Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.05.2016, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 19.05.2016, Blaðsíða 1
Eyjafréttir Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Hlýlegt og notalegt Heimililagnir lagnamenn >> 12 ester og tHeodór best >> 18 >> 16 Vestmannaeyjum 19. maí 2016 :: 43. árg. :: 20. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is Í síðustu viku lagði Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Suðurkjördæmi fram fyrirspurn til innanríkis- ráðherra, Ólafar Nordal um rekstur Herjólfs. Hvort afkoman hafi batnað með lægra olíuverði og ef svo sé hvort hægt sé að lækka fargjöld og farmgjöld. Spurningarnar eru fimm og er sú fyrsta hver voru árleg framlög ríkissjóðs árin 2013 til 2015 til reksturs ferjunnar Herjólfs? Númer tvö, hver var árleg rekstrarafkoma, hagnaður/tap, Herjólfs á sama tímabili? Þriðja, hvernig hefur gjaldskrá fargjalda og farmflutninga breyst á árunum 2013 til 2015? Fjórða, hefur lækkun olíuverðs skilað sér í bættri afkomu í rekstri Herjólfs? Fimmta, hefur afkoma útgerðar Herjólfs batnað á umræddu tímabili? Ef svo er, er óskað upplýsinga um hvernig ráðherra hafi tryggt þeim sem nýta sér þjónustu Herjólfs lægri fargjöld og farmgjöld. Ásmundur óskar eftir skriflegu svari. Frumvarp um heimild til útboðs nýrrar Vestmannaeyjaferju liggur fyrir Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að kostnaður ríkisins vegna kaupa á nýrri ferju nemi allt að 4,8 millj- örðum króna. Verði frumvarpið að lögum er Vegagerðinni heimilt að bjóða út annars vegar að gerður verði þjónustusamningur um smíði og rekstur skips til allt að tólf ára eða að samið verði um smíði skips fyrir allt að 4,8 milljarða á verðlagi í árslok 2015. Gert er ráð fyrir að við lok hins tólf ára frests eignist ríkið skipið á 36% af kaupverði sem er tæpir 1,5 milljarðar. Gangi allt eftir verður hægt að auglýsa útboð á næstu vikum og opna þau í haust. Miðað er við að nýtt skip verði afhent um mitt ár 2018 eða fyrr. Frumvarp um útboð á nýrri ferju: Tilbúin um mitt ár 2018 Alþingi :: Ásmundur um rekstur Herjólf: Hefur hann batnað og er það að skila sér? Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Síðastliðinn laugardag hélt níu manna hópur úr Eyjum í leiðangur upp á hæsta tind Íslands. Veðrið var með eindæmum gott og gekk gangan vonum framar. Hægt er að lesa nánar um ferðina á bls. 10.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.