Fréttir - Eyjafréttir - 05.07.2017, Qupperneq 23
23Eyjafréttir / Miðvikudagur 5. júlí 2017
ÍþRóttiR
u m S j Ó n :
Einar KriStinn HElgaSon
einarkristinn@eyjafrettir.is
Framundan
Laugardagur 8. júlí
Kl. 14:00 KFS – Stokkseyri
4. deild karla B riðill
Sunnudagur 9. júlí
Kl. 17:00 ÍBV – Breiðablik
Pepsi-deild karla
Laugardagur 15. júlí
Kl. 14:00 Elliði – KFS
4. deild karla B riðill
Sunnudagur 16. júlí
Kl. 16:00 KA – ÍBV
Pepsi-deild karla
Knattspyrna | Pepsi-deild kvenna :: KR 0:2 ÍBV :: ÍBV 3:1 Valur
Sjöundi sigurinn í röð
í deild og bikar
:: Mæta Grindavík á heimavelli í undanúrslitum Borgunarbikarsins
ÍBV og KR mættust í tíundu umferð
Pepsi-deildar kvenna á þriðjudaginn
í síðustu viku þar sem Eyjakonur
unnu góðan 0:2 sigur á heimakon-
um.
Fyrir leikinn voru KR-ingar í
sjöunda sæti deildarinnar með sex
stig en ÍBV í fjórða sæti með 19
stig. Eins og kannski flestir vita
voru Eyjakonur að spila á föstudag-
inn í Borgunarbikarnum og því
hvíldin af skornum skammti miðað
við lið KR-inga sem fékk viku til að
skríða saman eftir fimm marka tap
gegn Valskonum í umferðinni á
undan.
Fyrsta mark leiksins leit dagsins
ljós á 25. mínútu leiksins en þar var
að verki hin kanadíska Cloé
Lacasse eftir sendingu frá Katie
Kraeutner. Fram að þessu að hafði
verið mikið jafnræði með liðunum.
Fimm mínútum áður en flautað var
til hálfleiks komst Kristín Erna
Sigurlásdóttir í upplagt marktæki-
færi en skot hennar geigaði. Staðan
var því 0:1 þegar gengið var til
búningsherbergja í hálfleik.
Strax á 53. opnuðu liðsmenn ÍBV
vörn KR-inga upp á gátt en tilraun
Kristínar Ernu rataði framhjá
markinu. Nokkrum mínútum síðar
þurfti Adelaide Gay að taka á
honum stóra sínum í marki ÍBV en
þá slapp Sigríður María Sigurðar-
dóttir ein í gegn. Undir lok leiks
voru heimamenn í KR komnir
framarlega á völlinn til að freista
þess að ná jöfnunarmarki en í
staðinn tvöfaldaði Cloé forystuna
fyrir ÍBV og úrslitin ráðin.
Góður sigur á Val
Eyjakonur voru aftur í eldlínunni
þegar þær tóku á móti Val í
deildinni sl. sunnudag en þar héldu
þær uppteknum hætti og höfðu
betur 3:1. Með sigrinum var ÍBV að
vinna sinn fimmta deildarsigur í röð
og sjöunda leikinn í röð ef bikar-
keppnin er meðtalin.
Sóley Guðmundsdóttir kom Val yfir
þegar hún varð fyrir því óláni að
skora sjálfsmark á 14. mínútu.
Heimakonur voru þó ekki lengi að
jafna metin en Laufey Björnsdóttir,
leikmaður Vals, skoraði sömuleiðis
sjálfsmark skömmu eftir mark
Sóleyjar og var staðan því jöfn í
hálfleik.
Í síðari hálfleik var röðin komin að
Cloé Lacasse en hún slapp ein í
gegn á 57. mínútu eftir góða
sendingu frá Sóleyju Guðmunds-
dóttur og kláraði færi sitt vel.
Tveimur mínútum síðar bætti Cloé
við sínu öðru marki og þriðja marki
ÍBV eftir frábæran sprett upp vinstri
kantinn, þar sem hún skildi
varnarmenn Vals eftir og skilaði
boltanum snyrtilega framhjá
markverðinum. Fleiri urðu mörkin
ekki og sannfærandi sigur stað-
reynd.
Með sigrinum komst ÍBV upp í
þriðja sæti Pepsi-deildarinnar en
liðið er einu stigi fyrir ofan
Breiðablik sem á sama tíma tapaði
fyrir Þór/KA. Hlé verður gert á
Pepsi-deild kvenna á meðan EM
stendur og verður næsti leikur ÍBV
því ekki fyrr en 10. ágúst.
Dregið var í Borgunarbikarnum í
gær og var niðurstaðan sú að ÍBV
fær Grindavík í heimsókn til Eyja. Í
hinni viðureigninni mætast síðan
Stjarnan og Valur. Leikirnir fara
fram 13. ágúst.
Nú þegar rétt tæpar tvær vikur eru í
fyrsta leik Íslands á EM í knatt-
spyrnu ákvað blaðamaður að slá á
þráðinn til Sigríðar Láru Garðars-
dóttur, landsliðskonu og leikmann
ÍBV. Sigríður Lára hefur verið að
stíga sín fyrstu skref með lands-
liðinu síðustu misseri og gert það
með ágætum. Sigríður Lára hefur
sömuleiðis verið lykilmaður í sterku
liði ÍBV í sumar sem situr í þriðja
sæti Pepsi-deildarinnar ásamt því
að vera komið í undanúrslit
Borgunarbikarsins.
Hvernig var tilfinningin að sjá
nafn þitt meðal leikmanna sem fara
á EM? Er þetta æskudraumur að
rætast? „Jú, klárlega. Það var frábær
tilfinning að fá að vita að ég sé á
leið á mitt fyrsta stórmót,“ sagði
Sigríður Lára sem fór rakleiðis á
æfingu með landsliðinu daginn eftir
sigurinn á Val. „Undirbúningurinn
byrjaði núna á mánudag, strax eftir
síðasta leik í deildinni. Það er mjög
gott að fara inn í EM pásuna með
sigur. Annars er stíf en mjög
skemmtileg dagskrá framundan
með landsliðinu í Reykjavík þar
sem verður æft á fullu áður en við
förum út til Hollands þann 14. júlí.
Þetta er allt mjög spennandi og
frábær upplifun að takast á við
svona stórt verkefni.“
Erum með sterka liðsheild
Fyrsti leikur Íslands á mótinu er
gegn sterku liði Frakka 18. júlí og
síðan koma leikir gegn Sviss og
Austurríki í kjölfarið. Hvernig
metur þú möguleikana á að komast
upp úr riðlinum? Þetta er mjög
sterkur riðill en markmið liðsins er
að komast upp úr riðlinum og ná
verðlaunasæti. Við erum með sterka
liðsheild og erum öll að stefna í
sömu átt,“ sagði Sigríður Lára.
Nokkrir fastamenn landsliðsins
hafa meiðst í aðdraganda móts og
munu vera fjarverandi á mótinu og
segir Sigríður Lára það vissulega
hafa áhrif. „Auðvitað er það mikið
áfall að missa lykilleikmenn fyrir
svona stórmót, eins og til dæmis
Margréti Láru og Elísu. En það
kemur maður í mann stað, við erum
með frábæran hóp og erum tilbúnar
að leggja mikið á okkur.“
Keppni eins og EM getur verið
góður vettvangur fyrir leikmenn til
þess að vekja athygli á sér meðal
stærri liða í heiminum. Gætir þú
hugsað þér að færa þig um set ef
tækifæri gæfist eftir sumarið? „Ég
er fyrst og fremst að einbeita mér
núna að EM og ÍBV. Það kemur allt
í ljós fyrr en síðar. En draumurinn
er að fara út í atvinnumennsku,“
sagði Sigríður Lára að endingu.
Kári Garðarsson þjálfari U-19 ára
landsliðs kvenna í handbolta hefur
valið þær 16 stelpur sem taka þátt í
Scandinavian Open Championship í
Helsingborg í Svíþjóð.
ÍBV á tvo fulltrúa í hópnum, þeir
eru Sandra Erlingsdóttir og Þóra
Guðný Arnarsdóttir. Sandra hefur
verið lykilmaður í liði ÍBV síðan
hún gekk til liðs við félagið og var
hún m.a. valin efnilegasti leikmaður
Olís-deildarinnar fyrir framgöngu
sína á liðnu tímabili.
Keppt verður dagana 20. - 22. júlí
en þar mun íslenska liðið mæta
Noregi, Svíþjóð og Danmörku.
Handbolti |
Sandra og
þóra Guðný
í lokahópi
hjá U-19
Knattspyrna | EM 2017:
Frábær upplifun að takast
á við svona stórt verkefni
:: Fyrsti leikur Íslands verður þriðjudaginn 18. júlí :: Markmið liðsins
að komast upp úr riðlinum
Clara Sigurðardóttir, leikmaður
ÍBV, er um þessar mundir á
Norðurlandamóti með U-17 ára liði
Íslands í knattspyrnu en mótið fer
fram í Oulu í Finnlandi. Á mótinu
leikur Ísland í riðli með Finnum,
Frökkum og Svíum og er liðið sem
stendur í öðru sæti riðilsins eftir 2:1
sigur á Finnum og og 1:0 tap gegn
Frakklandi.
Knattspyrna |
Clara Sig-
urðardóttir
í lokahópi
hjá U-17
Eyjastúlkurnar í landsliðinu á æfingamóti í Algarve fyrr á árinu ásamt
Írisi Sæmundsdóttur. Margrét og Elísa Viðarsdætur, Íris, Berglind
Björg Þorvaldsdóttir, Sigríður Láru Garðarsdóttir og Fanndís Friðriks-
dóttir. Þær systurnar Margrét og Elísa leika þó ekki með landsliðinu á
EM að þessu sinni vegna meiðsla.
Liðsmenn ÍBV að fagna jöfnunarmarkinu.