Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 28.02.2018, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 28.02.2018, Blaðsíða 9
Eyjafréttir - 9Miðvikudagur 28. febrúar 2018 Auglýsing um nýtt AðAlskipulAg vest- mAnnAeyjAbæjAr 2015-2035 Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar hefur samþykkt að auglýsa tillögu að aðalskipulagi Vestmanna- eyjabæjar skv. 31. gr. laga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006. Nýtt aðalskipulag tekur til tímabilsins 2015-2035 og er endurskoðun á aðalskipulagi fyrir tímabilið 2002-2014.Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð. Skipulagstillagan verður til sýnis í Einarsstofu (anddyri Safnahúss) við Ráðhúströð og hjá emb- ætti skipulags- og byggingarfulltrúa Skildingavegi 5, frá 28. febrúar til og með 11. apríl 2018. Á sama tíma verður tillagan aðgengileg hjá Skipulags- stofnun bæði í sýningarrými að Borgartúni 7b og á vefsíðunni www.skipulag.is. Þá eru öll gögn aðalskipulagsins aðgengileg rafrænt á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar www.vestmannaeyjar.is, í glugganum Nýtt Aðalskipulag. Opið hús, kynning á skipulaginu, verður í Einars- stofu (anddyri Safnahúss) við Ráðhúströð mið- vikudaginn 7. mars nk. milli kl. 14:00 og 18:00. Þar munu hönnuðir skipulagsins kynna efnistök skipulagsins og svara fyrirspurnum áhugasamra. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við til- löguna og er frestur til að skila inn athugasemd- um til 11. apríl 2018. Skila skal inn skriflegum athugasemdum til skipulagsfulltrúa á skrifstofu hans að Skildingavegi 5, 900 Vestmannaeyjum b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið bygg@vest- mannaeyjar.is. skipulagsfulltrúi Undanfarin ár hafa verið tímabil góðæris eftir djúpa efnahagslægð í lok síðasta áratugar. Uppsveiflan náði hámarki árið 2016 þegar hagvöxtur nam 7,2%. Vöxturinn hefur m.a. hvílt á hratt vaxandi ferðaþjónustu, aukinni fjárfestingu í þann geira sem og almennt meðal atvinnuvega, hagstæðum ytri skilyrðum, vaxandi kaupmætti heimila og farsælli lausn á þeim vandamálum sem fall meginhluta fjármálakerfisins skapaði í lok síðasta áratugar. Íslandsbanki áætlar að hagvöxtur í fyrra hafi verið 4,1%. Fyrir yfirstandandi ár spá þeir 2,3% hagvexti, og sama hagvexti árið 2019. Þórdís Úlfarsdóttir og Sigurður Friðriksson sátu fyrir svörum hjá blaðamanni Eyjafrétta um stöðuna í Eyjum. Ný íbúðalán stóru bankanna þriggja jukust um 70% milli ára á síðasta ári og var almennur útlánavöxtur bankanna umfram hagvöxt. Vaxtatekjur stóðu þó nánast í stað en þóknunartekjur jukust. Tengið þið við þetta í Vestmannaeyjum? Þegar skoðuð eru lán til íbúðakaupa eða endurfjármögnunar núverandi íbúðahúsnæðis og borin saman árin 2015, 2016 og 2017 þá má glöggt sjá að töluverð aukning hefur verið í þessum lánum á milli ára hjá okkur í Íslandsbanka í Vestmanna- eyjum, og þá einkum á milli áranna 2016 og 2017. Vextir hafa farið lækkandi og er mikið um að viðskiptavinir okkar séu að endurfjármagna sín lán. Þegar verið er að skoða fjármögnun á íbúðar- húsnæði þá leggjum við áherslu á vandaða ráðgjöf og að viðkomandi skoði vel og beri saman þá kosti sem í boði eru á markaðnum. Við í Íslandsbanka erum boðin og búin að aðstoða viðskiptavini okkar sem og aðra sem til okkar leita og svara spurningum sem upp kunna að koma í tengslum við fjármögnun á íbúðarhúsnæði. Hver er ykkar tilfinning eða staðreyndir um uppgang í Vest- mannaeyjum? Það má glöggt sjá að mikill uppgangur hefur verið í Vestmanna- eyjum. Undanfarin ár hafa stóru fyrirtækin, Ísfélagið og Vinnslu- stöðin verið í miklum fjárfesting- um. Má þar til dæmis nefna uppbyggingu frystigeymslna, uppsjávarvinnslna og nýsmíði fiskiskipa. HSVeitur eru að byggja húsnæði undir varmadælustöð. Íbúðabyggingar eru að rísa á Vigtartorgi og á toppi gömlu Fiskiðjunnar sem og á fleiri stöðum í bænum. Hvað með kaupmátt Eyjamanna, er það eitthvað sem þið fylgist með eða mælið? Við mælum kaupmátt launa í Vestmannaeyjum ekki sérstaklega. Í uppfærðri Þjóðhagsspá Íslands- banka fyrir árin 2017 – 2019 kemur meðal annars fram að kaupmáttur launa hefur aukist hröðum skrefum síðustu ár. Frá árinu 2012 hefur kaupmáttur launa vaxið um 5,1% á ári að jafnaði. Kaupmáttaraukningin náði hámarki árið 2016, þegar hún nam 9,5%. Í fyrra dró nokkuð úr vexti kaupmáttar, og nam hann þá 5,1%. Útlit er fyrir hægari hækkun launa á spátímanum en síðustu ár, og þar með talsvert minni kaupmáttaraukn- ingu. Við gerum ráð fyrir 3,3% aukningu kaupmáttar launa í ár, og 1,9% kaupmáttaraukningu árið 2019. Mikill vöxtur einkaneyslu síðustu ár hefur verið studdur af hraðri kaupmáttaraukningu, bættri fjárhags- stöðu heimila, vaxandi atvinnuþátttöku og fólksfjölgun, svo nokkuð sé nefnt. Við teljum að einkaneyslu- vöxturinn hafi náð hámarki árið 2017 með 7,5% vexti frá fyrra ári. Vöxtur einkaneyslu í fyrra var því talsvert meiri en vöxtur kaupmáttar, í fyrsta sinn í þessari uppsveiflu. Við gerum ráð fyrir 4,7% vexti einkaneyslu í ár og 3,0% vexti árið 2019. Hægari vöxtur einkaneyslu er í samræmi við minni kaupmáttaraukningu, hægari fólksfjölgun, hóflegri hækkun eignaverðs og lítilsháttar aukningu atvinnuleysis. Þórdís Úlfarsdóttir og Sigurður Friðriksson Það má glöggt sjá að mikill uppgangur hefur verið í Vestmannaeyjum :: Kaupmáttur launa hefur aukist hröðum skrefum síðustu ár s. 481-1300 | frettir@eyjafrettir.is | www.eyjafrettir.is heiM að DYruM - kr. 2.016 á mán. með áskrift að eyjafréttum færðu vikulegar fréttir, heim að dyrum, af öllu því helsta sem um er að vera í Vestmannaeyjum eða tengist Eyjum á einn eða annan hátt. Ekki nóg með það heldur getur þú einnig nálgast blaðið þitt á eyjafrettir.is hvar sem þú ert í heiminum. Á vefnum færðu líka óhindraðan aðgang að nýjustu fréttum frá Eyjum um leið og þær gerast. neTÁsKrifT - kr. 1.490 á mán. með netáskrift að eyjafréttum ertu alltaf með blaðið við hendina. Þú færðu aðgang að blaði eyjafrétta á eyjafrettir. is þegar þér hentar, hvar sem þú ert í heiminum. Á vefnum færðu líka óhindraðan aðgang að nýjustu fréttum frá Eyjum um leið og þær gerast. ÞÚ fÆrð Meira í ÁsKrifT

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.