Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.1998, Side 1

Skessuhorn - 25.02.1998, Side 1
 VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI - 2. tbl. 1. árg. 25. febrúar 1998 * Gísli Gíslason bæjarstjóri afhendir Gu&bjarti Hannessyni forseta bæjarstjórnar fyrsta eintakib af skýrslunni; Skaginn býbur góban daginn. Skaginn býbur góban daginn ÞRIÐJUDAGINN 17. febrúar s.l. var bæjarstjórn Akraness formlega af- hent skýrsla sem er afrakstur stefnu- mótunar bæjarfélagsins vegna Hval- fjarðarganganna. Skýrslan ber nafnið „Skaginn býður góðan daginn - Akra- nes við upphaf nýrrar aldar“ og fjallar um áhrif Hvalfjarðarganga fyrir Akra- nes og leiðir til að mæta nýjum aðstæð- um. I samtali við Skessuhom sagði Gísli Gíslason formaður verkefnisstjómar, að næsta skref væri að koma skýrsl- unni í dreifingu til aðila á Akranesi. Hann sagði að lögð væri áhersla á að til að ná sem mestri hagræðingu af Hval- fjarðargöngum sé enginn undanskilinn í að hafa skoðun á og taka þátt í aðgerð- um í þá átt. „Bærinn getur verið sam- nefnari fyrir væntanlegar aðgerðir en allir verða að vera samtaka í að ná fram kostum Ganganna", sagði Gísli. Itailega er fjallað um skýrsluna á bJs. 4 og 5 í blaðinu í dag. Selja eignir og greiba nibur skuldir Fjárhagsáætlun Snæfellsbæjar afgreidd FJARHAGSAÆTLUN Snæfells- bæjar var afgreidd með annarri um- ræðu sunnudaginn 18. febrúar s.l. Gert er ráð fyrir 309 milljón króna skatttekj- um sem em nánast óbreyttar tekjur frá síðasta ári. Þá er ráðgert að selja eign- ir fyrir að lágmarlci 180 milljónir en þar er átt við eignarhlut bæjarins í út- gerðarfyrirtælcinu Snæfellingi. Akveðið er að veita 80 milljónum til byggingar íþróttahúss og 30 milljón- um í gatnagerð, holræsi og veitufram- kvæmdir. Þá er gert ráð fyrir að greiða niður langtímaskuldir um 55 milljónir. Að sögn Guðjóns Pedersen bæjar- stjóra verður þetta mikið framkvæmda- ár hjá Snæfellsbæ. „Sala eigna gerir olckur kleift að ráðast í stærstu fram- kvæmd síðustu ára, sem er bygging íþróttahússins, auk þess að greiða vera- lega niður skuldir“, sagði Guðjón. Útgjöld til fræðslumála era stærsti liðurinn í rekstri sveitarfélagsins. I þann málaflokk er gert ráð fyrir að fari 42% af skatttekjunum, í yfirstjóm 10% og 9% til félagsþjónustu. Guðjón var spurður um hvort hlut- fall yfirstjómar væri ekki í hærra lagi vegna lögunar sveitarfélagsins. Hann svaraði því til að yfirstjómin væri dýr- ari en hún þyrfti að vera vegna um- fangs sveitarfélagsins og hversu dreifð byggðin væri. „Samt sem áður sýnist mér að við séum á svipuðu róli og önn- ur sveitarfélög af sambærilegri stærð. Eg er þess líka fullviss, án þess að ég hafi staðfestar tölur í höndunum, að yf- irstjórnin væri töluvert kostnaðarsam- ari ef hér væra ennþá fjögur sveitarfé- lög“, sagði Guðjón að lokum. Askriff fyrir íbúa utan kjördœmisins. Sími: 437 2262 SlÉSSíítíOií Söluumboð fyrir: Samvinnuferðir-Landsýn Á verið fyrir þig! NÝI i SÉRFERÐABÆKLINGURINN j ER K0MINN : o Söluskrifstofa Samvinnuferða Breiðargötu 1, Akranesi Sími; 431 3386 Þrettán milljóna útsvars- skuld Bæjarstjórn Akraness felur Sambandi íslenskra sveitarfélaga mál ÞÞÞ BÆJARSTJÓRN Alcraness sam- þykkti á fundi sínum þann 17. febrúar s.l. eftirfarandi bókun bæjarráðs frá 4. þessa tnánaðar: „Bæjarráð samþylckir í ljósi álits- gerðar Ríkisendurskoðunar, að fela Sambandi íslenskra sveitarfélaga að lcrefja ríkissjóð um tapaðar kröfur vegna þinggjalda, sem tapast hafa vegna málsmeðferðar ráðuneyta og inn- heimtuaðila". „Fjárhæðin er ekki endanlega stað- fest né heldur hvemig hún er lögð á, en þær tölur sem við eram með byggjast á upplýsingum Sambands íslenskra sveit- arfélaga. Bæjarstjóm hefur ekki tjáð sig um útsvarsskuldina en eingöngu falið Sambandi íslenskra sveitaifélaga málið“ sagði Gísli Gíslason bæjarstjóri. Skuldin er tilkomin vegna endurá- lagningar ríkisins á Bifreiðastöð Þórð- ar Þórðarsonar sem í kjölfarið var gerð gjaldþrota. „I þessari umræðu um mál- efni Bifreiðastöðvar Þórðar Þórðarson- ar hefur komið fram að í álagningu af hálfu ríkisins er útsvarshlutur sem ætti að slcila sér til olckar. Því er eðlilegt að Samband íslenskra sveitarfélaga, sem eru okkar tengiliður við ríkisvaldið, annist þessa innheimtu,“ sagði Gísli Gíslason í samtali við Skessuhom. „Við óskum eftir að fá staðfesta upphæð á útsvarsskuldinni og hvenær ríkið hyggst greiða hana. Ef það geng- ur elcki eftir munum við láta reyna á það hvort ríkisvaldið er greiðsluskylt," sagði Gísli. Sparisjóður Mýrasýslu Hornsteinn í héraði

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.