Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.05.2016, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 19.05.2016, Blaðsíða 16
16 Eyjafréttir / Fimmtudagur 19. maí 2016 Á dögunum kom ég í sérlega ánægjulega heimsókn til Vest- mannaeyja. Mér hefur alla tíð fundist dugnaður og framtakssemi einkennandi fyrir Eyjamenn og er óhætt að segja að þessi heimsókn hafi sýnt það og sannað. Sú framtakssemi birtist ljóslifandi í heimsókn okkar til Gríms kokks. Það var ekki annað hægt en að hrífast af þeirri ástríðu sem einkennir allt þeirra starf. Við borðuðum bestu löngu í heimi hjá Sigga á Gott og áttum sérlega skemmtilegt skátaspjall við Frosta. Þegar ég komst að því að þeir væru allir bræður mátti ég til með að spyrja Gísla föður þeirra í einlægni hvert leyndarmálið væri. Þá sagði hann mér af systur þeirra, en hún og hennar sonur stæðu að baki Slippnum og Mat og Drykk, en á báðum veitingastöðum höfum við notið sérlega góðs matar. Já Binni í Gröf má vera stoltur af sínum afkomendum. Við heimsóttum Vinnslustöðina, en þar standa nú yfir miklar framkvæmdir. Auður tók á móti okkur hjá eldri borgurum á Hraunbúðum. Þar hittum við sérlega hressa Eyjapeyja og -meyjar. Áttum m.a. ánægjulegt spjall við Möggu Karls, móður mesta sundkappa þjóðarinnar og við Sillu, en hún og systur hennar á aldrinum 91–95 voru allar búnar að ákveða að kjósa konu og tóku mér opnum örmum. Á rölti um bæinn kíktum við svo í verslanir og var vel tekið. Linda hjá Smart tískuverslun kannaðist í fyrstu ekki við forseta- frambjóðandann en eftir fjörugar umræður gerðist hún stuðningskona og skyrtan sem stóð til að kaupa varð framlag hennar til framboðsins og kann ég henni bestu þakkir fyrir. Kvenkrafturinn var allsráðandi við lok ferðar þegar kvennalið ÍBV tók á móti kvennaliði Blika þar sem tekist var á um Lengjubikarinn. Bikarinn varð eftir í Eyjum að þessu sinni en bæði liðin sýndu snilldartakta og ég, Blikinn sjálfur, stóð mig að því að taka undir þegar lag Eyjamanna glumdi, svo skemmtilegt er það. Ég býð mig fram til embættis forseta Íslands til að gera gagn og láta gott af mér leiða og vil vera duglegur fyrirliði heiðarleika, réttlætis, virðingar og jafnréttis. Ég fann fyrir miklum innblæstri þessa góðu daga í Eyjum og þakka Eyjamönnum einstaklega hlýjar og hressandi móttökur. Dugnaðarforkar og -freyjur í Eyjum Halla tómasdóttir forsetaframbjóðandi Halla ásamt eiginmanni sínum Birni Skúlasyni í Eyjum á dögunum. Drífa Þorvaldsdóttir og Friðrik Már eiga bjart og fallegt heimili þar sem þau búa ásamt stráknum sínum Óliver. Þau opnuðu heimilið sitt fyrir blaðamanni á dögunum. Íbúðin er 70 fermetrar og mjög vel skipulögð og hefur fjölskyldan komið sér afar vel fyrir. Hver eru áhugamál þín: Handbolti, fjölskylda og vinir eru svona aðal áhugamálin. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum: Ég er svo sem ekkert með einhvern sérstakan stíl held ég, ég vil bara hafa frekar stílhreint en samt voða kósý. Hvað finnst þér mikilvægast að huga að þegar þú innréttar heimilið þitt: Mér finnst mikilvægast að það sé hlýlegt og að manni líði vel heima hjá sér. Hvað hafi þið lengi búið hérna: Við höfum búið hér í rúmt eitt og hálft ár. Eru þið búin að framkvæma eitthvað hérna síðan þið fluttuð inn: Það er bara eitthvað smotterí, skiptum um gólfefni inni í svefn- herbergi, löguðum nokkra glugga. Svo skiptum við líka um borðplötu í eldhúsinu. Hvar verslarðu helst inná heimilið: Ég versla bara hér og þar, ég hef mikið verslað í Hrím og Epal, líka mjög mikið í Ikea og Ilvu. Hvert sækir þú innblástur: Aðal- lega á Instagram, dett mjög oft inná síður hjá konum eða stelpum sem setja mikið af myndum inn af heimilinu. Svo er líka alltaf voða fallegt hjá mömmu og ég hef stolið ófáum hugmyndum frá henni. ;) Hver er griðastaður fjölskyldunar- innar: Ég held að það sé bara stofan, við eyðum langmestum tímanum saman þar. Er eitthvað á óskalistanum fyrir heimilið: Já það er alveg hellingur á óskalistanum en svona efst núna er plakat eftir Kristinu Dam. Heima er best Mikilvægt að það sé hlýlegt og að öllum líði vel heima hjá sér Sara SjöFn GrETTiSdÓTTir sarasjofn@eyjafrettir.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.