Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.1998, Qupperneq 12

Skessuhorn - 25.02.1998, Qupperneq 12
/i/letstofan Restaurant FÍÍÍpiHO F'ÖOdS Frá Matstofunni: Matur framreiddur alla daga frá klukkan 11:00-23:30. Ingimar spilar á fostudagskvöldum. ^ifréttapotid Sími 852 4098 Síminn sem sjaidan sefur! 'oJ *4L VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 2. tbl. 1. árg. 25. febrúar 1998 Hvanneyringar bjartsýnir ÞAÐ var bjart yfir Pétri Jónssyni byggingameistara og starfsmönnum hans þegar blaðamaður leit við á Hvanneyri s.l. föstudag. Pétur og menn hans voru í blíðskaparveðri að reisa síðustu sperruna á parhúsi sem þeir em með í byggingu við Túngötu á Hvann- eyri. Húsið er tveggja íbúða og hvor íbúð er 138 fermetrar með bflskúr og hyggst Pétur selja þær á því byggingarstigi sem óskað er. Pétur kvaðst bjartsýnn á að fljótlega tækist að selja íbúðimar. „Ibúum á Hvanneyri hefur farið fjölg- andi síðustu árin og vemlegur hús- næðsskortur hefur verið viðvarandi. Það má líka reikna með að staðurinn geti eflst enn frekar með opnun Hval- fjarðarganganna“, sagði Pétur. Pétur jónsson og Kristján Andrésson vib nýja parhúsib sem þeir eru meb í smíbum á Hvanneyri. 85 ára á tölvunámskeibi SAMBAND borgfirskra kvenna stendur nú um þessar mundir fyrir tölvunámskeiði á laugardögum í Gmnnskóla Borgamess. Það er Far- skóli Vesturlands sem skipuleggur námskeiðin. Kennari er Þór Jóhanns- son. Kennd er ritvinnsla, Intemet og fleira. Að sögn Sigrúnar Sólmundardóttur stjómarkonu í Sambandi borgfirskra kvenna er þáttaka á námskeiðinu mjög góð. Nú hafa um 30 konur skráð sig. „Við erum flestar að snerta tölvur í fyrsta skipti og þetta er mjög spenn- Mmrnm Akur meb lægsta tilbob andi“ sagði Sigrún. Hún sagði nám- skeið af þessu tagi nauðsynleg fyrir konur til hvatningar og til að læra eitt- hvað nýtt jafnframt því að halda í við tæknina. Það þykir tíðindum sæta að elsta konan á námskeiðinu er 85 ára gömul, hin síunga Elísabet Guðmundsdóttir frá Skiphyl. Hún er, líkt og aðrar konur á námskeiðinu, að snerta tölvu í fyrsta skipti og gengur bara vel. Á öskudaginn fyllast göturnar af skrautlega búnum ungmennum og sjálf- sagt má búast vib ab rnargir hugsi sér gott til glóbarinnar ab slá köttinn úr sekknum. Þessi sibur hefur verib ab ná fótfestu á Vesturlandi á undan- förnum árum. Myndin er frá öskudegi fyrir ári síban. Álversframkvæmdir á Grundartanga: Erum á áætlun „HÉR er allt í réttum gír,“ sagði Tómas Sigurðsson hjá Norðuráli þeg- ar hann var spurður um gang fram- kvæmda við álversbygginguna á Grundartanga. Að sögn Tómasar er unnið af krafti við allar byggingar álversins sem eru í heild 37 þúsund fermetrar að flatar- máli. Hann sagði að kerskálamir tveir yrðu fokheldir innan fárra daga og ein- nig er verið að Ijúka við skautasmiðju og spennistöð. Framkvæmdir eru skemmra á veg komnar við starfs- mannaaðstöðu og steypuskála. Þá er verið að byggja upp aðstöðu við höfn- ina en 48 metra hátt hráefnissíló var steypt upp fyrir jól. Þegar er búið að setja sextíu ker inn í skálana og verið er að fóðra þau að innan. „Hér er mikið að gerast og það hafa ekki verið fleiri hér að störfum frá því framkvæmdir hófust. Við erum á áætl- un og ekki ástæða til að ætla annað en að fyrsta ker verði ræst í byrjun júní eins og fyrirhugað var,“ sagði Tórnas. Nýr leikskóli viö Laugarbraut STÆRSTA framkvæmd Akranes- bæjar á þessu ári, samkvæmt fjár- hagsáætlun, er bygging nýs leikskóla við Laugarbraut. Nýi skólinn leysir af hólmi tvo eldri leikskóla við Akur- gerði og Víðigerði. Tilboð í byggingu leikskólans vom opnuð þriðjudaginn 17. febrúar s.l. Lægsta tilboð átti trésmiðjan Akur. Tilboð þeirra hljóðaði upp á 51 núlljón króna og lagði bæjaiTáð til að því yrði tekið. Um 70 milljónum er veitt til framkvæmdanna, þ.e. um 20 milljónum auk byggingarkostnaðar sem fara til kaupa á búnaði, hönnun, lóðaframkvæmda o.fl. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjar- stjóýa, er áætlað að með nýja leikskól- anúm verði hægt að þjónusta um 90% itvéggja til sex ára bama miðað við sfærð á árgöngum. „Það kann þó að preytast ef fjölgun verður á yngra tfólki í bænum,“ sagði Gísli. I Áætluð verklok við sjálfa bygg- inguna eru í ágúst 1998. Sigraöi á Bifró þriöja áriö í röö AGNES Vala Bryndal, nemi í rekstrarfræðadeild II við Sam- vinnuháskólann á Bifröst hafnaði í fyrsta sæti á Bifróvisíón síðasta laugardagskvöld. Þetta er þriðja árið sem Agnes Vala ber sigur úr býtum og hefur hún nú fengið viðumefnið „Jhonny Logan“ Bifrastar. Þess má geta að Agnes útskrifaðist úr gamla Samvinnuskólanum fyrir tíu ámm síðan. Þá tók hún einnig þátt í keppn- inni - og sigraði árið 1987. BIFREIÐASKOÐUN HF Fyrir öryggið - þín vegna Starfsfólk Bifreiðaskoðunar hf, þakkar öllnm íhi'umt Snmfells- ness samstarfið á liðnum árum. Bifreiðaskoðun hf. mun að sjálfsögðu þjónusta ykkur eins og við höftnn gert undanfarin ár þó svo að Öðru hafi verið hahlið fram, Staður nia ,rs apríl ágúst nóv. des. ÓLafsvík 30- 31 1-3 5-11 13-19 Grundarfj örðttr 6-8 12-13 20-25 Stykkishólmur 14-17 14-20 26-30 1-3 Búðardalur 21-22 21-25 4 Að sjálfsögðu

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.