Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.1998, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 04.03.1998, Blaðsíða 2
2 Miðvikudagur 4. mars 1998 Vikublaö á Vesturlandi Borgarbraut 57, 310 Borgarnes Sími: 437 226Í - Fax: 437 2263 Netfang: skessuh@aknet.is Útgefandi: Skessuhorn ehf. Ritstjóri og ábyrgðarma&ur: Gísli Einarsson S: 852 4098 Auglýsingar: Magnús Valsson S: 437 2262 Hönnun og umbrot: Unnur Ágústsdóttir Prófarkalestur: Unnur Árnadóttir og fleiri Prentun: ísafoldarprentsmiðja Skrifstofa blaðsins er opin alla virka daga frá kl. 10:00 - 12:00 og 13:00-16:00 Blaðið er gefið út í 5.400 eintökum og dreift ókeypis inn á öll heimili á Vesturlandi. Aðilar utan Vesturlands geta gerst áskrifend- ur að blaðinu fyrir 800 krónur á mánuði. Sveitabragur ÉG ER afskaplega umburðar- lyndur maður. Ég læt mér það til dæmis í léttu rúmi liggja þótt ís- lenskir keppendur á ólympíuleik- um renni sér eitthvert allt annað en niður brekkuna. Ég skipti mér ekk- ert af því þótt oddviti Bandaríkja- hrepps sé sakaður um að gera mis- vel við starfsstúlkur sínar. Mér er nokkum veginn sama hvort vegir liggi neðan eða ofan við einhvem hól svo lengi sem vegir em lagðir á annað borð. Ég get þolað það að vera kallaður sveitó, sveitavargur eða afdalaskrípi. Það sem ég á hinn bóginn þoli ekki er þegar ég og aðrir sveitalarfar em látnir gjalda þess af opinberum aðilum að við höfum kosið að setja okkur niður utan túngarðsins hjá Ingólfi heitn- um Amarsyni. Ég lít ekki á samheitið sveita- maður sem annars flokks vöru- merki. Það storkar hinsvegar mínu umburðarlyndi þegar aðrir leyfa sér það. Mér em t.d. minnisstæð skrif blaðamanns hjá virtu dag- blaði hérlendis er hann lýsti fjálg- lega framkvæmd fjórðungsmóts vestlenskra hestamanna sem fram fór á síðasta ári. Þar sagði þessi sérhæfði hrossablaðamaður m.a. að það hefði verið „sveitabragur" á framkvæmd ákveðinnar keppnis- greinar. Þetta útskýrði hann síðan í fleiri orðum og þar kom skýrt fram að honum þóttu nokkrir hnökrar á viðkomandi hlut. Ég hafna því að sé einhverju ábótavant skuli það skýrt sveita- hitt eða þetta. Ég hafna því enn- fremur að á þeim forsendum að það sé „sveitabragur" á öllum sveitamönnum skuli vera „sveita- bragur" á öllu því sem að þeim er rétt. Ég læt mér sumsé í léttu rúmi liggja þótt við sveitavargarnir séum settir í annan flokk í mann- virðingarstiganum en hafna því að við séum látnir sigla á öðru far- rými. Mér virðist sú skoðun óþarflega útbreidd að sveitir landsins eigi að vera einn allsherjar þjóðgarður eða útvistarsvæði fyrir þéttbýlisbúa sem vilja komast annað slagið úr ys og þys borgarlífsins. Sveita- mennirnir megi svo sem vera þama ef þeir skemma ekki neitt en það sé óþarft að byggja upp þjón- ustu nema það þjóni þörfum þeirra sem fýsir að heimsækja afdalina. Nú má ekki skilja orð mín á þann veg að mér sé í nöp við ferða- menn. Fyrir mitt leyti em þéttbýl- isbúar velkomnir í sveitina og ekki nema sjálfsagt að þeir fái að njóta náttúm landsins. Komi þeir sem koma vilja. Aftur á móti er ég fúll yfir því að eiga ekki rétt á almennri þjónustu ef þeir k o m a ekki. Þar á ég fyrst og fremst við samgöngur á landi og ekki síð- ur á öldum ljósvakans. Það er kannski ekki tekið mjög hátíðlega í dag þótt einhver Borgfirðingur röfli yfir vöntun á brúklegum veg- um. Það er svo sem ekki skrítið því að vafalaust hefðu Bakkabræður getað leyst sín vegamál á skjótari hátt en við Borgfirðingar höfum gert. Því ætla ég að halda mig við annars konar samgöngumál. Samgöngur í formi síma- og tölvusamskipta verða sífellt mikil- vægari. Vinnsla Skessuhoms er eitt dæmi um það hvemig margir aðil- ar geta unnið að sama verkefninu hver í sínu sveitarfélagi með tölv- um og tölvusamskiptum sem hel- stu vinnutæki. I fljótu bragði virð- ist sem þessar ótrúlega hröðu tækniframfarir á tölvusviðinu geti að hluta til komið í stað bættra samgangna á láði. Margir hafa a.m.k. séð fyrir sér möguleika á að búa utan þéttbýlis, í sveitasælunni, en vera samt sem áður í hringiðu viðskiptalífsins. Einu má ekki gleyma. Tækni- framfarir em ekki ætlaðar sveita- mönnum. Sveitamenn hafa hvorki vit né þroska til að nýta sér nýjustu tækni og vísindi og því er lítill til- gangur í að leggja út í sveitina þær línur og leiðslur sem til þarf. Þrátt fyrir að sjálfvirkur sími sé tiltölu- lega nýkominn í sumar sveitir er víða orðinn skortur á símalínum og þeim verður ekki fjölgað fyrir einn sveitamann. I flestum afdölum er svokallaður fjölsími sem gerir það að verkum að ekki er hægt að nota ISDN tengingar sem auðvelda tölvusamskipti til mikilla muna. Fjölmargir hafa ofurtrú á frjál- sri samkeppni og telja að hún leysi allan vanda. Nú er Landssíminn orðinn hlutafélag og styttist í að fleiri fyrirtæki fari að starfa á þeim vettvangi. Einhvem veginn er erfitt að ímynda sér að sú samkeppni nái út fyrír mölina. Sjálfsagt á sú frjál- sa samkeppni eftir að koma íbúum höfuðborgarsvæðisins og hugsan- lega einhverjum fleirum til góða en vafalaust verður áfram sarni sveitabragurinn á símamálum sveitamannsins. Gísli Einarsson Gísli Einarsson, ritstjóri. Nýtt sjórnmálaafl Kristmar J. Ólafsson og Runólfur Ágústsson vinna að stofnun óhábs stjórn- málafélags í Borgarbyggð með það að markmiði að fella núverandi bæjar- stjórnarmeirihluta. BOÐAÐ hefur verið til stofnfund- ar nýrra stjómmálasamtaka í samein- uðu sveitarfélagi Borgarbyggðar, Álftaneshrepps, Borgarhrepps og Þverárhlíðar. Fundurinn verður á Búðarkletti miðvikudaginn 11. mars n.k. Blaðamaður Skessuhorns ræddi við þá Runólf Ágústsson og Kristmar J. Ólafsson sem em í forsvari fyrir þann hóp sem vinnur að stofnun sam- takanna. „Við ætlum að skapa nýtt afl sem er óháð hagsmunum og þeim flokkslínum sem fyrir eru. Frum- kvæðið kemur frá þeim fjölmörgu sem eru óánægðir með núverandi meirihluta í bæjarstjóm Borgarbyggð- ar og með þessu verður til raunhæfur valkostur gegn honum. Um þessa tvo valkosti verður kosið í vor, nýjan lista félagshyggjufólks á breiðum grand- velli eða óbreytt ástand undir stjórn núverandi meirihluta. Fólk mun geta valið um uppstokkun og framþróun eða áframhaldandi stöðnun". sögðu þeir Runólfur og Kristmar. Aðspurðir um hvort stjórnmálafé- lagið yrði samsteypa Alþýðuflokks og Alþýðubandalags sem hafa átt sinn hvom fulltrúann í bæjarastjóm Borg- arbyggðar. sögðu þeir: „Flokkamir koma ekki að stofnun þessa félags en styðja hana að því leyti að þeir bjóða ekki fram sjálfir. Núverandi bæjarfull- trúar Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags taka fullan þátt í stofnun félags- ins en þeir gefa hinsvegar ekki kost á sér til áframhaldandi setu í bæjar- stjóm“. Að sögn þeirra félaga verða á fundinum n.k. miðvikudag lögð fram drög að lögum og samþykktum fyrir hið nýja félag. Þá verður ákveðið hvernig haga skuli stefnumótunar- vinnu og hvernig valið verður á lista hins nýja framboðsafls. Fyrsti smitsjúkdóm- urínn í hrossum Eitt tilfelli á Akranesi í SÍÐUSTU viku varð fyrst vart við smitandi hitasótt í hestum. Sjúk- dómurinn virðist hafa stungið sér nið- ur nokkuð víða á höfuðborgarsvæð- inu. Að sögn Gunnars Arnar Guð- mundssonar héraðsdýralæknis í Borg- arfirði er vitað um eitt tilfelli á Akra- nesi. Hann sagði að þar hefðu verið gerðar ráðstafanir til að hindra smit en ekki væri lagalegur grandvöllur á þessu stigi til að setja upp sóttkví. „Það er ekki vitað ennþá um hvaða veiru er að ræða en það er von á frétt- um frá Svíþjóð til að útiloka inflúensu og Herpsveira sem getur valdið fóst- urláti hjá hryssum", sagði Gunnar. Hann sagði að hræðsla hefði gripið um sig og umræðan hefði afbakast fljótt en vissulega væri ástæða til að sína varkámi. „Það sem alvarlegast er að þetta er fyrsti smitsjúkdómurinn sem greinist í íslenskum hestum". Varðandi eftirlit með útbreiðslu sjúkdómsins sagðist Gunnar treysta á að hestaeigendur létu vita ef þeir hefðu gran um smit. „Það er mikil- vægt að hestaeigendur hleypi engum ókunnugum inn í hesthús sín. Þar sem bændur era að koma með hey til hestamanna er óæskilegt að þeir fari sjálfir inn í húsin og þá verða þeir að gæta þess að þvo vel fatnað og skótau þegar þeir koma heim“, sagði Gunnar. Vitað er um eitt tilfelli smitandi hitasóttar í hestum á Vesturlandi. (Hest- arnir á myndinni tengjast ekki sjúkdómnum). Halldór S I. voru lekm lvrir i bæjarráði Akraness tilboð vegna g.unagerðar í Leynishveríi. Samþykkt var að taka tilboði lægstbjóðanda, Véla- leigu Halldórs Sigurðssonar. Til- boðið hljóðaði upp á tæpar 23 millj- ónir króna en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir tæpum 35 milljónum til iramkvæmdanna. Hæsta tilboð var tæpar 37 milljónir. HI.N ge\ sivinsæla spumingakeppni íélagsheiniilisins Rastar á Heilissandi er tuí haldin ftmtnta árið í röð. Tuttugu og tvö lið hófu keppni og nú ent sex sveitir kotnnar i undaniirslit Þrjú keppniskvöld eni eftiri'g næsia kepprii ferfram7. mais n.k Spumingakeppnin í R<>st hefur \erið mji'g \el sótt aftíluu fendmn eri 150-200 manns haía koinið liven kvöld Auk spennandi spurntngakeppm er happ- drætti í gangi allan veturinn og síðan au ■ið sjálfsijgðu boll áeftirhverri kepptti. Febraorlof á Akranesi A SÍÐASTA hæjarstjómarfundi sain- þvkkn bæjarstjóm Akraness samhljóða að taka upp feðraorlof. Það þýðir að karl- ky ns starfsmenn Akranesbæjar eiga rén á tve-'s’ia viktta orlofi á laiintnn. eienist em reyndar fleiri sem áhuga hafá á að iæra sig um set en illa gengur að Iosna við stórar húseignir í bænum. Ágæteftir- spum er eftir meðalstórum íbúðum t Grundarfirði, ems og víðast hvtu a Vest- url.tncli. en liiil eftirspum er eftir stærta húsnæði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.