Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2016, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 16.03.2016, Blaðsíða 16
B ir ti st m eð fy ri rv ar a um in ns lá tt ar vi ll ur o g m yn da br en gl Vikutilboð SuShi frá osushi Kemur til okkar föstudaga kl. 17.30 Tökum niður pantanir ! S ími 481-1300 : : f re t t i r@ey ja f re t t i r. i s Eyjafréttir Miðvikudaginn 23. mars, daginn fyrir skírdag, frumsýnir Leikfélag Vestmannaeyja gamanleikritið Nei, ráðherra! eftir Ray Cooney í leikstjórn Stefáns Benedikts Vilhelmssonar. Íslensk heimfærsla er eftir Gísla Rúnar Jónsson. Leikarar eru 11 en í allt koma um 30 manns að sýningunni. Nei, ráðherra var sett upp í Borgarleikhúsinu 2011 og gekk frábærlega. Hlaut einróma lof gagnrýnenda og var valin áhorfenda- sýning ársins þegar Grímuverðlaunin voru afhent 2011. „Inntakið er að ýmsum óþrifnaði hefur ráðherrann ungi sópað undir teppi, atvinnulygarinn sjálfur, en þó aldrei dauðum manni – og það á hótelherbergi – með viðhaldinu – sem er innsti koppur í búri stjórnar- andstöðunnar,“ segir í kynningu Borgarleikhússins. Ray Cooney er Íslendingum að góðu kunnur fyrir gamanleiki á borð við Með vífið í lúkunum, Tveir tvöfaldir og Viltu finna milljón sem allir hafa notið vinsælda hér á landi. Nei, ráðherra (Out of Order) hlaut hin eftirsóttu Olivier-verðlaun sem besti gamanleikurinn í Bretlandi þegar verkið var frumsýnt. Leikstjórinn, Stefán Benedikt er Eyjamönnum að góðu kunnur, setti upp Litlu hryllingsbúðina fyrir rétt ári sem gekk mjög vel. Hann starfar sem leikstjóri og leikari og útskrifað- ist frá Listaháskólanum 2009. „Ég leik og leikstýri jöfnum höndum og út allt land með áhugaleikhópum,“ segir Stefán aðspurður um ferilinn. „Ég hef ferðast með leikhópnum Lottu og mitt næsta verkefni er að leikstýra hjá þeim. Ég og konan, Aldís Davíðsdóttir, leikkona rekum Skýjasmiðjuna og settum upp verkið Hjartaspaðar sem var tilnefnt til Grímuverðlaunanna 2013.“ Eftir Litlu hryllingsbúðina þekkir Stefán vel til Leikfélags Vestmanna- eyja. „Það er talsverð áskorun fyrir félagið að taka til sýninga verk sem ekki byggir á tónlist. Það þarf líka góða leikara til að bera uppi verk eins og Nei, ráðherra. Það er mikill asi og hraði í leikritinu sem er eitt það fyndnasta sem þú sérð,“ segir Stefán sem er ánægður með leikarahópinn, sem telur 11 manns. „Þetta er góður hópur og reynt fólk og höndlar þetta með bravör. Margir hafa beðið eftir að fá tækifæri til að takast á við eitthvað nýtt. Það tækifæri nýta þau frábærlega,“ segir Stefán að lokum og lofar frábærri skemmtun í Kviku næsta miðviku- dag. Leikendur, Skæringur Óli Þórarinsson, Sandra Rós Þrastardóttir, Bjarni Daníelsson, Ríkey Konráðsdóttir, Óli Bjarni Austfjörð, Unnur Guðgeirsdóttir, Alexander Páll Salberg, Sigríður Þóra Ingadóttir, Kristinn Viðar Þorbergsson, Birta Marinósdóttir og Árni Þorleifsson. Mynd: Konný. Leikfélagið :: Frumsýnir Nei ráðherra! næsta miðvikudag: Asi og hraði og eitt það fyndnasta :: Segir leikstjórinn sem lofar góðri skemmtun :: Frábærir leikarar sem kunna til verka Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is 16. til 22. mars 2016 ATH! Opið AllA dAgA Til kl. 21.00 Merrild 103 kaffi 500 gr verð nú kr 698,- verð áður kr 998,- Ms kókómjólk 1 ltr verð nú kr 238,- verð áður kr 290,- Homblest súkkulaði kex verð nú kr 268,- verð áður kr 338,- kjarnafæði heiðar lambalæri verð nú kr/kg 1388,- verð áður kr/kg 1998,- ss Valið saltkjöt verð nú kr/kg 1895,- verð áður kr/kg 2528,- Búrfells saltkjöt verð nú kr/kg 598,- verð áður kr/kg 688,- ss saltkjöt blandað verð nú kr/kg 1188,- verð áður kr/kg 1598,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.