Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.05.2016, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 19.05.2016, Blaðsíða 18
18 Eyjafréttir / Fimmtudagur 19. maí 2016 Í sumar ætlum við að vera með spurningakeppni á milli leikmanna meistaraflokks karla og meistara- flokks kvenna. Í þessu blaði hefjum við keppnina en þar keppa tveir af okkar efnilegustu leikmönnum. Sigurður Grétar Benónýsson ríður á vaðið fyrir strákana, en hann skoraði sitt fyrsta mark á fimmtu- daginn gegn Víkingi Ólafsvík. Sigurður gerði sér lítið fyrir og bætti við öðru gegn Fylki á mánudaginn, hann getur hreinlega ekki hætt að skora. Sabrína Lind Adolfsdóttir er í meistaraflokki kvenna en hún spilar í vörninni, er einnig fyrsti leikmaðurinn frá samstarfi ÍBV og KFR til að spila fyrir meistaraflokk ÍBV. 1. Hvert er hæsta fjall Íslands? - Bónus stig fyrir að segja hversu hár Hvannadalshnjúkur - 2110 metrar. 2. Hver er forsætisráðherra Íslands? Sigurður Ingi Jóhannsson. 3. Hvaða lið sigraði ensku úrvals- deildina á dögunum? Leicester. 4. Hversu margir hafa verið forsetar Íslands? Fimm. 5. Hver er númer 20 í meistara- flokki karla? / Hver er númer 20 í meistaraflokki kvenna?* Mees Siers og Cloe Lacasse. 6. Í hvaða sæti endaði meistara- flokkur karla í fyrra? / Í hvaða sæti endaði meistaraflokkur kvenna í fyrra?* 10. sæti kk og 5. sæti kvk. 7. Hver er leikjahæsti leikmaður ÍBV í meistaraflokki karla frá upphafi, í efstu deild? Ingi Sigurðsson. 8. Hver er markahæsti leikmaður ÍBV í meistaraflokki kvenna frá upphafi, í efstu deild? Bryndís Jóhannesdóttir / Biddý. * Í spurningum 5 og 6 var Siggi spurður um mfl. kvk og Sabrína um mfl. kk. Svör Sigga: 1. Heimaklettur. 2. Bjarni Ben. 3. Leicester. 4. 23. 5. Fröken Mees - en þar átti Siggi við Cloe. 6. 4. sæti. 7. Ingi Sig. 8. Biddý. Svör Sabrínu: 1. Veit ekki. 2. Sigurður - sem er ekki fullnægjandi svar. 3. Leicester. 4. Þrír. 5. Mees. 6. 10. sæti. 7. Pabbi Jonna - sem er vissulega rétt. 8. Biddý. Hvað vita fótbolta- snillingarnir? Er Heima- klettur hæsta fjall Íslands? Vetrarlok ÍBV-íþróttafélags var haldið hátíðlegt að viðstöddum leikmönnum, þjálfurum, stjórnarmönnum, sjálfboða- liðum og styrktaraðilum á Háaloftinu síðasta föstudags- kvöld. Þar voru veittar viður- kenningar fyrir framistöðu leikmanna fyrir veturinn. Bestu leikmenn meistaraflokkanna voru valin þau Ester Óskars- dóttir og Theodór Sigurbjörns- son og Fréttabikarinn, sem efnilegustu leikmennirnir fengu þau Þóra Guðný Arnarsdóttir og Elliði Snær Viðarsson. Árangurinn í vetur var vel viðun- andi þar sem standa hæst Íslands- meistaratitlar í þriðja flokki kvenna og fimmta flokki kvenna, eldri og yngri. Konurnar komust í átta liða úrslit þar sem þær lentu á móti Fram. Karlarnir komust í fjögurra liða úrslit þar sem Haukar höfðu betur. Þó meistaraflokkarnir hafi ekki skilað titlum þetta árið hafa Eyjamenn náð að setja mark sitt á íslenskan handbolta svo um munar. ÍBV teflir fram liðum sem spila með hjartanu og gefa allt í leikinn. Þá á ÍBV öflugasta stuðningsfólkið og eru önnur félög farin að tefla fram sveitum á áhorfendapöllum sem sækja fyrirmyndina í Hvíta riddara Eyjamanna sem er öflugasti stuðningshópur í sögu íslensks handbolta. Allt það fólk sem stendur á bak við ÍBV-íþróttafélag á mikinn heiður skilinn, stjórn, fólkið í ráðunum, sjálfboðaliðar, bakhjarlar sem alltaf eru reiðubúnir þegar kallið kemur frá félaginu vinnur ómetanlegt starf. Þetta fólk ásamt keppendum og þjálfurum og öðru starfsliði félagsins hefur gert ÍBV-íþróttafélag eina af megin- stoðum Vestmannaeyja. Og krafturinn er mikill, líka þegar kemur að því að skemmta sér og það kann handboltafólk svo sannarlega. Hámarki náði kvöldið í myndbandi sem strákarnir í þriðja flokki höfðu soðið saman. Þar voru sum skotin nokkuð þung en ekki þyngri en svo að allir áttu að geta gengið heilir frá borði. Meðal þeirra sem fengu viður- kenningar voru þeir Halldór Sævar Gíslason og Guðni Davíð Stefáns- son sem voru heiðraðir fyrir góð störf fyrir félagið. Í þriðja flokki karla á yngra ári fékk Bjarki Svavarsson viðurkenn- ingu fyrir mestu framfarir, Daníel Örn Griffin valinn besti leikmaður- inn, efnilegastur þótti Logi Snædal Jónsson, mestu framfarir sýndi Gabriel Martinez Róbertsson, ÍBV-arinn er Ingvar Ingólfsson og besti leikmaðurinn er Elliði Snær Viðarsson. Hjá stúlkunum í þriðja flokki var Sirrý Rúnarsdóttir valinn efnilegasti leikmaðurinn og Ásta Björt Júlíusdóttir besti leikmaðurinn. Mestu framfarir í öðrum flokki karla sýndi Magnús Karl Magnús- son, besti leikmaðurinn er Nökkvi Dan Elliðason. Í meistaraflokki kvenna fékk Þóra Guðný Arnarsdóttir Fréttabikarinn sem efnilegasti leikmaðurinn. Mestu framfarir sýndi Erla Rós Sigmarsdóttir markvörður og ÍBV-arinn er Greta Kavaliauskait og besti leikmaðurinn er Ester Óskarsdóttir. Í meistaraflokki karla fékk Elliði Snær Viðarsson Fréttabikarinn sem efnilegasti leikmaðurinn, mestu framfarir sýndi Svanur Páll Vilhjálmsson, ÍBV-arinn er Grétar Þór Eyþórsson og besti leikmaður- inn Theodór Sigurbjörnsson. Einnig voru þeir Halldór Sævar Gíslason og Guðni Davíð Stefáns- son heiðraðir fyrir góð störf fyrir félagið. Vetrarlok ÍBV-íþróttafélags í handbolta :: Þrír Íslandsmeistaratitlar í ár: Ester og Theodór best í meistaraflokki :: Íslandsmeistaratitlar í yngri flokkum karla og kvenna Ómar GarðarSSon omar@eyjafrettir.is Verðlaunahafar kvöldsins. Erla Rós Sigmarsdóttir, Greta Kavaliauskait, Ester Óskarsdóttir, Guðný Arnarsdóttir og Hrafnhildur Skúladóttir. Greta Kavaliauskait, Elliði Snær Viðarsson, Theodór Sigurbjörnsson og Grétar Þór Eyþórsson. Kári Kristján Kristjánsson, Bjarki Svavarsson og Daníel Örn Griffin.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.