Skessuhorn - 25.02.1998, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 25. febrúar 1998
5
entsverksmiðjuna, Þ&E og HB&Co. í
sameiningarmálum hvetur nefndin til
sameiningar sveitarfélaga sunnan
Skarðsheiðar. Varðandi opinbera þjón-
ustu hvetur verkefnisstjómin til að nýtt
verði þau tækifæri sem Göngin feli í sér
fyrir starfsemi sjúkrahúss og heilsu-
gæslu. Bent er á að nauðsynlegt sé að
endurskoða stefnu Fjölbrautaskólans í
ljósi breyttra aðstæðna eftir opnun
Ganganna. Nefndin segir nauðsynlegt
að skoða hlutverk Akraneshafnar í sam-
hengi við aðrar hafnir við Faxaflóa
m.t.t. bættra samgangna. I langtímaá-
ætlun í samgöngumálum segir að „til
þess að almenningssamgöngur við
Akranes verði jafn góðar eða betri eft-
ir að Hvalfjarðargöng opna verði að
fylgja eftir þeim ábendingum sem
Akraneskaupstaður lagði ffam við sam-
gönguráðuneytið við úthlutun sérleyf-
is á leiðinni Akranes-Reykjavík árið
1997“. Auk þess sem nefnt hefur verið
er lagt til að styrkja verði menningarmál
verulega, endurskoða verði þjónustu
bæjarfélagsins við böm og gamalmenni
og halda verði uppi öflugri þjónustu
við fatlaða íbúa.
Könnun á
viöskiptavenjum
Samkvæmt könnun sem Gallup
vann fyrir Akraneskaupstað og Atak
Akraness á s.l. ári kom í ljós að staða
verslunar á Akranesi er sterk. Jákvæð-
asta niðurstaðan var á sviði matvöru
þar sem fram kom að 96% íbúa og ná-
granna kaupa matvöru inn á Akranesi.
I byggingarvörum og heimilistækjum er
hlutfallið 80% og 65% í fataverslun.
Þessar tölur styðja niðurstöðu Byggða-
stofnunar sem fann það út að íbúar á
Akranesi eru ánægðastir allra utan höf-
uðborgarsvæðisins með þróun vöruúr-
vals, verðlags og þjónustuúrvals.
Atvinnulíf
I skýrslunni kemur fram að atvinnu-
leysi er nú á undanhaldi á Akranesi.
Frá árinu 1995 hefur atvinnuástand far-
ið stöðugt batnandi og nú er útlit fyrir
að atvinnuleysi verði innan við 4% á
Nýr bæj-
arbóka-
vörbur
NÝVERIÐ tók Halldóra Jónsdóttir
við starfi bæjarbókavarðar við Bæjar-
og héraðsbókasafnið á Akranesi. Hún
tekur við af Sigríði Árnadóttur sem
gegnt hefur starfinu síðan 1980. Sigríð-
ur hefur þó ekki sagt skilið við safnið
því hún verður áfram í hálfri stöðu
bókasafnsfræðings.
Halldóra Jónsdóttir er 42 ára og
bókasafnsfræðingur að mennt. Hún
hefur starfað við safnið síðan 1980 og
síðustu 5 árin sem héraðsskjalavörður.
Ein af perlum Skagans, Langisandur, á góbvibrisdegi s.l. sumar.
Akranesi árið 1997. Með tilkomu nýrra
starfa á Akranesi vegna stóriðju og
flutnings Landmælinga má búast við
200 nýjum störfum. Einnig er gert ráð
fyrir aukningu næstu árin í störfum
tengdum fiskvinnslu, öðrum matvæla-
iðnaði og í málmiðnaði. Ekki er þó gert
ráð fyrir að meira en 50-70% þessara
nýju starfa verði unnin af Skagamönn-
um eða aðfluttum. I skýrslunni kemur
fram að samkvæmt athugun Byggða-
stofnunar eru margfeldisáhrif útflutn-
ingsstarfa á svæðinu sunnan Skarðs-
heiðar þannig að fyrir hvert starf að út-
flutningi vöru og þjónustu út fyrir
svæðið skapast 1,0 starf í svokölluð-
um eiginnota greinum. þ.e. þjónustu
íbúanna hverjir við aðra. Til að ofmeta
ekki þennan stuðul er farin varfæmis-
leið og notaður margfaldarinn 0,8 í
þessu sambandi. Þetta þýðir að á næstu
5 árum munu myndast um 100 ný störf
í hinum svokölluðu eiginnota greinum
á Akranesi. Atvinnuþáttaka á Akranesi
er um 44% af mannfjölda og því má
reikna með að vegna 220 nýrra starfa
fylgi fjölgun á Akranesi um 500 manns
næstu fjögur til fimm árin.
Staða atvinnulífs og
horfur
f könnun á stöðu atvinnulífs á Akra-
nesi, sem framkvæmd var í haust, kom
ffam að í heild er staða fyrirtækja frem-
ur sterk þar sem bæði ytri og innri skil-
yrði eru góð. Veikleiki þeirra er sam-
kvæmt niðurstöðum könnunarinnar
einkum á sviði markaðsmála, upplýs-
ingatækni og stjómunar. Færra háskóla-
menntað fólk starfar í fyrirtækjum á
Akranesi en ívið fleiri með aðra fram-
haldsmenntun, sé miðað við allt land-
ið. I atvinnulífskönnuninni töldu um
10% stjórnenda að fyrirtæki þeirra
stæðu á veikum grunni. Ljóst er að til
að standast vaxandi samkeppni, frá höf-
uðborginni með bættum samgöngum,
þurfa þessi fyrirtæki að bæta sín innri
mál til að eiga möguleika á að lifa af
þessa auknu samkeppni.
Bjöm S. Lámsson segir að í ljós sé
að koma að velta margra fyrirtækja í
þjónustu, iðnaði og verslun hefur auk-
ist á s.l. ári um 30-40%. Þetta telur
Björn mjög jákvætt ef rétt reynist. Sam-
kvæmt þessu hefur sú mikla uppbygg-
BORGNESINGAR -
BORGFIRÐINGAR
Sögustund fyrir börn á aldrinum
0 - 8 ára í Héraðsbókasafninu
við Bjarnarbraut í Borgarnesi
alla fimmtudaga kl. 17:15
Bókasafnið
Sigríbur og Halldóra á bókasafninu.
Fundur hjá FUF f Venusi
Félag ungra framsóknarmanna í Mýra og
Borgarfjarðarsýslu boðar til fundar fimm-
tudaginn 26. febrúar n.k. klukkan 21.00 í
Venus, Hafnarskógi.
Dagskrá: 1. Stjórnmálaskóli SUF
2. Sveitarstjórnarkosningar
3. Önnur mál
Allir ungir framsóknarmenn velkomnir.
ing sem verið hefur í og við Akranes á
s.l. ári skilað sér vel til fyrirtækja á
Akranesi.
Markaös- og
kynningarmál
Fjárhagsáætlun Akraneskaupstaðar
var samþykkt á bæjarstjómarfundi fyr-
ir rúmri viku síðan. Þar var m.a. sam-
þykkt að veita 5 milljónum króna í
markaðs- og kynningarstarf vegna
Hvalfjarðarganganna. Hér er bæjar-
stjóm að stíga stórt skref þar sem heild-
arútgjöld til þessa málaflokks hefur
verið innan við ein milljón króna und-
anfarin ár. Þetta er í samræmi við nið-
urstöður hóps nemenda frá Samvinnu-
háskólanum sem vann kynningaráætl-
un fyrir Akraneskaupstað s.l. ár auk
þess sem markaðsstjóri bæjarins hefur
hvatt til aukins kynningarstarfs. Á
næstu misserum má því búast við að
kynning Akraness verði áberandi í fjöl-
miðlum.
Við lestur stefnumótunarskýrslunn-
ar „Akranes við upphaf nýrrar aldar“ er
greinilegt að ekkert hefur verið til spar-
að til að gera efnismikla samantekt á
stöðu bæjarfélagsins í ljósi breyttra að-
stæðna. Gámngar hafa haft á orði að
Akranes sé án alls efa mest stefnumót-
aða bæjarfélag á íslandi. Sennilega er
nokkuð til í því. Eftir lestur skýrslunn-
ar fær lesandinn óneitanlega á tilfinn-
inguna að framtíðin sé bara nokkuð
björt á Akranesi við upphaf nýrrar ald-
Tilbob á Quick Step plastparketi.
1.795 kr. pr. fm.
M
METRÓ
Borgarbraut 56, Borgamesi
Símar: 437 2011 og 437 2311
Um deiliskipulag í Hálsahreppi Borgarfjarðarsýslu
Samkvæmt ákvæðum 18. og 25 gr. skipulags-og byggingar-
laga nr.73/1997 er hér með lýst eftir athugasemdum við tillögu
að deiliskipulagi fyrir sumarbústað í landi Signýjarstaða í Hálsa-
hreppi Borgarfjarðarsýslu.
Tillagan nær til 0,5 ha. lands og er fyrir einn sumarbústað.
Tillagan ásamt byggingar- og skipulagsskilmálum liggur
frammi á skrifstofu byggingarfulltrúa að Hrossholti í Eyja- og
Miklaholtshreppi og oddvita Hálsahrepps Arnheiðarstöðum frá
4.mars til l.apríl á venjulegum skrifstofutíma.
Athugasemdum skal skila fyrir 15.apríl 1998 og skulu þær
vera skriflegar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Akraneskaupstaður
Hafnarstjóri
Deiliskipulag Akraneshafnar
Hafnarstjórn Akraness boðar hér með til opins
fundar með notendum Akraneshafnar um fyrir-
liggjandi hugmyndir að breyttu deiliskipulagi
hafnarinnar.
Fundurinn verður haldinn á veitingahúsinu
Langasandi mánudaginn 2. mars n.k. klukkan
17:00.
Hafnarstjóri.