Fréttir - Eyjafréttir - 28.02.2018, Síða 4
4 - Eyjafréttir Miðvikudagur 28. febrúar 2018
Um liðna helgi mældi blaða-
maður sér mót við þau Lottu,
Hilmar, Vilmar og Þóru Sif sem
vinna um þessar mundir að því
að gera upp húsið Hól sem
stendur við Miðstæti. Það er
eigilega ekki hægt að tala um
að gera upp strax því niðurrifið
stendur enn og mikið verkefni
er fyrir höndum. Húsið Hóll var
tekið í notkun árið 1908 og er
því 110 ára. Húsið er innflutt
timburhús frá Noregi og var
það byggt á steyptum grunni.
Planið hjá þeim er að taka
húsið, sem er 240 fermetrar,
allt í gegn.
„ Okkur vantaði að fjárfesta og út
frá því kom sú hugmynd að kaupa
þetta hús, sagði Karlotta Lind
Pedersen, en fyrirtæki hennar og
eiginmanns hennar, Hilmars
Tómasar Guðmundssonar festi kaup
á húsinu fyrir lok árs 2017. Hjónin
eru hvorki frá né búsett í Vest-
mannaeyjum en frændi hennar
Lottu eins hún er köllu, Vilmar Þór
Bjarnasson býr hér ásamt eiginkonu
sinni Þóru Sif Kristinsdóttur og er
hún fædd og uppalin í Vestmanna-
eyjum. Þau hjónin eiga tvö börn,
Theresu Lilju og Oliver Atlas og
fluttist fjölskyldan til Eyja fyrir um
tveimur árum síðan.
Íbúðarhúsnæði og gisitheimili
„Okkur vantaði rekstraraðila fyrir
gistiheimilið og lá vel við að þau
hjón tækju það að sér,“ sagði Lotta.
Húsinu verður skipt í íbúð í
langtímaleigu, þar sem Vilmar og
Þóra Sif munu búa og hinn hluti
hússins verður gistiheimili. Í
gistiheimilishlutanum verða tvær
litlar íbúðir og 3 herbergi og verður
þar gistirými fyrir 12-14 manns.
„Hugsunin er að kaupa fasteign á
sérvöldum stað sem rúmar bæði
almenna leigumarkaðinn og
þjónustar skammtímaleigumarkað-
inn líka. Rúsínan þarna er að þeir
íbúar sem eru í langtímaleigu fá
atvinnu af því að þjónusta þá sem
stoppa stutt við. Íbúarnir taka þátt í
að markaðssetja og annast annað
húllumhæ sem tengist eigninni, “
sagði Lotta.
Lúxus gistiheimili
Eins og áður segir verða fimm
gistirými fyrir 12 til 14 manns á
gistiheimilinu. „Við ætlum að leitast
við að halda háum klassa og skapa
okkur sérstöðu á þessum markaði.
Við viljum hafa þetta aðlaðandi og
flott, þannig að fólk vilji og þyki
eftirsóknarvert að koma og gista hjá
okkur,“ sagði Vilmar.
Óvíst hvenær fram-
kvæmdum ljúki
Aðspurð um hvenær framkvæmdum
á að vera lokið, vildu þau lítið tjá
sig. „Við ætlum ekkert að segja til
um það, það veltur á svo mörgu,“
sagði Lotta. „Við þurfum að sækja
um leyfi fyrir hinu og þessu, þannig
að þetta veltur líka á löggjafanum
að einhverju leyti,“ sagði Hilmar.
Gæðastundir á Hóli
Fjölskyldan er spennt fyrir komandi
tímum og ætla þau sér að vera öll
þarna yfir Verslunarmannahelgina.
„Þá verða gistirýmin ekki leigð út,
heldur ætlum við að njóta þess að
vera hérna,“ sagði Hilmar. „Einnig
eru mörg þeirra að mæta í fyrsta
skiptið á þjóðhátíð þannig að þetta
verður stuð,“ sagði Vilmar.
Það verður því gaman að fylgjast
með fjölskyldunni gæða húsið lífi á
ný. Þeir sem vilja fylgjast með þeim
í framkvæmdunum geta bætt þeim
við sem vin á snapchat undir
nafninu, holl1907, einnig er hægt að
finna þau á facebook, Hóll gisti-
heimili.
Fjölskyldan klár í slaginn
á tröppunum á Hóli.
Húsið að Goðahrauni 1 sem reis á
árunum í kringum 1980 var lengst
af verslunarhúsnæði og síðast var
þar verslunin Kjarval sem var lokað
fyrir nokkrum árum. Þar var líka
sjoppa, vídeóleiga og bensínsala.
Nú hefur húsið fengið nýtt hlutverk
og í maí er áætlað að opna þar
fyrsta flokks íbúðir sem ætlaðar eru
til útleigu fyrir ferðafólk og jafnvel
til langtímaleigu að vetri til. Auk
þess er þar fasteignasala, bílaum-
boð, veislusalur og skrifstofa
stéttarfélags.
Húsið er samtals 600 fermetrar og
fyrir nokkrum árum keyptu hjónin
Arndís María Kjartansdóttir og
Ómar Steinsson 150 fermetra þar
sem þau reka fasteignasölu og
veislusal undir nafni Eldeyjar og
bílaumboð fyrir B&L. „Ómar er hér
líka með skrifstofu fyrir Skipstjóra-
og stýrimannafélagið Verðandi og
ég rek Fasteignasöluna Eldey í
samstarfi við Allt-fasteignir,“ segir
Arndís en nú eru þau að færa út
kvíarnar.
„Í sumar keyptum við í félagi við
önnur hjón allt húsið og er verið að
innrétta níu íbúðir á 450 fermetrum.
Fimm tveggja herbergja íbúðir og
fjórar stúdíóíbúðir. Hjónin Ingunn
Arnórsdóttir og Svanur Gunnsteins-
son eiga helminginn á móti okkur í
þessu og heitir fyrirtækið Eldey
gisting ehf.,“ bætir hún við.
Vandað til verka
Ómar segir að mjög sé vandað til
verka og eigi allt að vera fyrsta
flokks þegar opnað verður í maí.
„Við ákváðum strax að halda okkur
við heimamenn til framkvæmdanna
og vorum við svo lánsöm að fá
Sigmar Garðarsson til að hafa
yfirumsjón með verkinu. Kolbeinn
Agnarsson er sérlegur aðstoðar-
maður hans. Miðstöðin sér um
pípulagnir, Geisli um allt rafmagn
og Viðar og hans fólk um málningu.
Þá hannaði Kristín Hartmannsdóttir
húsnæðið ásamt okkur,“ segir
Ómar. Ennfremur reynum við að
versla allt sem við getum í heima-
byggð og erum við í miklu og góðu
samstarfi við Húsasmiðjuna,
Miðstöðina, Geisla og fleiri
fyrirtæki. Hérna er toppþjónusta og
frábærir fagmenn og um að gera að
styrkja og styðja við bæjarfélagið
sem við búum í eins mikið og við
mögulega getum.
Tók marga mánuði
að fá öll leyfi
Þau gengu frá kaupunum í fyrra-
sumar í frábæru samstarfi við
Landsbankann. „Þar mættum við
mikilli velvild frá Jóni Óskari og
hans fólki. Þá tóku við umsóknir
um leyfi og að uppfylla þær miklu
kröfur sem gerðar eru til slíks
rekstrar sem útleiga á fasteignum er.
Það tók marga mánuði að fá öll
leyfi og við máttum ekki byrja fyrr
en allt var orðið klárt af hendi
eftirlitsaðila. Það eru gerðar afar
miklar kröfur til okkar og sjálfsagt
að verða við þeim,“ sagði Ómar.
Þau leggja áherslu á að allt eigi að
vera í toppklassa. „Það verða allar
íbúðir með eigin baðherbergi með
sturtu. Stærri íbúðirnar eru með
fullbúnu eldhúsi en þær minni með
smá eldhúskrók. Þá leggjum við
áherslu á að vera með mjög góð
rúm og sængurfatnað og allan
aðbúnað eins góðan og kostur er,“
segir Ingunn. „Þá uppfyllum við
skilyrði um íbúð fyrir fatlaða og
ennfremur er allt nýtt hjá okkur og
er stefnan að húsið verði eins og
nýbygging, enda var allt rifið inn að
steini. Húsið er afar vel byggt og
þakið nýlegt, Kaupfélagsmenn
spöruðu ekki steypuna hérna um
árið og fyrir það þökkum við.“
Stutt á golfvöllinn
Og þau óttast ekki staðsetninguna.
„Hér getur fólk notið þess að vera í
nálægð við náttúruna og það gæti
ekki verið styttra á golfvöllinn og
öll stóru fótboltamótin eru hér
nánast á sömu torfunni. Sundlaugin
er í fimm mínútna fjarlægð og ekki
má gleyma þjóðhátíðinni. Hingað
kemur fólk að fyrsta flokks aðstöðu,
uppábúnum rúmum og þvottahúsi
með þvottavélum og þurrkara. Það
á því öllum að geta liðið vel hjá
okkur og við hlökkum til að taka á
móti fyrstu gestunum í vor, enda
mikið búið að bóka á öllum helstu
helgunum en við vorum að koma
inná booking.com.
Hugsunin er að þetta verði eins og
að koma í sumarbústað/ íbúðar-
gistingu með náttúruna, kyrrðina og
fegurðina við hendina, hingað
kemur fólk sem vill hafa rúmt um
sig í góðri íbúð með allt til alls, en
er samt út af fyrir sig og getur notið
óviðjafnanlegrar náttúru,“ sagði
Dísa að endingu. En ekkert af þessu
verður mögulegt nema fólk komi til
okkar og þökkum við Eyjamönnum
fyrir frábærar undirtektir og
jákvæðni í okkar garð. Því hér
viljum við vera og vonum að húsið
verði vesturbænum til sóma.
Hamagangur á Hóli
:: Gera upp eitt elsta húsið í bænum
SARA SJöfN GREttISdóttIR
sarasjofn@eyjafrett ir. is
Ómar og Arndís :: Ingunn og Svanur :: Goðahraun 1 fær nýtt hlutverk
:: Lúxusíbúðir fyrir ferðamenn:
Ákváðum strax að halda okkur við
heimamenn til framkvæmdanna
:: Enn fremur reynum við að versla allt sem við getum hérna í heimabyggð og erum
í miklu og góðu samstarfi við Húsasmiðjuna, Miðstöðina, Geisla og fleiri fyrirtæki.
ómAR GARðARSSoN
omar@eyjafrett ir. is
Ómar og Arndís og Ingunn og Svanur. Hátt til lofts og vítt til veggja í
Goðahrauninu, sem er hús sem leynir á sér.