðar um 133 milljónir :: Landverkafólks um 71 milljón Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.