Skessuhorn - 25.02.1998, Qupperneq 6
6
Miðvikudagur 25. febrúar 1998
Samvinnuháskólinn í
alþjóblegt samstarf
Rætt vib fjóra Bifrestinga
SAMVINNUHÁSKÓLINN á Bif-
röst tekur nú þátt í Erasmus /Sókra-
tes samstarfsáætluninni sem miðar
að nemenda- og kennaraskiptum há-
skóla hér á landi og erlendis og styrkt
er af Evrópusambandinu. Skólinn er
nú í samstarfi við aðra háskóla í
Englandi, Hollandi, Austurríki og
Þýskalandi. Kennaraskipti eru hafin
og viðræður eru í gangi um aukið
samstarf á því sviði við skóia í Evr-
ópu og Bandaríkjunum. f haust fóru
fyrstu nemendurnir frá Samvinnuhá-
skólanum til náms erlendis. Tveir
fóru til Englands og einn til Hollands.
Eftir áramót komu síðan þrír Þjóð-
verjar til námsdvalar á Bifröst.
Blaðamanni Skessuhorns lék for-
vitni á að kynnast þessu samstarfi skól-
ans og hitti að máli Arinbjöm Kúld,
einn af þremur nemendum BS deildar
við Samvinnuháskólann sem fóru utan
sd. haust til námsdvalar. Einnig var rætt
við Þjóðverjana sem nú dvelja við nám
á Bifröst.
Einn af stærstu
háskólum Englands
Arinbjöm er nú að ljúka sínu 4. ári
á Bifröst. Hann var spurður hvert hann
efði farið. „Háskólinn sem ég og Agn-
s Vala Bryndal völdum okkur nefnist
outhampton Institute of Higher Ed-
cation og er einn af stærstu háskólum
Englands með um fimmtán þúsund
nemendur. Það var greinilegt af þeim
móttökum sem við fengum við komuna
í skólann að þar vom engir aukvisar á
ferð heldur fólk sem var vant því að
taka á móti erlendum gestum. Það var
mjög mikilvægt fyrir okkur og hina 300
erlendu nemendurna að finna að við
vorum velkomin og að heimamenn
vom tilbúnir til að gera allt sem í þeir-
ra valdi stóð til að okkur liði vel. Það
reyndist okkur samt þegar upp var stað-
ið svolítið erfitt að fmna taktinn á með-
al enskra samnemenda okkar þar sem
þeir reyndust yfirleitt svolítið lokaðir.
Við náðum hins vegar fljótlega góðum
takti með öðmm erlendum nemendum,
t.d. frá Noregi og Svíþjóð og ekki síst
hinum blóðheitu Spánverjum sem lífg-
uðu all vemlega upp á tilveruna á með-
an á dvöl okkar stóð“.
Samvinnuháskóiinn á Bifröst.
Ólík uppbygging
námsins
En hvað var ólíkt í náminu á Bifröst
og í Southamton? „Námið í South-
ampton Institute er byggt upp á annan
hátt en í Samvinnuháskólanum. I fyrs-
ta lagi em námsgreinarnar sem nem-
endur þurfa að taka á misserinu aðeins
þrjár miðað við fimm hér heima. Mun-
urinn liggur í dýpt námsins, þ.e. að mun
dýpra er farið í viðkomandi náms-
greinar. I öðru lagi er lögð önnur áher-
sla á fjölda verkefna. Þar þarf aðeins að
skila tveimur til þremur verkefnum í
hverri námsgrein, ritgerð og kymiingum
og er umfangið þess í stað mun meira
rniðað við verkefnin hér heima. A móti
kemur að verkefnin í Samvinnuháskól-
anum eru mun fleiri eða a.m.k. tíu í
hverri grein. í þriðja lagi er meira lagt
upp úr heimanámi, bóka- og tímarita-
lestri og heimildaleit á bókasafni og í
gagnabönkum. I fjórða lagi er mikið
lagt upp úr alþjóðleika í viðskiptatengd-
um fögum og lögð áhersla á að nem-
endur tileinki sér alþjóðleg viðhorf og
sjónarhorn. I fimmta og síðasta lagi
þarf að sjálfsögðu að vinna öll verk-
efni á ensku og tjá sig á málinu“, sagði
Arinbjöm.
Ómetanleg reynsla
„Það vill oft brenna við þegar mað-
ur er í eins afmörkuðu umhverfi og er
hér á Bifröst að maður verður þröng-
sýnn og sér oft ekki annað en það sem
í bókunum stendur þó námið eigi að
gefa tilefni til annars. Það var því einna
helst það að auka víðsýni og fá dýpri
skilning á því sem að gerast í umheim-
inum sem við lögðum upp með í byrj-
un. Því verður ekki neitað að þessar
væntingar okkar voru uppfylltar og má
því segja að tilganginum hafi verið náð.
Það sem stendur helst upp úr þegar
heim er komið eru öll samskiptin og
samvinnan sem við höfðum við nem-
endur víða að úr Evrópu. Samskipti við
fólk af hinum ýmsu þjóðemum og al-
þjóðlegt yfirbragð námsins er það sem
eftir situr ásamt því að htifa kynnst ólfk-
um menningarhefðum og lífsháttum.
Auk þess fengum við smjörþefinn af
því hvemig hlutirnir ganga fyrir sig í er-
lendum skólum og hvaða væntingar em
gerðar til nemenda þar“, sagði Arin-
bjöm að lokum.
Þýskir nemendur
á Bifröst
Nú í janúar komu fyrstu erlendu
skiptinemarnir til námsdvalar í Sam-
vinnuháskólanum. Þau koma frá Bayer-
ische Beamtenfachhochschule í Hof
sem tilheyrir Bæjaralandi í Þýskalandi.
Þau heita Andrea Pompe, Miriam Rneix
og Peter Polzer. Háskólinn þeirra sér-
hæfir sig í að þjálfa og mennta fólk til
stjómsýslustarfa. Námið tekur þrjú ár
og lýkur með sérhæfðu BA prófi í op-
inbeni stjórnsýslu. Fjöldi nemenda við
skólann er um 800.
Ólík uppbygging
námsins
Skiptinemarnir munu dvelja á Bif-
röst næstu þrjá mánuði og nema þau
viðskiptatengdu fög sem kennd eru á
þriðja fjórðungi í BS deild Samvinnu-
háskólans. Kennsla fer öll fram á ensku
og er það nýjung við skólann. Aðspurð
segja þau að það sé ekkert vandamál og
sé góð reynsla þar sem þau eru ekki
vön kennslu á ensku og það þjálft þau
í notkun enskrar tungu. Þeim finnst
námið og uppbygging þess mjög góð en
samt öðruvísi en í Þýskalandi og mun-
ar þar mest um mikið hópstarf, verk-
efnavinnu, umræður um námsefnið í
verkefnatímum og persónulegt sam-
band við nemendur og kennara.
Margt ólíkt hér
Þeim fannst öllum mjög skrýtið að
koma til Bifrastar þar sem engar versl-
anamiðstöðvar eru, né heldur miðbær,
líkt og í Þýskalandi. Engin veitingahús
eru heldur og það að versla inn getur
verið mikið mál þegar enginn er bíllinn.
Annars þykir þeim umhverfið á Bifröst
einstakt og margir fagrir staðir sem þau
hafa skoðað og nefna sérstaklega
Glanna, Grábrók og Hreðavatn í því
sambandi. Þau hafa í hyggju að skoða
fleiri staði í Borgarfirði næstu vikur og
víðar ef tími gefst til.
Þeim finnst íslensku nemendumir
rnjög opnir og vingjamlegir og alltaf
tilbúnir til að hjálpa. Þau búa í nýju
nemendagörðunum á Bifröst með ís-
lenskum samnemendum þeirra og
gengur sambúðin vel. Þau hlakka mik-
ið til að fara á Bifróvision [sem haldin
var um s.l. helgi] og kynnast því hvem-
ig Islendingar skemmta sér!
íslenska vatnib
og loftiö einstakt
ísland kom þeim á óvart; var ekki
eins kalt og dimmt og þau áttu von á.
Náttúran var einnig ólfk því sem þau
bjuggust við, þ.e. óbeislaðar ár (Norð-
urá), breytileiki veðursins, norðurljós-
in og hin sérstaka litríka birta sem skap-
ast í sólarlaginu og skýjafarinu. Þau
stefna á að koma aftur og þá að sumar-
lagi til að upplifa 24 stunda bjartan dag
og sumarnáttúrana. Komandi úr meira
en milljón manna borg finnst þeim
hreina og tæra loftið og vatnið einstakt
og benda á að við ættum að gera allt
sem í okkar valdi stendur til að halda
því óspilltu áfram.
Að svo mæltu eru viðmælendur
okkar roknir í amstur skólavikunnar.
Talib frá vinstri: Miriam, Peter, Andrea og Arinbjörn KúSd, nemendur á Bif-
röst.
Bifróvisíón, árshátíö
og söngvakeppni Samvinnu-
háskólans var haldin laugar-
dagskvöldið 21. febrúar í Hótel
Borgamesi. Myndimar hér til hliðar
vom teknar við það tœkifœri og
skýra sig sjádfar. Myndin fyrir neðan
sýnir gesti á Bifró.
IT’S A BOYI
IT'S
v
IAOB V S.il
Aoa v s.ii