Skessuhorn


Skessuhorn - 25.02.1998, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 25.02.1998, Blaðsíða 9
JnJ&SdUfltSftd. I Miðvikudagur 25. febrúar 1998 9 Langþrábur áfangi Slitlag á Kalmansvelli og Smibjuvelli FJÁRHAGSÁÆTLUN Akranes- kaupstaðar var afgreidd í síðustu viku. Stærstu framkvæmdir ársins eru bygg- ing leikskóla við Laugarbraut sem sagt er frá annars staðar í blaðinu. Þá er áætlað að verja um 30 milljónum til gatnagerðar. Stærstí liðurinn í gatna- gerðinni verður lagning slitlags á Kaim- ansvelli og Smiðjuvelli, „Það er lang- þráður áfangi sem verður loksins að veruleika í sumar“, sagði Gísli Gíslason bæjarstjóri. Einnig er á áætlun að gera Leynis- braut klára til byggingar. Stofn götunn- ar verður undirbyggður auk tveggja botnlanga. I fjárhagsáætlun bæjarins er gert ráð fyrir að verja nokkru fé í endurbygg- ingu Fjölbrautarskóla Vestmrlands og hönnun Brekkubæjarskóla.“Einsetning grunnskólanna tveggja er stærsta verk- efni næstu ára“, sagði Gfsh. „Gert er ráð fyrir að meginhluti framkvæmdafjár bæjarins til ársins 2001 fari í stækkun skólanna. Byrjað verður á ffamkvæmd- um við Brekkubæjarskóla og síðan Gísli Gísiason, bæjarstjóri. verður Grundaskóli tekinn fyrir“, sagði Gísli. Að sögn bæjarstjórans er meira lagt í framkvæmdir á vegum bæjarins en oftast áður. Fjárhagsáætluninni er skil- að með um 108 milljóna lántöku, en að frádregnum afborgunum af eldri lán- um er skuldaaukningin um 40 milljón- ir. íþróttadagur Skallagríms Frá ver&launaafhendingu vegna kjörs íþróttamanns Borgarbygg&ar. Bragi H. Magnússon, íþróttama&ur borgarbygg&ar er þri&ji frá hægri í fremri rö&. FIMMTUDAGINN 19. febrúar var íþróttadagur Skallagríms haldinn há- tíðlegur. Klukkan sjö um morguninn var opnað fyrir fyrstu pottormunum og þeim eins og öðrum viðskiptavinum íþróttahússins boðinn ókeypis aðgang- ur að öllu því sem íþróttahúsið hefur upp á að bjóða. I hádeginu stjórnaði Björgvin Bjarnason Mullers æfingum við mikinn fögnuð viðstaddra. Kl. 13 hófst svo íþróttahátíð Gmnnskóla Borg- amess. Þar var keppt í mörgum grein- um, svo sem hafnabolta, gryfjubolta, sundi og fl. Yngri flokkamir sýndu ein- nig hvað þeir em að fást við í íþrótta- tímum sínum í húsinu. Um kvöldið var lýst kjöri Iþróttamanns Borgarbyggðar en hann var að þessu sinni Bragi Magn- ússon körfuboltakappi. Knattspymu- deild Skallagríms var afhentur bikar fyrir frábært unglingastarf á síðasta ári. Að því loknu var Skallagrímsbikarinn afhentur. Hann hlýtur það fyrirtæki eða einstaklingur sem skarar fram úr í stuðningi við Skallagrím. Að þessu sinni fékk Sparisjóður Mýrasýslu við- urkenninguna. Einnig var Elínu Önnu Steinarsdótt- ur veitt viðurkenning úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar. /tnefndir voru auk þessa fþróttamenn hinna ýmsu deilda Skállagríms. Kl. 20 hófst svo lokapunktur dags- ins með leik Skallagríms og Njarðvik- ur í DHL deildinni. Félagsheimili Skallagríms að Skallagrímsgötu 7a var opið almenn- ingi. Húsið er allt endumýjað og hafa félagsmenn mai'gir hverjir lagt mikið á sig til að gera aðstöðuna þar sent glæsi- legasta. Margt gesta kom til að skoða aðstöðuna og fá sér kaffisopa. Bæjar- stjóm Borgarbyggðar á þakkir skildtu' fyrir hversu vel er búið að íþróttafólki í Borgarbyggð. Þjóbgarðurinn á Snæfellsnesi Undirbúningur ab hefjast fyrir alvöru Snæfellsjökull NÚ LÍTUR út fyrir að gamall draumur margra Snæfellinga sé að ræt- ast þar sem áfonnað er að koma á fót þjóðgarði á Snæfellsnesi. Þær fyrirætl- anir vom formlega staðfestar við gerð fjárlaga þessa árs en ákveðið var að veita 2,6 milljónum til undirbúnings- vinnu. “Við skiljum málið þannig að þessa fjárveitingu eigi m.a. að nota til að ráða mann til að vinna að undirbúningnum, sagði Guðjón Pedersen bæjarstjóri í Snæfellsbæ. “Við erum að leita eftir viðræðum við Landbúnaðar- og Um- hverfisráðuneyti um meðferð jarða inn- an þjóðgarðsins. Umhverfisráðuneytið þarf að semja við eigendur jarða sem eru í einkaeign en hugsanlegt er að Snæfellsbær og ríkið hafi makaskipti á landi Snæfellsbæjar og jörð í eigu rík- isins,” sagði Guðjón. Þjóðgarðurinn verður með landa- merkjum Gufuskála og Dagverðareyri og austur fyrir jökul. Snæfellsjökull verður því allur innan þjóðgarðsins. Guðjón var spurður hvort það hefði í för með sér hömlur fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. “Þjóðgarðurinn er hugsað- ur sem verndarsvæði þar sem ferða- menn eiga að geta notið ósnortinnar náttúru. Þjóðgarðurinn ætti heldur að vera lyftistöng fyrir þennan atvinnu- veg beggja vegna Snæfellsness,” sagði Guðjón. Hann benti m.a. á að austur- hluti jökulsins væri skipulagður sem skíðasvæði. Að öðru leyti sagði hann allt vera ómótað en um leið og svæðið er orðið að þjóðgarði heyrir það undir lögsögu ríkisins. Mountain Taxi Kristján Kristjánsson Símar: 435 1444, 852 5665 og 435 1117 Dorgveiðiferðir - jöklaferðir. Skipuleggjum ferðir fyrir einstaklinga og hópa, t.d. vinnu- staði, saumaklúbba og aðra hressa hópa.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.