Fréttir - Eyjafréttir - 28.02.2018, Síða 2
2 - Eyjafréttir
Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og
annað er óheimilt nema heimilda sé getið.
Eyjafréttir
Útgefandi: Eyjasýn ehf. 480278-0549.
Ritstjórn og ábyrgð: Sara Sjöfn Grettisdóttir
- sarasjofn@eyjafrettir.is
Blaðamaður:
Einar Kristinn Helgason - einarkristinn@eyjafrettir.is
Umbrot og hönnun:
Sæþór Vídó - sathor@eyjafrettir.is
Ljósmyndir: Óskar Pétur Friðriksson og blaðamenn.
Prentvinna: Landsprent ehf.
Aðsetur ritstjórnar: Strandvegur 47, Vestm.eyjum.
Símar: 481 1300 og 481 3310.
Netfang: frettir@eyjafrettir.is.
Auglýsingar: auglysingar@eyjafrettir.is
Veffang: www.eyjafrettir.is
Eyjafréttir koma út alla miðvikudaga.
Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu á
Kletti, Tvistinum, Vöruvali og Skýlinu.
Eyjafréttir eru prentaðar í 2000 eintökum.
Eyjafréttir eru aðilar að Samtökum bæjar-
og héraðsfréttablaða.
Miðvikudagur 28. febrúar 2018
Rökkvi
fann
kannabis
í Herjólfi
Á föstudaginn handtók
lögregla mann þegar hann var
að koma með Herjólfi til
Vestmannaeyja en í fórum
hans fundust um 100 gr. af
kannabis. Til aðstoðar
lögreglumönnum við leit var
fíkniefnahundurinn Rökkvi
sem er í eigu embættisins.
Maðurinn viðurkenndi að
eiga efnið. Að yfirheyrslu
lokinni var honum sleppt.
Annað fíkniefnamál kom upp
hjá lögreglunni í vikunni
þegar nokkuð magn fíkniefna
finnst á farþega sem var að
koma til Eyja með flugi. Það
fundust um 30 gr. af kannabis
hjá honum.
Erill hjá lögreglunni um
helgina
Nokkur erill var hjá lög-
reglunni í Vestmannaeyjum
um helgina en töluverður
fjöldi fólks var að skemmta
sér. Það gistu tveir einstak-
lingar fangageymslu
lögreglunnar um helgina.
Annar var ósjálfbjarga vegna
ölvunarástands en hinn vegna
líkamsárásar sem gerðist fyrir
utan skemmtistaðinn
Lundann. Það var ekki um
alvarlega áverka að ræða.
Honum var sleppt eftir
skýrslutöku.
Í síðustu viku var haldinn íbúa-
fundur um samgöngur á sjó í
Vestmannaeyjum. Fundurinn var í
Höllinni og mættu um 160 manns.
Þeir sem fluttu erindi á fundinum
voru Elliði Vignisson bæjarstjóri,
Sigurður Ingi Jóhannesson,
samgöngu- og sveitarstjórnar-
ráðherra, Hjalti Jóhannesson frá
Rannsóknastofnun HA, Guðmundur
Helgason frá Vegagerðinni,
Friðfinnur Skaptason frá Sam-
gönguráðuneytinu og Lúðvík
Bergvinsson lögfræðingur. Páll
Magnússon alþingismaður var
fundarstjóri.
Vilborg skal heita Herjólfur
Á fundinum var meðal annars kosið
um hvaða nafn ætti að gefa nýrri
Vestmannaeyjaferju, en eins og
þekkt er orðið er vinnuheitið
Vilborg og var skipanefndin búin að
samþykkja það. Nafnið sem hlaut
hinsvegar langflest atkvæði var
nafnið Herjólfur. 159 greiddu því
atkvæði. Herjólfur fékk um 80%
atkvæða og nafnið Vilborg fékk um
15% atvæða. Aðrar tillögur fengu
mun færri atkvæði. Nú verðum við
bara að bíða og sjá hvað Sigurður
Ingi samgönguráðherra ákveður að
gera, en nafnið er í hans höndum.
Þykir miður að textinn
hafi ekki sést
Guðmundur Helgason frá Vegagarð-
inni talaði um rekstur ferjunnar.
Ræða hans skilaði sér því miður
mjög illa til gesta og glærurnar sem
hann sýndi máli sínu til stuðnings,
náði enginn að lesa.
Guðmundur sagði í samtali við
Eyjafréttir að honum þætti miður að
textinn hafi ekki sést. „Mér þykir
miður að texti á glærum skilaði sér
ekki til fundargesta en á tölvuskjá
sást hann ágætlega en ekki á
tjaldinu í Vestmanneyjum,“ sagði
Guðmundur.
Farþegatölur og fjöldi
farartækja
Guðmundir sagði að skortur á
fjárveitingum til þessa málaflokks
hafi í ársbyrjun verið um 500 millj.
kr. „Hann er tilkominn að mestu
leyti vegna siglinga Herjólfs árin
2011 og 2012.“
Til að átta sig á rekstri Herjólfs er
rétt að skoða farþegatölur og fjölda
farartækja.
„Árið 2016 voru farþegar 338
þúsund og er aukningin um 11,7%
frá fyrra ári. Aukaferðir sem
Vegagerðin greiðir hálft gjald fyrir
töldust 42 ferðir. Til að átta sig á
hvað það voru að meðaltali margir
farþegar með ferjunni í hverri ferð,
þá er útreikningur á fjölda farþega
með hverjum legg,“ sagði Guð-
mundur.
Verulegur munur er á ferðum
yfir veturinn og á sumrin
Árið 2017 voru farþegar 344
þúsund og er aukingin um 1,8% frá
fyrra ári. Aukaferðir voru 131 en
aukning þeirra sem fara með
ferjunni yfir sumartímann er
sáralítil milli áranna 2016 og 2017.
Nokkrar staðreyndir (byggðar á
glærum sem ekki sáust):
• Meðalfjöldi farþega í hverri ferð
er mjög sveiflukenndur á sumrin
og yfir veturna.
• Flestir farþegar fara frá Land-
eyjahöfn kl. 09:45 og kl. 12:30
og síðan frá Vestmanneyjum kl.
18:30.
• Ný ferja verður afkastameiri en
núverandi ferja en ekki er vitað
hvaða áhrif það hefur á ferða-
mannastraum til Vestmannaeyja.
Rétt er að vekja athygli á þessum
þætti og hafa í huga skýrslu um
ferðamenn og íbúa í Vestmann-
eyjum frá árinu 2012.
„Það má búast við því að siglingar í
Landeyjahöfn frá desember til mars
verði erfiðar og að á þeim tíma þurfi
að sigla eitthvað í Þorlákshöfn. Við
stjórnum ekki veðrinu og tíðarfar
getur verið mismunandi eftir árum.
Það má samt reikna með því að
um verði að ræða mun minni
frátafir hjá nýrri ferju en núverandi
Herjólfi yfir vetrarmánuðina,“ sagði
Guðmundur.
Góðar og greiðar samgöngur eru
undirstaða þess að samfélagið geti
þrifist á eðlilegan hátt í atvinnu-
málum, menningarmálum, í öryggi
og þróun byggðarlagsins. Sam-
göngur hafa gríðarlega mikil áhrif á
íbúaþróun í Eyjum og hvort unga
fólkið vill koma heim eftir nám og
setjast þar að.
Ég hef sem þingmaður þessa
kjördæmis talað lengi fyrir því í
ræðu og riti að samgöngur til og frá
Vestmannaeyjum séu skilvirkar.
Sem ráðherra samgöngumála hefur
afstaða mín ekkert breyst en þörf á
stefnu í almenningssamgöngum um
land allt er knýjandi.
Eins og kveður á um í ríkis-
stjórnarsáttmálanum felast mikil
verðmæti í því að landið allt sé í
blómlegri byggð. Og að landsmenn
eigi að hafa jafnan aðgang að
atvinnutækifærum, menntun og
heilbrigðisþjónustu.
Ýmsa þætti þarf að skoða með
opnum huga til að koma til móts
við þarfir íbúanna í Eyjum,
fyrirtækja og ferðamanna. Má nefna
að heimamenn kalli eftir því að
ferðum verði fjölgað, að fyrsta ferð
fari fyrr og síðasta ferð seinna.
Skilvirkni þarf að vera í flutningi á
vörum og hráefni. Varðandi
ferðaþjónustuna og auknar
fjárfestingar og væntingar þar um
þá skipta góðar samgöngur
gríðarlega miklu hvort tekst að
byggja upp stöðugan ferðamanna-
straum og lengja tímabilið.
Þorlákshöfn
Kostnaður getur verið hár,
sérstaklega fyrir fjölskyldur, ef sigla
þarf til og frá Þorlákshöfn. Þess
vegna hef ég hug á því að tryggja
sama fargjald, óháð því í hvora
höfnina er siglt. Kostnaður er u.þ.b.
40 milljónir á ári miðað við
síðastliðin tvö ár. Vonast ég til að
geta tilkynnt þetta á næstu vikum.
Herjólfur
Eitt af mínum fyrstu verkum í
samgönguráðuneytinu var að breyta
fyrri ákvörðun um Vestmanna-
eyjaferju í samræmi við loftslags-
markmið ríkisstjórnarinnar þannig
að ferjan gangi fyrir rafmagni. Í
framhaldi fól samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytið Vegagerð-
inni að semja um breytingar á
hönnun nýju Vestmannaeyjaferj-
unnar í því skyni að hún muni
ganga fyrir rafmagni. Því miður
hefur það dregist úr hófi, að hanna
og smíða nýtt skip sem hentar
Landeyjahöfn.
Gamli Herjólfur þarf að vera til taks
um tíma eftir að sá nýi kemur, á
meðan reynsla kemur á nýtt skip.
Ég hef talað fyrir þessu og í mínum
huga er þetta skýrt. Því við vitum
ekki hver þörfin verður. Verður
kannski þörf fyrir annað skip til að
annast vöruflutninga?
Landeyjahöfn
Frá því að Landeyjahöfn var opnuð
var ljóst að ekki myndi takast að
nýta hana að fullu þar sem
Herjólfur hentar ekki til innsigl-
ingar í höfnina. Eigi að síður var
stórt skref stigið þegar Landeyja-
höfn var opnuð. Möguleikar fólks
og fyrirtækja opnaði nýja vídd í
samgöngum milli lands og Eyja. Þó
voru þeir til sem gagnrýndu og
töldu að þessi nýja vídd myndi ekki
gagnast sem skyldi vegna þess að
Herjólfur hentaði ekki og Landeyja-
höfn væri stórgölluð og höfðu þeir
nokkuð til síns máls.
Hitt er þó öllum ljóst að tækifærin
sem felast í öflugri ferju og höfn
gjörbreyta öllum samgöngum til
hins betra. Vandinn er óleystur og
halda þarf áfram að hanna höfnina
og þróa. Brýnt er að Landeyjahöfn
og nýja ferjan finni taktinn saman.
Ég hyggst því fá nýjan óháðan aðila
til að taka út Landeyjahöfn eftir að
reynsla er komin á nýja ferju.
Rekstur
Markmiðið er að leiðin á milli lands
og Eyja sé skilvirk og greið með
þarfir íbúanna að leiðarljósi. Í því
augnamiði erum við að skoða fjóra
kosti á rekstrarformi.
Valkostirnir eru:
1. Vegagerðin reki ferjuna í upphafi
til reynslu þar sem ýmsir
óvissuþættir eru í rekstri.
2. Útboð til tveggja ára.
3. Útboð til fimm ára.
4. Samstarf við Vestmannaeyjabæ.
Leið eitt, að Vegagerðin reki ferjuna
um skamma hríð, færir okkur
vitneskju um hvernig nýtt skip
reynist og gefur færi á að þróa ýmsa
þætti í samræmi við þarfir íbúanna.
Leið tvö er einnig vænleg en leið
þrjú er síst. Almenna reglan hjá
ríkinu er að bjóða út almennings-
samgöngur og því skiptir máli á
hvaða forsendum slíkir samningar
eru byggðir. Mikilvæg forsenda er
til að mynda sama fargjald, óháð
því hvert siglt er.
Að mínu mati gæti leið fjögur
komið til greina þegar við erum
búin að afla þekkingar á skipinu
og Landeyjahöfn er komin í betra
ástand en nú er. Mér finnst það
ekkert útilokaður kostur þegar
við vitum betur hvað við erum
að tala um.
Að lokum
Góðar almenningssamgöngur skipta
máli. Samgöngunetið þarf að
tvinnast saman, verða ein heild og
hver hluti tengjast öðrum svo allir
fái sem jafnasta þjónustu.
Ég vil nota tækifærið og þakka
íbúum Vestmannaeyja fyrir góða
þátttöku og málefnalegan fund og
bæjaryfirvöldum fyrir gott samstarf.
Íbúafundur um samgöngur á sjó
:: Herjólfur fékk afgerandi kosningu :: Hugmyndir um rekstur ferjunnar
Góðar almenningssamgöngur skipta máli
Sigurður Ingi Jóhannsson
samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðherra
Aðsend grein:
SARA SJöfN GREttISdóttIR
sarasjofn@eyjafrett ir. is
Guðmundur Helgason, fulltrúi Vegagerðarinnar í ræðustól.