Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Side 19

Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Side 19
19Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. júlí 2017 Sæheimar – Fiskasafn eða bara Fiskasafnið eins og heimamenn kalla það, var stofnað árið 1964 af mikilli elju og framsýni. Safnið hefur ekki breyst ýkja mikið á þeim rúmlega 50 árum sem það hefur verið starfrækt og er það því frekar lítið og gamaldags miðað við nútíma fiskasöfn en er á sama tíma mjög sjarmerandi safn með persónulegt viðmót. Á safninu eru tólf sjóker með lifandi fiskum og öðrum sjávarlíf- verum sem sjómenn Eyjanna færa safninu að gjöf. Þeir hafa einnig gefið safninu fjölda sjaldgæfari tegunda sem hafa verið stoppaðar upp og eru til sýnis. Þessi mikli velvilji sjómanna í garðs safnsins er afar dýrmætur og hefur frá upphafi lagt grunninn að starfsemi þess. Á safninu eru einnig allir íslensku varpfuglarnir uppsettir auk fjölda flækingsfugla. Þar er sömuleiðis eggjasafn, skeljasafn, skordýrasafn og glæsilegt steinasafn. Eitt helsta aðdráttarafl safnsins eru lundarnir þrír, sem eru búsettir á safninu. Það eru þau Tóti, Hafdís og Karen. Öllum var þeim bjargað sem litlum pysjum, en þóttu ekki líkleg til að geta bjargað sér úti í náttúr- inni. Þeim var því gefið heimili á safninu og una þar hag sínum vel. Gestir safnsins fá að hitta einn af lundunum, taka myndir af þeim og fá að heyra lundasögur. Tóti er frægur Tóti er bæði elstur og frægastur af lundunum. Hann er nefndur eftir fótboltastrák hjá ÍBV og á því sérsaumaða ÍBV fótboltatreyju. Síðastliðið sumar fékk hann svo einnig landsliðstreyju eins og flestir aðrir landsmenn. Líklega er þetta eini lundinn í heiminum sem á föt. Gestir okkar hafa skrifað um Tóta á netinu t.d. á Tripadvisor, sem er mikið notað af ferðamönnum og hefur því hróður hans farið víða. Við höfum meira að segja fengið til okkar gesti sem segja það hafa verið kveikjan að Íslandsferðinni að lesa um Tóta á netinu. Einn af föstum liðum í starfsemi safnsins er að starfrækja svokallað pysjueftirlit. Þá koma þeir sem finna pysjur í bænum með þær á safnið þar sem þær eru vigtaðar og vængmældar áður en þeim er sleppt á haf út. Þannig fást mikilvægar upplýsingar um fjölda og ástand pysjanna ár hvert. Lundinn við suðurströndina hefur í nokkur ár lent í vandræðum við uppeldi pysjanna vegna fæðuskorts og því fáar pysjur komist á legg. Sum árin hafa aðeins örfáar pysjur flogið í bæinn. En síðustu tvö ár hefur þó ástandið verið betra og í fyrra björguðu bæjarbúar yfir 2.600 pysjum og komu með þær í mælingu. Þetta er mjög skemmtilegt tímabil og mikið fjör og fjaðrafok á safninu. Ferðamönnum sem hingað koma finnst frábært að verða vitni að pysjubjörgun. Ekki bara að pysjunum skuli bjargað heldur einnig að börnin taki svo ríkan þátt í björguninni. Ennfremur fær safnið hrós fyrir aðkomuna að björgunar- starfinu. Eins og á öðrum ferðamannastöð- um hefur fjöldi gesta aukist jafnt og þétt síðustu ár. Fyrir um tíu árum síðan þóti gott að fá 6000 til 7000 gesti á ári. Nú eru þeir nálægt 20.000 á ári hverju. Eins og áður sagði er safnið ekki stórt og er því oft þröng á þingi þegar mest er yfir sumarmánuðina. Stefnt er að því að flytja safnið í stærra húsnæði innan fárra ára. Sagnheimar eru eitt safna Safna- hússins við Ráðhúströð en er rekið af Þekkingarsetri Vestmannaeyja. Safnið byggir á grunni gamla byggðasafnsins sem stofnað var árið 1952. Árið 2011 var safnið allt sett í nýjan búning og sýningar endurhannaðar með það í huga að þar mætti með munum safnins og hjálp nútímatækni draga fram sérkennin í merkri sögu Vestmanna- eyja í gleði og sorgum. Heimsókn sjóræningja 1627 Einn örlagaríkasti atburðurinn í sögu Eyjamanna er Tyrkjaránið 1627 er 242 íbúar voru fluttir til skips og seldir á þrælamarkaði í Alsír. Sagan er kynnt í teikni- myndaformi en einnig er boðið upp á sjóræningjahelli með búningum fyrir börnin. Vissir þú um mormónana í Vestmannaeyjum? Fyrstu íslensku mormónatrúboð- arnir störfuðu í Vestmannaeyjum og á árunum 1854-1914 fóru um 200 Eyjamenn til Utah í leit að betri heimi. Mormónarnir eiga sitt sögusvæði á safninu sem Brigham Young háskólinn í Utah hefur hjálpað til við að skapa. Herfylking stofnuð í Vest- mannaeyjum. Forsprakki þess að Eyjamenn stofnuðu sína eigin herfylkingu var danski sýslumaðurinn Andreas August von Kohl (1815-1860), sem hingað kom árið 1853. Kapteinn Kohl, eins og hann var jafnan nefndur í Eyjum, var röggsamt yfir- vald og mikill eldhugi sem tók virkan þátt í störfum og lífi heimamanna og efldi sjálfsmynd þeirra að fremsta megni. Hann kenndi mönnum einnig íþróttir og góða siði og hélt fjölskylduhátíðir í Herjólfsdal. Því má ef til vill segja að hann hafi verið frumkvöðull bæði íþróttahreyfingar Eyjamanna og Þjóðhátíðarinnar. Hverjir eru bestir? Íþróttir eru ákaflega mikilvægar í hugum Eyjamanna og oft er sagt að Eyjasálin sveiflist í takt við gengi ÍBV. Núverandi íþróttahorn á safninu leggur áherslu á sögu og þátttöku Eyjakvenna í íþróttum undanfarin 100 ár og er þar um auðugan garð að gresja. Lífið er yndislegt! Þjóðhátíðin var fyrst haldin árið 1874 og er mikilvægt sameiningar- tákn Eyjamanna með öllum sínum hefðum og siðum. Tónlist Oddgeirs Kristjánssonar er órjúfanlegur hluti hennar en ýmsir aðrir listamenn hafa einnig lagt í sjóðinn. Á safninu er boðið til sætis í hefðbundnu Þjóðhátíðartjaldi heimamanna. Afar vinsælt er einnig að leigja aðgang að tjaldinu fyrir móttökur eða sem viðkomustað í árgangsmótum og óvissuferðum. Mikilvægi kvenna Staða kvenna er á fáum stöðum eins mikilvæg og í sjávarplássum, þar sem þær bera oft einar ábyrgð á rekstri og velferð fjölskyldunnar til lengri eða skemmri tíma. Brugðið er ljósi á líf nokkurra kvenna og einnig framlag þeirra í lækningum, handverki og listum. Hættulegasta starf í heimi? Stór hluti sýningarsvæðis safnsins er svokallað bryggjusvæði þar sem sjómennsku og fiskvinnslu Eyjamanna eru gerð skil. Í gamalli talstöð má hlusta á átakanlegar sjóslysasögur og ótrúleg björgunar- afrek. Hér er einnig að finna beituskúr, rakin saga frumkvöðla, hafnargerðar, bátasmíða og vinnslu sjávarafla og minnt á verbúðir og þátt farandverkamanna. Bjargveiði- menn eiga einnig sinn kofa og sögu í lifandi myndum. Bryggjusvæðið hefur orðið vinsælt rými undir fyrirlestra og ráðstefnur þar sem 100 – 130 manns geta setið í þessu sérstaka umhverfi. Heimaeyjargosið 1973 Auk Tyrkjaránsins 1627 hefur Heimaeyjargosið líklega markað ein dýpstu sporin í sálir Eyjamanna. Á sýningunni getur að líta fjölda ljósmynda frá eldgosinu og hlusta má á heimamenn segja frá gosinu og uppbyggingunni. Páll Steingrímsson kvikmynda- gerðarmaður, listamaður og lífskúnstner á sitt svæði á safninu og fjölmargir aðrir sem gert hafa Vestmannaeyjar að því sem þær eru í dag. Sagnheimar eru tilvalinn staður sem fyrsta stopp í Eyjaheim- sókn og þaðan er síðan hægt að skipuleggja frekari heimsóknir á þá staði sem gestir vilja fræðast nánar um. Verið velkomin í Sagnheima! www.sagnheimar.is. helga hallbergsdóttir forstöðukona Sagnheimar, sögu- og byggðasafn: Geymir sögu stórra atburða sem sumir eru meðal þeirra stærstu í Íslandssögunni Sæheimar eru sjarmerandi safn með persónulegt viðmót lilja margrét magnúsdóttir forstöðukona

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.