Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Síða 1
Eyjafréttir
Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is
DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ
VÖRUR UM ALLT LAND
Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu
um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins.
Vestmannaeyjum 5. júlí 2017 :: 44. árg. :: 27. tbl. :: Verð kr. 490 :: Sími 481-1300 :: www.eyjafrettir.is
Eins og fram kom í síðasta tölublaði
Eyjafrétta var opinn kynningarfundur
á þriðjudaginn í síðustu viku á
vegum stórfyrirtækisins Merlin
Entertainments, Vestmannaeyjabæjar
og Þekkingarseturs Vestmannaeyja
um væntanlega uppbyggingu á
griðastað hvíthvala í Vestmanna-
eyjum. Á fundinum fóru fulltrúar
Merlin í gegnum verkefnið af
nokkurri nákvæmni en eins og gefur
að skilja er það gríðarlega stórt í
sniðum. Eins og fram hefur komið í
Eyjafréttum hefur tekið tíma að
koma málinu í gegnum stjórnsýsluna
og fékk blaðamaður þau svör frá
Umhverfisstofnun í gær að verkefnið
væri enn til umsagnar hjá sérfræði-
nefnd.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri
Vestmannaeyja, opnaði umræddan
fund með stuttri yfirferð á upphafi
verkefnisins þar sem hann m.a.
minntist á að honum hafi ekki litist á
blikuna í fyrstu. Eftir hafa lagst í
rannsóknarvinnu á umræddu
fyrirtæki var honum og Páli Marvin
Jónssyni, framkvæmdastjóra
Þekkingarseturs Vestmannaeyja, ljóst
að um var að ræða virkilega
spennandi verkefni. Næst var röðin
komin að Merlin Entertainments en
frá þeim voru komnir sjö fulltrúar til
að kynna verkefnið nánar fyrir
bæjarbúum. James Burleigh, aðal
sendiherra Sea Life sem er keðja í
eigu Merlin Entertainments, og
félagar fóru yfir víðan völl í sinni
yfirferð, kynntu sig og fyrirtækið
sem óhætt er að segja að sé gríðar-
lega stórt á heimsvísu.
Í Eyjum næstu 30 - 40 árin
Hvalina eignuðust Merlin Entertain-
ments eftir að hafa fest kaup í
skemmtigarði í Shanghai árið 2012
og er talið að í dag séu hvalirnir um
12 ára gamlir. Lífslíkur hvíthvala úti
í villti náttúru eru á bilinu 35-50 ár
þannig að ef allt gengur eftir gætu
hvalirnir þrír allt eins verið næstu
30-40 árin í Vestmannaeyjum. Þrátt
fyrir að hvalirnir munu einungis vera
þrír til að byrja með er gert ráð fyrir
að hægt verði að hýsa allt að tíu hvali
í einu. Vegna þess hve háðir hvalirnir
eru mönnum mun þeim aldrei verða
sleppt út í villta náttúru en hingað til
hafa þeir einungis eytt þriðjungi ævi
sinnar í sjó. Tilgangurinn með
verkefninu er því einungis að veita
hvölunum griðastað þar sem þeir
geta sest í helgan stein í Klettsvík.
Í samtali við blaðamann eftir
fundinn sögðu þau James Burleigh
og Christine Dure-Smith frá Merlin
Entertainments m.a. að tilgangurinn
með verkefninu væri að veita
hvölunum griðastað en ekki græða
peninga og að engin fordæmi fyrir
svona verkefni.
>> Nánar á bls. 10
Einar KriStinn HElgaSon
einarkristinn@eyjafrettir.is
Kynningarfundur Merlin Entertainments:
Tilgangurinn ekki
græða peninga
:: heldur veita hvölunum griðarstað :: Gætu verið í Eyjum í 30-40 ár
Orkumótinu lauk á laugardaginn og þegar Stjörnustrákar voru krýndi Orkumótsmeistarar 2017 eftir vítaspyrnukeppni í úrslitaleik gegn Gróttu.
>> 20
Sjá goSið
miSjöfnum augum
Ómetanleg
Söfn í eyjum >> 18
DagSkrá
goSlokahátíðar >> >> 10