Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2018, Qupperneq 12

Fréttir - Eyjafréttir - 26.06.2018, Qupperneq 12
Opnunartími / mánudaga-föstudaga kl . 7.30-21.00 / um helgar kl . 10-21 góð verslun í alfaraleið Ný tilboð vikulega Heimsendingarþjónusta. sushi frá Osushi kemur til okkar föstudaga kl. 17.30. tökum niður pantanir ! pistillinn sumaráætlun herjólfs *gildir frá og með 1. júní. áætlun getur tekið breytingum – nánar á ferjur.is vestmannaeyjar - landeyjar Alla daga 08:30 11:00 - 16:00 18:45 21:00 Mán. mið. fim. fös. lau. sun. 13:45 landeyjar - vestmannaeyjar Alla daga 09:45 12:45 - 17:10 19:45 22:00 Mán. mið. fim. fös. lau. sun. 14:45 Sögur fara hratt yfir, sérstaklega í litu bæjarfélagi. Sögur breytast líka manna á milli, hópa á milli. Þessi heyrði þetta og hinn heyrði hitt, þriðji býr svo til sinn graut úr því. Við gáfum áskrifendum Eyjafrétta smjörþefinn af því sem er í gangi hjá fyrirtækinu um þessar mundir fyrr í þessum mánuði með pistli sem samstarfsfélagi minn, Einar Kristinn Helgason skrifaði og sagði frá erfiðri stöðu fyrirtækisins og þeirri sorglegu staðreynd að honum hefði verið sagt upp. Blaðaútgáfa er harður heimur og þar eru bæjarblöð að deyja út. „Í heimi þar sem internetið er alls ráðandi á blaðaútgáfa eins og við þekkjum hana undir högg að sækja. Stöðugur samdráttur hefur verið á auglýsingamarkaði sl. áratug þar sem samfélagsmiðlar og aðrar tækninýjungar virðast hafa leyst hið gamla form af hólmi. Samhliða þessari þróun fækkar áskrifendum einnig markvisst þar sem lítil sem engin endurnýjun á sér stað í þeim hópi,“ sagði Einar Kristinn í pistil sínum um daginn. Það er akkurat þetta sem við erum að takast á við núna, hvorki flóknara né einfaldra en það. Það er verið að hagræða og breyta útgáfunni, því þegar á botninn er hvolft snýst þetta allt um tölur og ekki neitt annað! Það er ekki verið að gera breytingar útaf neinu öðru. „Eftir að hafa skráð sögu sam- félagsins í Eyjum og sagt fréttir af íbúm þess í 44 ár gæti tími Eyjafrétta (áður Frétta) loks verið á enda. Allt hefur sinn tíma og kannski er tími Eyjafrétta runninn upp hvort sem fólki líkar það betur eða verr,“ sagði Einar Kristinn jafnframt í pistil sínum, því þegar hann skrifar hann leit út fyrir að hér værum við að fara loka dyrunum og hætta útgáfu. En ég get með glöðu sagt ykkur að þó dyrunum á Strandvegi 47 er að loka er útgáfu Eyjafrétta ekki á enda. Ég hvet ykkur til að fylgast með í næsta tölublaði. Er tími Eyjafrétta uppurinn? Sara Sjöfn Grettisdóttir r itstjóri Eyjafrétta s. 481-1300 | frettir@eyjafrettir.is | www.eyjafrettir.is HEIM AÐ DYRUM - kr. 2.016 á mán. Með áskrift að Eyjafréttum færðu vikulegar fréttir, heim að dyrum, af öllu því helsta sem um er að vera í Vestmannaeyjum eða tengist Eyjum á einn eða annan hátt. Ekki nóg með það heldur getur þú einnig nálgast blaðið þitt á Eyjafrettir.is hvar sem þú ert í heiminum. Á vefnum færðu líka óhindraðan aðgang að nýjustu fréttum frá Eyjum um leið og þær gerast. NETÁSKRIFT - kr. 1.490 á mán. Með netáskrift að Eyjafréttum ertu alltaf með blaðið við hendina. Þú færðu aðgang að blaði Eyjafrétta á Eyjafrettir.is þegar þér hentar, hvar sem þú ert í heiminum. Á vefnum færðu líka óhindraðan aðgang að nýjustu fréttum frá Eyjum um leið og þær gerast. Vertu með á nótunum og skráðu þig í áskrift núna á eyjafrettir.is eða í síma 481-1300. ÞÚ FÆRÐ MEIRA Í ÁSKRIFT Stimplar Ýmsar gerðir og litir Eyjafréttir Strandvegi 47 | S. 481 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.