Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2016, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 02.11.2016, Blaðsíða 13
13Eyjafréttir / Miðvikudagur 2. nóvember 2016 Áramótin 2013 var renniverkstæðið Háin stofnað en það er staðsett í húsakynnum Eyjablikks í Flötum 27. Verkstæðið er í eigu þeirra Alfreðs Halldórssonar og Stefáns Þórs Lúðvíkssonar og er sá fyrrnefndi eini fasti starfsmaður verkstæðisins. Fyrirtækið fæst við alls konar rennismíði og fer afraksturinn að langmestum hluta til fyrirtækja á borð við Marel. Hver var kveikjan að þessu fyrirtæki? „Ég var náttúrulega alltaf á sjó en svo voru bara ákveðin tímamót sem fólu í sér breytingar þannig að ég fór að skoða hvort það væri grundvöllur fyrir því að brasa eitthvað í landi. Ég skoðaði markað- inn í höfuðborginni, fór í nokkur fyrirtæki sem þurfa á þessari þjónustu að halda og fékk jákvæð viðbrögð þannig að það kom ekkert annað til greina en að demba sér í þetta og úr varð þetta verkstæði,“ segir Alfreð. Aðspurður segist Alfreð ekki hafa fengið leið á sjónum sem hefur verið lifibrauð hans undanfarin ár. „Ég var búinn að vera á Gullberginu hjá Eyjólfi Guðjónssyni frá 1997 og fór svo yfir til Vinnslustöðvarinnar þegar Gullbergið sigldi þangað inn. Síðasta skipið sem ég var á hjá Vinnslustöðinni var Gandí VE en þegar henni var lagt kom smá millibilsástand hjá mér og var ég m.a. yfirvélstjóri á grænlenskum frystitogara um tíma. Þar voru langar útiverur sem gátu staðið upp í tvo mánuði og var það ekki að heilla mig þannig að mig langaði bara að komast aðeins í land og út frá því var þetta verkstæði stofnað. Ég hef nú samt enn smá tenginu við sjóinn, ég er hafnsögumaður hjá höfninni á móti Adda Steina þannig ég fæ enn þá smá salt í lungun sem er mjög fín tilbreyting frá vinnunni á renniverkstæðinu. Sjómennskan togar alltaf aðeins í mann,“ segir Alfreð. Í upphafi var keyptur nýr fræsari og notaður rennibekkur á verkstæðið en um síðustu áramót bættu þeir hjá Hánni við sig nýjum sjálfvirkum rennibekk með matara sem er mjög hentugur fyrir fjöldaframleiðslu. Vélar fyrirtækisins eru allar frá bandaríska framleiðandum Haas og eru tölvustýrðar þannig að keyrsla vélanna byggir á forritun og tölvuvinnslu. En hvernig lýsir Alfreð starfsemi fyrirtækisins? „Við erum renni- verkstæði og tökum að okkur alhliða renni- og fræsivinnu fyrir fyrirtæki sem þurfa á slíkri þjónustu að halda. Okkar aðalstarfssvið er að mestu í íhlutasmíði fyrir fyrirtæki sem eru að smíða fiskvinnsluvélar, færibönd og búnað í matvælageir- anum og er Marel okkar stærsti viðskiptavinur. Við erum með samninga við þá um ákveðnar vörur sem við sjáum um að skaffa fyrir þeirra framleiðslu. Við erum svo einnig að vinna fyrir fleiri minni fyrirtæki í þessum geira sem þurfa á hinum ýmsu íhlutum að halda,“ segir Alfreð. Eftirspurnin eftir þjónustu renni- verkstæðisins er góð, segir Alfreð og er verkefnastaðan bara ljómandi fín. „Þetta helst náttúrulega í hendur við þá aðila sem við erum að framleiða fyrir, ef það er nóg að gera hjá þeim, þá er nóg að gera hjá okkur og eins og staðan er í dag þá er nóg að gera þannig að við erum bara sáttir,“ segir Alfreð. Eins og fyrr segir þá er Alfreð eini fasti starfsmaðurinn á verkstæðinu en oft og tíðum fær hann lausamenn til að hlaupa í skarðið þegar þess er þörf. „Ef það eru einhver stór fjöldaframleiðslu verkefni þá fæ ég stundum menn frá Eyjablikk til að hjálpa mér. Að sama skapi hafa strákarnir mínir og dóttir mín verið að hjálpa mér í framleiðslunni. Á sumrin hefur yngri strákurinn minn verið að vinna hjá mér í fullri vinnu og hefur honum líkað þetta mjög vel,“ segir Alfreð og bætir við að það sé afar hentugt fyrir báða aðila að deila húsnæði. „Við erum að samnýta ýmis tæki þannig þetta styður hvort við annað.“ Mun starfsmönnum fjölga eitthvað á næstunni? „Já, ég hef hug á því að bæta við einum föstum manni í starf en það er bara ekkert auðvelt að finna rennismiði í dag, þeir eru ekki á hverju strái,“ segir Alfreð. En hver er sagan á bakvið nafnið? „Hún er nú ekki flókin, við erum hérna undir Hánni. Við vorum búin að vera að velta þessu fyrir okkur um stund þegar Jóhanna á skrif- stofunni lítur út um gluggann hjá sér og við blasir þetta myndarlega fjall og hún segir: „Af hverju látum við fyrirtækið ekki heita Renniverk- stæðið Háin?“ Þar með var það slegið og neglt,“ segir Alfreð að lokum. Einar KriSTinn HELGaSon einarkristinn@eyjafrettir.is :: Renniverkstæðið Háin með nýjastu tækni við framleiðsluna :: Smíðar íhluti fyrir Marel og fleiri fyrirtæki í matvælageiranum Sjálfvirki rennibekkurinn.Alfreð Halldórsson ásamt Hermanni Long starfsmanni Eyjablikks. Til leigu jarðhæð í Básum Til leigu jarðhæð í Básum, u.þ.b. 150 fm2 Frábær staðsetning fyrir verslun, ferðaþjónustu eða veitingahús. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur nr. 577/2016. Samkvæmt úthlutunarreglunum er heimilt að veita styrki úr sjóðnum til:  viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum.  viðhalds annarra húsa og mannvirkja sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi.  byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningu húsa og mannvirkja, og miðlun upplýsinga um þær. Umsóknir eru metnar með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til 1. desember 2016. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á heimasíðu Minjastofnunar Íslands, undir gagnasafn og á Húsverndarstofu í Borgarsögusafni Reykjavíkur/Árbæjarsafni. Suðurgötu 39,101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2017 Upplýsingar veitir Gísli í síma 774-5959 eyjaeignir@eyjar.is

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.