Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Page 2
2 Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. júlí 2017 Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549. ritstjóri: Ómar garðarsson - omar@eyjafrettir.is. Blaðamenn: Einar Kristinn Helgason - einarkristinn@eyjafrettir.is Sara Sjöfn grettisdóttir - sarasjofn@eyjafrettir.is ábyrgðarmaður: Ómar garðarsson. Prentvinna: landsprent ehf. ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn. aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestmannaeyjum. Símar: 481 1300 og 481 3310. netfang: frettir@eyjafrettir.is. Veffang: www.eyjafrettir.is Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á Kletti, tvistinum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Krónunni og Skýlinu. Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum. Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Eyjafréttir Á fundi bæjarráðs þann 27. júní sl. var gólfefni stóra sals Íþróttamið- stöðvarinnar tekið til umræðu en ástand þess hefur verið óviðunandi í lengri tíma. Upprunalega var málið tekið fyrir á fundi framkvæmda- og hafnarráðs þann 14. júní sl. og var þar gerð bókun svohljóðandi: „Ráðið tekur undir áhyggjur iðkenda og starfsmanna um gæði núverandi gólfefnis. Ráðið samþykkir að óska eftir við bæjarráð að veitt verði aukafjárveiting á árinu 2017 að upphæð 43 milljónir króna svo ráðast megi í endurbætur sem fyrst. Ráðið samþykkir að fela starfs- mönnum að ganga til samninga við Sporttæki ehf. með fyrirvara um samþykki bæjarráðs. Ennfremur leggur ráðið áherslu á að áfram verði unnið að endurbótum vegna þakleka.“ Í lok fundargerðar segir að bæjarráð samþykki erindið og feli bæjarstjóra framgang málsins og gerð viðauka. Tólf félagar í Myndlistarfélagi Vestmannaeyja verða með sýningu í sal Listaskólans við Heiðarveg um Goslokahelgina sem verður opnuð föstudaginn 7. júlí kl. 14:00. Þema sýningarinnar er Veður. Myndlistarfélag Vestmannaeyja var stofnað 30. apríl 2009 af átta konum, sem allar höfðu sótt námskeið hjá Steinunni Einars- dóttur. Nú eru félagsmenn orðnir 25, 23 konur og 2 karlar. Félagið hefur áður haldið átta sýningar á verkum félagsmanna víðs vegar um bæinn, auk þess sem það hefur staðið fyrir námskeiðum fyrir félagsmenn. Opnunartímar sýningarinnar eru föstudaginn frá 14:00 til 18:00, laugardaginn frá 14:00 til 18:00 og sunnudaginn frá 14:00 til 17:00. Myndina tók Sif Sigtryggsdóttir í KFUM&K húsinu, á námskeiði hjá Þorgrími Andra Einarssyni. Söngvararnir Silja Elsabet Brynj- arsdóttir og Alexander Jarl Þorsteinsson verða með tónleika í Eldheimum klukkan 17.30 á laugardaginn þar sem þau ætla að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Húsið opnar klukkan 17.00 og kostar miðinn 2000 krónur. Undirleikari er Kjartan Valdemars- son. Þau ætluðu að halda tónleika í Eyjum milli jóla og nýárs sl. vetur en af ýmsum ástæðum féllu þeir niður. Það er kjörið að nýta tækifærið núna til að hlýða á söngfuglana. „Þetta verða klassískir tónleikar en að sjálfsögðu tökum við nokkur Eyjalög,“ sagði Silja Elsabet. Bæði tóku þau fyrstu skrefin í Vestmannaeyjum og eru nú í söngnámi í London. Alexander Jarl var í vetur á sínu fyrsta ári í Royal College of Music en Silja Elsabet á öðru ári í Bachelor námi í söng við Royal Academy of Music í London. Hún segist hlakka mikið til. „Dagskráin verður fjölbreytt og skemmtileg. Hún verður blönduð, klassík og léttari lög og að sjálfsögðu Eyjalög,“ sagði Silja Elsabet sem vonast til að sjá sem flesta. Goslokahátíð 2017 : Myndlistarfélagar sýna í sal Listaskólans Niðurstaða frá Úrskurðarnefnd velferðarmála vegna umsóknar um ferðaþjónustu lá fyrir síðasta fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs. Tilefnið er að í nóvember 2016 barst umsókn um að sveitarfélagið myndi gera 12 mánaða tilrauna- samning við þjónustuþega, um allt að 60 leigubílaferðir í Vestmanna- eyjum og á höfuðborgarsvæðinu í mánuði hverjum. Í fundargerð segir að beiðnin hafi verið tekin fyrir á fundi ráðsins þann 30. nóvember 2016 sem hafnaði erindinu á þeim forsendum að það félli ekki undir reglur Vestmanneyjabæjar um ferðaþjón- ustu sveitarfélagsins. Úrskurðarnefnd velferðarmála felldi úr gildi ákvörðun ráðsins á þeim forsendum að ekki hafi farið fram nægilegt þjónustumat við umsókn viðkomandi um ferðaþjón- ustu. Úrskurðarnefndin metur svo að beina hefði átt umsókninni í slíkt ferli eftir að hún barst sveitar- félaginu. Vestmannaeyjabæ er því gert að taka umsóknina til nýrrar meðferðar sem þegar hefur verið gert. Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar munu koma fram í Höllinni á fimmtudagskvöld en þeir eru hluti af afar fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá yfir Gos- lokahelgina. Blaðamaður ræddi stuttlega við Jónas sem kvaðst spenntur fyrir Eyjaferðinni. Það verða tónleikar á fimmtudag- inn, við hverju má fólk búast? „Bara algjöru dúndri, ég held að þetta verði rosa gaman. Ég hef verið á leiðinni til í Eyja í langan tíma en nú höfum við verið á tveggja vikna túr um landið og komum við í Eyjum á leiðinni á Eistnaflug, tímasetningin gæti ekki verið betri,“ sagði Jónas hress að vanda. Lagið „Vígin falla“ var um skeið á toppi vinsældalista Rásar 2 fyrr á þessu ári. Er ekki alltaf gaman að sjá lögin sín njóta velgengni? „Jú, rosa gaman, við vorum líka á toppnum á Bylgjunni á tímabili sem er mjög skemmtilegt. Sum lögin ná toppnum á vinsældalista og önnur komast í spilun víðar sem er ekki síður skemmtilegt,“ sagði Jónas og bætir við að hann hafi alltaf haft gaman að því að koma til Eyja að spila. „Mér finnst það alltaf mjög gaman alveg frá því ég var í Sólstranda- gæjunum, það voru margir Eyjamenn sem tóku ástfóstri við þá hljómsveit. Eftir að hljómsveitin hætti kom ég reglulega á 67 til að trúbba og það var alltaf rosa partí. Maður er líka svo tengdur menn- ingunni hérna, þessari útgerðar- menningu. Svo kom ég náttúrulega fram á Þrettándanum með lúðra- sveitinni um árið og það var alveg geggjað,“ sagði Jónas að lokum. Bæjarráð: Samþykkt að ráðist verði í framkvæmdir á gólfi stóra sals Íþróttamið- stöðvarinnar Fjölskyldu- og tómstundaráð: Brugðist við niðurstöðu Úrskurðar- nefndar vel- ferðarmála Goslokahátíð 2017 : Jónas Sig lofar dúndur stemningu í Höllinni Goslokahátíð 2017 : Silja Elsabet og Alexander Jarl í Eldheimum á laugardaginn: Lofa skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá Ómar garðarSSon omar@eyjafrettir.is Einar KriStinn HElgaSon einarkristinn@eyjafrettir.is Alexander Jarl og Silja Elsabet halda tónleika í Eldheimum. Jónas Sigurðsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.