Fréttir - Eyjafréttir - 16.07.2014, Síða 8
°
°
8 Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. júlí 2014
Eyjakonan Anna Kristín Magnús-
dóttir, dóttir Magnúsar Birgis
Guðjónssonar og Jónu K.
Ágústsdóttur, útskrifaðist á
dögunum sem arkitekt frá
Álaborgarháskólanum með
hæstu einkunn, 12 af 12
mögulegum. Hún vinnur nú í
Kaupmannahöfn, hjá Danielsen
Architecture and Space Plann-
ing og sat úti í sólbaði þegar
blaðamaður Eyjafrétta setti sig í
samband við hana, á meðan
rigningin buldi á glugganum á
ritstjórnarskrifstofunni.
Anna Kristín er 27 ára gömul en
hún lauk námi í Framhaldsskól‑
anum og lærði tækniteiknun í
Tækniskólanum í Reykjavík áður
en hún flutti til Danmerkur. Hún
segist snemma hafa sett stefnuna á
arkitektinn og komst að því seinna
að Danmörk var einn af þeim
stöðum þar sem hægt væri að læra
arkitektúr. „Á þeim tíma var námið
ekki byrjað hjá Listaháskólanum og
ég held ég hafi bara bitið í mig þar
að ég myndi flytja til Danmerkur til
þess að læra arkitektinn. Danirnir
eru einnig framarlega á sviði
hönnunnar og hef ég lært margt
undanfarin fimm ár.“
Hafðir þú einhvern bakgrunn sem
nýttist í þessu námi?
„Ég hafði alltaf gaman af því að
teikna og vera í skapandi fögum í
skólanum. Þegar ég var búin með
framhaldsskólann í Eyjum tók ég
stefnuna á tækniteiknun hjá
Tækniskólanum í Reykjavík sem
nýttist mér mjög vel í framhaldinu,
en námið þar svalaði aðeins
þorstanum hjá arkitektnum í mér.
Best við þetta nám var að ég var
með öll teikniprógrömmin á hreinu
og þurfti þar af leiðandi ekki að
eyða mikilli orku í að læra á þau.
Ég gat þannig einbeitt mér betur að
málinu og hvernig skólinn og
menningin voru í Danmörku.“
Renndi blint í sjóinn
Anna segir það vera dálítið skondna
sögu hvernig hún endaði í Álaborg‑
arháskólanum en hún vissi ekki
mikið um námið þegar hún fékk
inngöngu í skólann. „Ég sótti um í
Kaupmannahöfn og Árósum fyrst
en sá á blaði þar sem kóðar
skólanna voru að Álaborgarháskól‑
inn væri einnig að bjóða upp á nám
í arkitektúr og hönnun. Það má
sækja um þrjá skóla á umsókn‑
areyðublaðinu þannig að ég setti
Álaborgarháskólann þar inn til að
eiga meiri möguleika að komast í
nám. Svo í ágúst beið mín stórt
umslag frá skólanum þar sem mér
var boðin innganga og hafði ég tvær
vikur til að staðfesta komu mína.
Ég var ekki lengi að taka ákvörð‑
unina eftir að hafa kynnt mér örlítið
um skólann en renndi um leið blint
í sjóinn. Í dag sé ég ekki eftir því
þar sem þessi skóli býður upp á
þrjár greinar í hönnun; Arkitektúr,
Urban design og Industrial design.
Við fengum að prófa allar grein‑
arnar til að sjá við hverja þeirra
okkur líkaði best og á fimmtu önn
áttum við að velja okkar sérhæf‑
ingu. Hjá mér var ekki spurning um
annað en að fara í arkitektúrinn, en
skólinn er verkfræðiháskóli og
námið var allt með verkfræðiívafi
sem mér finnst mjög mikilvægt og
gott að hafa tæknigrunninn bak við
eyrað þegar unnið er að uppsetn‑
ingu húss og byggingu þess.“
Hvernig gekk að komast inn í málið
og læra á dönsku?
„Það tekur smá tíma að komast inn
í málið, en fyrsta hálfa árið talaði ég
einungis ensku. Eftir fyrstu önnina
ákað ég að taka viðsnúning og bað
fólk að tala einungis dönsku við
mig og ég reyndi mitt besta að tala
dönskuna á móti. Ég neita því ekki
að þetta var rosalega erfitt í 3‑4
vikur en svo kom málið hægt og
rólega. Það þarf að stinga sér í
djúpu laugina og pína sig áfram í að
læra málið því allt var svo margfalt
skemmtilegra og einfaldara þegar
ég var loksins farin að ná tökum á
því. Einnig fór ég í tungumálaskóla
sem hjálpaði helling með stafsetn‑
inguna og fá meira sjálfstraust í að
ná tökum á málinu.“
Hvað með húsnæði? Þurftir þú að
finna það sjálf eða varstu í
skólagörðum eða heimavist?
„Ég fann húsnæði sjálf í gegnum
AKU sem er með stúdentaíbúðir.
Ég var svo heppin að fá íbúð rétt
hjá skólanum, en kampusinn er 8
km frá miðbænum þar sem skólinn
minn er staðsettur.“
Fimm ára nám
Anna segir að Álaborgarskóli sé
mjög stór skóli, með ríka verk‑
fræðikunnáttu og að Álaborg sé
mikilli stúdentabær. „Það er
æðislegt fyrir skólafólk að feta sig
áfram í Álaborg. Borgin er ekki of
lítil en heldur ekki of stór, bara
mjög passleg og allir svo vingjarn‑
legir. Í mínu námi, sem heitir
verkfræði í arkitektúr og hönnun
(civilingeniør i arkitektur og
design), vorum við um það bil 150
nemendur sem hófum nám og
útskrifaðir með mér voru um 90, en
það eru einhverjir sem taka fríár inn
á milli og sumir útskrifast seinna.“
Hvað er þetta langt nám?
„Allt í allt eru þetta 5 ár, 3 ár í BSc
og 2 ár í MSc. Námið er mest allt
bóklegt ef bóklegt má kallast. Við
gerum tvö lítil verkefni í byrjun
annar og svo eitt aðalverkefni sem
er útfært á mjög svipaðan hátt og
fyrirskipan á arkitektastofu sem við
kemur hönnun húsa. Eini parturinn
sem við förum ekki djúpt í er
bygging hússins, en allt fram að því
á að vera í svipuðum dúr og á
arkitektastofu. Á níundu önn förum
við svo í starfsnám á arkitektastofu
eða verkfræðifyrirtæki þar sem við
lærum hvernig hlutirnir ganga fyrir
sig í hinum „raunverulega heimi“.
Þó svo að kunnáttan sé orðin mikil
á undanförum 5 árum, fann ég að ég
á margt eftir ólært eftir að hafa
fengið smjörþefinn af hinum
raunverulega heimi og hlakka ég til
Anna Kristín Magnúsdóttir útskrifaðist sem arkitekt frá Álaborgarháskólanum:
Sameinaði leikskóla og
dvalarheimili aldraðra
í lokaverkefninu
:: Hentar vel fyrir samfélag eins og Vestmannaeyjar :: Álaborg er passlega stór
háskólaborg :: Vinnur í Kaupmannahöfn enda lítið að gera á Íslandi eins og er
JúlíuS G. InGaSon
julius@eyjafrettir.is
Anna Kristín við lokaverkefnið á útskriftardaginn.