Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.1998, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 25.02.1998, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 25. febrúar 1998 ^áí^Sdutu/iwl Skaginn býbur góban daginn! Stefnumótun Akraneskaupstabar vegna Hvalfjarbarganga BÆJARSTJÓRN Akraness var í síðustu viku afhent fyrstu eintökin af stefnumótunarskýrslu sem nýlokið er við vegna opnunar Hvalfjarðargang- anna. Um er að ræða veglegt rit því alls eru um 370 blaðsíður f skýrslunni að viðaukum meðtöldum. Yfirumsjón með vinnslu stefnumótunarinnar var í hönd- um sjö manna verkefnisstjómar undir formennsku Gísla Gíslasonar bæjar- stjóra. Auk hans sátu í nefndinni Gylfi Þórðarson, Sturlaugur Sturlaugsson, Sveinn Kristinsson, Birgir Jónsson, Björgheiður Valdimarsdóttir og Lngólf- ur Ingólfsson. Að verkefninu vann auk þeirra stór hópur fólks. Þar má nefna ýmsa embættismenn bæjarins, Byggða- stofnun auk sjálfstæðra verktaka í ýms- um efnisþáttum. Miðað við umfang skýrslunnar má segja að verkefnisstjórnin hafi verið stórhuga við upphaf vinnu sinnar í októ- bermánuði árið 1996. Samhliða útgáfu aðalskýrslunnar em lagðar fram 8 við- aukaskýrslur sem verkefnisstjómin og bæjaryfirvöld hafa látið vinna undanfar- ið ár. Þar má nefna stefnumótunar- skýrslu í verslun, þjónustu, ferðaþjón- ustu og afþreyingu á Akranesi fyrir árin 1997-2005 sem unnin er af Bjamheiði Hallsdóttur og Sigríði Þrúði Stefáns- dóttur, könnun á stöðu atvinnulífs á Akranesi var unnin af Atvinnuráðgjöf Vesturlands og Jóhannesi Finni Hall- dórssyni, Gallup könnun um viðskipta- venjur Akumesinga, kynningaráætlun fyrir Akraneskaupstað unnin af nem- endum Samvinnuháskólans á Bifröst og markaðsáætlun Akraness sem Bjöm S. Lámsson markaðs- og ferðamála- fulltrúi samdi. Viðaukaskýrslumar em síðan nýttar sem grunnur að sjálfri stefnumótun Akraness sem fengið hef- ur það ágæta nafn „Skaginn býður góð- ann daginn - Akranes við upphaf nýrr- ar aldar.“ Markmib I inngangi skýrslumiar segir að meg- inverkefni hennar séu: „Að setja fram markmið og stefnu á sem flestum sviðum samfélagsins á Akranesi við upphaf nýrrar aldar.“ „Að gera tillögur um hvemig nýta megi sem best þau jákvæðu áhrif sem Hvalfjarðargöng geta haft á samfélag- ið en reyna að draga úr neikvæðum áhrifum.“ Akrafjall í inngangi segir einnig að samtaka- máttur íbúanna vegi þyngst í því að ár- angur geti náðst svo að nýta megi breyttar ytri aðstæður með tilkomu Hvalfjarðarganganna, bæjaifélaginu til framdráttar. Jákvæð niöurstaða Björn S. Lárusson starfaði með verkefnisstjóm og átti meðal annarra þátt í að búa skýrsluna til prentunar. Hami hefur staifað mikið að þessu verk- efni frá því hann tók við stöðu Mark- aðs- og ferðamálafulltrúa á Akranesi s.l. vor. Hann sagði í viðtali við Skessu- hom að „ein helsta niðurstaða verkefn- isstjómar er sú að í rauninni era engin neikvæð áhrif sem Hvalfjarðargöng hafa á bæjarfélagið á Akranesi ef und- an er skilinn sá þáttur að um 40 manns, sem unnið hafa við Akraborgina, missa vinnu sína. Það er í raun afar jákvæð niðurstaða að raunverulegar hættur fyr- ir bæjarfélagið af tilkomu ganganna eru fáar. Fátt bendir því til þess að Akranes verði svefnbær, líkt og sumir hafa hald- ið fram. Ef við t.d. tökum mið af svokölluðum kringbyggjum Reykjavtk- ur þá sjáum við að menningarlíf blómstrar víða á þessum stöðum í formi listasafna og þess háttar. Við eigum að nýta áhrifin jákvætt. Ein mikilvægasta niðurstaða stefnumótunarvinnunnar er því sú að bæjarstjóm sem slík, getur ekkert gert bæjarfélaginu til framdrátt- ar nema að bæjarbúar standi saman, allir sem einn. Ef menn eru sáttir við þau búsetuskilyrði sem hér ríkja þurf- um við engar áhyggjur að hafa“ sagði Bjöm. Hann sagði einnig að verkefnis- stjómin hefði leitað fanga mjög víða varðandi efnisöflun. „Við vorum líka stálheppin því okkur barst óvænt í hendur skýrsla Byggðastofnunar, Bú- seta á Islandi, þar sem Stefán Olafsson prófessor rannsakaði orsakir búferla- flutninga“. Búsetuskilyrbi I a.m.k. þremur viðaukaskýrslum stefnumótunarskýrslunnar eru búsetu- skilyrði könnuð sérstaklega. Þar kem- ur m.a. fram að verð hitaveitu er hátt á Akranesi og útsvarsprósenta er eimiig í hærra lagi. Jákvæð búsetuskilyrði eru hins vegar fleiri og veigameiri. Þar má m.a. nefna þjónustulfamboðið í bænum, tjölbreytta verslun, gott heilbrigðiskerfi, skólamál og samgöngur auk félags- og íþróttastarfs. Bjöm sagði að það væri áhugavert að skoða hvemig Akumes- ingar líta á ógnanir og tækifæri vegna Hvalfjarðarganganna. Helsta ógnunin er sú að ferðir Akraborgar leggjast af og menn missa því vinnu sína. Tækifærin era þó veigamikil. Þar má nefna bætt- ar samgöngur, stærra atvinnusvæði, aukin flutningaþjónusta sem eykur sam- keppnishæfni fyrirtækja á Akranesi, aukin eftirspum eftir vöru og þjónustu sem ætti að leiða til aukins vömúrvals auk þess sem búast má við jákvæðri þróun búsetu á svæðinu þó vinna sé stunduð í nágrannasveitarfélögunum. Aögeröaáætlun Til að lesendur geti glöggvað sig á innihaldi stefnumótunar af þvf tagi sem hér um ræðir er rétt að grípa niður í skýrsluna. Fyrst skoðum við tillögur verkefnisstjómar. Hún skiptir tillögum sínum í fyrir- byggjandi aðgerðir vegna opnunar Hvalfjarðarganganna niður í „fyrstu að- gerðir“ og „langtímaáætlun“. Til að skipuleggja fyrstu aðgerðir leggur nefndin fram verkefnaskrá fyrir árið 1998 til að nýta sem best þá athygli sem opnun Ganganna vekur á Akranesi og nágrenni. Þar era nefnd alls um 24 atriði sem á dagskrá verða áiið 1998 til að vekja athygli á bænum. Sérstakir viðburðir eru skipulagðir auk þess sem lögð er aukin áhersla á viðburði sem í undirbúningi era hjá félögum og sam- tökum í bænum, t.d. landsmótið í hesta- fþróttum á Æðarodda í júlílok. Þeir við- burðir hafa verið felldir inn í áætlunina en aðrir atburðir hafa verið samþykkt- ir sem sérstakar aðgerðir bæjarstjómar. Því má segja að búið sé að skipuleggja samfellda dagskrá allt þetta ár með það fyrir augum að koma Akranesi á kort- ið í huga landans og ferðamanna al- mennt. Meðal skipulagðra atburða má nefna opnunarhátíð í júlí þar sem fyrir- tæki á Akranesi nýta þá umferð sem verður fyrstu dagana eftir að Göngin opna með tilboðum í verslunum, úti- markaði eða öðrum hvetjandi atburð- um. Annar sérstakur liður í aðgerðaá- ætluninni er að í samráði vð Reykjavík- urmaraþon og Spöl er stefnt að því að keppa í hlaupi í gegnum Göngin nokkra áður en þau verða opnuð. Langtímaáætlun I langtímaáætlun leggur verkefhis- stjórn áherslu á ýmis verkefni til að draga úr neikvæðum áhrifum Hvalfjarð- arganga. Bent er á að húshitunarkostn- aður á Akranesi er hár og því óhag- stæður þegar fólk ber saman búsetu- skilyrði þar og á höfuðborgarsvæðinu. f skipulagsmálum er bent á nauðsyn þess að endurskoða aðalskipulag sveit- arfélagsins með tilliti til Hvalfjarðar- ganga og sameiningar Reykjavíkur og Kjalamess. í atvinnumálum er bent á að þær atvinnugreinar sem kunna að vera í aukinni hættu era sérstaklega á sviði sérhæfðrar þjónustu og -verslunar. Þær atvinnugreinar sem kunna að vaxa era tengdar byggingariðnaði, ferðaþjónustu og smáiðnaði. f umhverfismálum er lagt til að bæj- aryfirvöld í samráði við fyrirtækin í bænum móti umhverfisstefnu. Þar þurfi að setja markmið m.t.t. nálægðarinnar við stóriðjusvæðið á Grandartanga og stóriðnaðarfyrirtækin þrjú, þ.e. Sem- Minnismerki sjómannsins á Akratorgi eftir Martein Gu&mundsson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.