Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.09.2015, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 16.09.2015, Blaðsíða 13
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 16. september 2015 Umhverfisverðlaun Vestmanna- eyjabæjar og Rótarý eru veitt árlega. Snyrtilegasti garðurinn í ár er að Vestmannabraut 55, snyrtilegasta eignin er Búhamar 84, snyrtilegasta fyrirtækið er Tanginn og snyrtilegasta gatan er Gerðisbraut. Fyrir vel heppn- aðar endurbætur á húsi fær eigandinn að Vesturvegi 4 viðurkenningu. Í valnefnd voru Margrét Rós Ingólfsdóttir, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja og Esther Bergsdóttir sem á sæti í ráðinu. Auk þess koma tilnefningar frá Rótarýklúbbi Vestmannaeyja. Venju samkvæmt voru veittar viðurkenningar í fimm flokkum, snyrtilegasta fyrirtækið, snyrti- legasta eignin, snyrtilegasti garðurinn, snyrtilegasta gatan og endurbætur sem þykja til fyrir- myndar. Margrét, formaður Umhverfis –og skipulagsráðs, segir að margar góðar ábendingar hafi borist til hennar í ár og að þetta hafi verið niðurstaðan að þessu sinni. Vill Margrét þakka þeim sem viður- kenningar hlutu í ár fyrir framlag sitt til umhverfis síns og jafnframt hvetja aðra Eyjamenn til dáða í að huga að umhverfi sínu. :: Umhverfisverðlaun Vestmannaeyjabæjar og Rótarý 2015: Vestmannabraut 55, Búhamar 84, Tanginn og Gerðisbraut snyrtilegust :: Vesturvegur fjögur fékk viðurkenningu fyrir vel heppnaðar endurbætur Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is Snyrtilegasta eignin er Búhamar 84. Snyrtilegasta gatan var valin Gerðisbraut. Endurbæturnar að Vesturvegi 4 þykja vel heppnaðar. Snyrtilegasta fyrirtækið er Tanginn FLOTTIR BÍLAR VERIÐ VELKOMIN Í REYNSLUAKSTUR AÐ GOÐAHRAUNI 1, HJÁ UMBOÐSAÐILA BL EHF. Í VESTMANNAEYJUM Opið alla virka daga frá kl. 13 til 16 - laugardaga kl. 13 til 15 Nissan X-Trail Subaru Forester Subaru Outback BL Sævarhöfða 2 110 Reykjavík 525 8000 Umboðsaðili B&L í Eyjum Ómar Steinsson - Goðahrauni 1 - Vestmannaeyjum Sími: 481 1313 og gsm 862 2516

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.