Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 28.02.2018, Síða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 28.02.2018, Síða 15
Eyjafréttir - 15 Íþróttir Miðvikudagur 28. febrúar 2018 Hið árlega Guðlaugssund mun fara fram í Sundhöll Vestmannaeyja nk. miðvikudag en það er til minningar um þá sem fórust þegar báturinn Hellisey sökk árið 1984. Í hópi þátttakenda verður Bonnie Tsui, blaðamaður The New York Times, en hún er að vinna að nýrri bók sem fjallar um vísinda- og menningarlegar ástæður á bakvið það hvers vegna fólk stundar sund. Að hennar mati er saga Guðlaugs afar sérstök og ekki síður hefðin sem hefur skapast í kringum Guðlaugssundið sl. 30 ár. Karla- og kvennalið ÍBV í hand- boltanum eru í slag um titla á þrennum vígstöðum, í Coca Cola bikarnum, í báðum deildum og karl- arnir eru á leið í átta liða úrslit í Áskorandakeppni Evrópu. Það er því í mörg horn að líta hjá Karli Haraldssyni sem fer fyrir handbolt- anum hjá ÍBV- íþróttafélagi. Í Evrópukeppninni er leikið heima og heiman og reyndi ÍBV að fá báða leikina heim en það gekk ekki. ÍBV hefur ekki farið stuttu leiðina í Evrópukeppninni, spilaði í Hvíta Rússlandi, Ísrael og núna er það Rússland. „Já, við erum á leið í víking til Rússlands þar sem við mætum Krastnador sem er rétt norður af Svartahafi. Við erum búnir að sjá þá á myndböndum og eigum bullandi séns á að komast áfram. Það er búið að draga í fjögurra liða keppninni þar sem við mætum annað hvort Fyllingen í Noregi eða Turda frá Rúmeníu. Að því gefnu að við komumst áfram,“ sagði Karl. Það er leikið ytra 24. mars og hér heima viku seinna. „Því miður gekk ekki að fá báða leikina hingað heim og það verður bara að takast á við það. Þetta verður gríðarlegt ferðalag, tekur sólarhring hvora leið en þessi ferðalög hafa þétt hópinn sem ætlar sér alla leið.“ Um aðra helgi er fjórðungsúrslita helgin í Coca Cola bikarnum sem fram fer í Laugardalshöllinni þar sem bæði karla- og kvennaliðið ÍBV mæta. „Undanúrslitin eru á fimmtudaginn og föstudaginn og mæta stelpurnar Fram og strákarnir Haukum. Úrslitin eru svo á laugardeginum og okkar mögu- leikar liggja í að gera Laugardals- höllina að okkar heimavelli. Það verður brjáluð stemning og draumurinn er að koma heim með báða bikarana. Þá verður ÍBV handhafi allra bikara í bikarkeppn- um í meistaraflokkum í handbolta og fótbolta karla og kvenna. Árangur sem ekkert félag hefur náð og verðum við með hópferðir á leikina gangi allt að óskum.“ Bæði liðin eiga möguleika á deildinni, konurnar í þriðja sæti og karlarnir í öðru og eiga leik til góða. „Þetta væri ekki hægt nema að hafa öflugt bakland og mæting á leiki hefur verið frábær,“ sagði Karl að endingu. Sandra Erlingsdóttir átti frábæran leik og skoraði 11 mörk þegar ÍBV vann Fjölni, 33:27, í 19. umferð Olísdeildar kvenna í Dalhúsum í Grafarvogi um helgina. ÍBV er í þriðja sæti deildarinnar með 28 stig, en liðið jafnaði Fram og Hauka að stigum með sigrinum gegn Fjölni. ÍBV hefur nú þegar tryggt sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar, en liðið er tveimur stigum á eftir Val á toppi deildarinnar með 30 stig. ÍBV gerði sér lítið fyrir og vann FH með átta marka mun í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Fyrirfram var reiknað með hörku leik, en ÍBV var í 3. sæti með 26 stig á meðan FH var með fimm stigum meira í toppsætinu. Strákarnir töpuðu fyrir Val á fimmtudaginn og ætluðu sér svo sannarlega ekki að tapa líka á mánudaginn. ÍBV var yfir allan tímann og settu þeir tóninn strax í byrjun og komust í 4:1, FH tókst aldrei að jafna eftir það. Þegar flautað var til hálfleiks var staðan 20-13. Gestirnir byrjuðu betur í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í þrjú mörk strax í upphafi. En ÍBV átti leikinn svo undir lokin. Lokatölur 37-29. Theodór Sigurbjörnsson skoraði flest mörk fyrir ÍBV, 9 mörk, þar af þrjú úr vítum. Þar á eftir kom Agnar Smári Jónsson með 6 mörk. FH heldur toppsætinu en ÍBV eru nú komnir í 2. sæti deildarinnar með 28 stig og eiga leik til góða á FH og geta jafnað þá að stigum ef þeir vinna þann leik. Handbolti | Olísdeild karla: Góður sigur á toppliði FH :: Theodór Sigurbjörnsson skoraði níu mörk :: Eiga leik til góða Guðlaugssundið á miðvikudaginn: Blaðamaður New York Times syndir FH 19 15 1 3 622 107 31 ÍBV 18 13 2 3 524 59 28 Selfoss 19 14 0 5 575 64 28 Valur 19 13 1 5 531 22 27 Haukar 19 12 1 6 548 81 25 Afturelding 19 9 1 9 499 -16 19 Stjarnan 19 8 3 8 533 25 19 ÍR 18 7 1 10 484 -2 15 Fram 19 5 2 12 519 -61 12 Grótta 19 5 1 13 485 -59 11 Fjölnir 19 1 4 14 487 -80 6 Víkingur 19 1 3 15 442 -140 5 Olísdeild karla Fram 19 14 2 3 571 134 30 Valur 19 14 2 3 517 101 30 ÍBV 19 13 2 4 561 94 28 Haukar 19 13 2 4 473 59 28 Stjarnan 19 9 1 9 539 39 19 Selfoss 19 4 1 14 403 -107 9 Grótta 19 1 2 16 397 -155 4 Fjölnir 19 1 2 16 393 -165 4 Olísdeild kvenna Elliði Snær Viðarsson í bullandi færi. ÍBV hefur gert þriggja ára samning við breska miðjumanninn Priestley David Griffiths. Priestley er 21 árs og alinn upp hjá Middlesbrough á Englandi. Hann á að baki 6 leiki með U-17 landsliði Englands. Griffiths er 21 árs og spilaði síðast með Bishop Auckland í 9. efstu deild Englands. Hann er áttundi leikmaðurinn sem ÍBV fær til sín fyrir sumarið. Handbolti | Olísdeild kvenna: Stelpurnar í þriðja sæti Knattspyrna | Fyrrum leik- maður Midd- lesbrough til ÍBV Handbolti | Mikið framundan: Í baráttu um titla á þrennum vígstöðvum :: Ekki hægt nema með öflugu baklandi segir Karl Haraldsson formaður handknattleiksráðs Sandra Dís í baráttunni gegn Gróttu á dögunum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.