Skessuhorn - 04.03.1998, Blaðsíða 8
8
Miðvikudagur 4. mars 1998
■{ Söguhornið )-
Aflurganga
undir Enni
GUÐRÚN hét ekkja ein er bjó eft-
ir lát manns síns í Klettsbúð undir
Jökli. Það var siður hennar að fara
suður í réttir í fjárkaup. Einu sinni er
hún kom þaðan dvaldi hún um stund
í Olafsvík, einhverra erinda, en sam-
fylgdarmenn hennar héldu áfram með
reksturinn.
Seint um kvöldið hélt hún af stað
og út að Enni; var þá sjór fallinn und-
ir forvaðana svo hún komst hvorki
fram né aftur. Fór hún þá upp undir
klettana til að verja sig sjónum og
hugðist bíða útfallsins. Tók hana þá
að sigra ákaflegur svefn svo hún batt
tauminn á hestinum við beltisband
sitt og sofnaði síðan fast. Loksins
vaknaði hún við að hesturinn kippti
svo fast í að beltisbandið slitnaði. Sá
hún þá mann standa hjá sér og spyr
hún hann að heiti. Hann segist heita
Gísh og eiga heima fyrir framan þara-
garðinn.
,»Eg er þar hjá kvenmanni sem var
drukknaður fjórtán árum áður en ég
og erum við svo innibyrgð undir
þungum þara og munum við ekki
leysast þaðan fyrr en á dómsdegi“.
En hvað viltu mér, segir Guðrún.
„Drepa vil ég þig“, segir Gísli.
„Hvers á ég að gjalda", segir hún.
“Það skal ég segja þér: Einu sinni
var ég í Hólskirkju og sá konu koma
þar inn sem mér þótti bera af öðrum.
Eg sá að hún var ekki einsömul. Eft-
ir embættið fami ég hana að máli og
bað hana að láta heita í höfuðið á mér
það sem hún gengi með en hún af-
sagði mér um það.
Skömmu síðar drukknaði ég. Kom
ég þá til hennar í svefni og bað hana
hins sama en hún þverneitaði því.
Þessi kona var móðir þín og skaltu nú
„gjalda hennar".
Nú fór Guðrúnu ekki að lítast á
blikuna, fór á bak hesti sínum og var
þá sjór fallinn undan forvaðanum.
Reið hún nú af stað en brátt varð hún
þess vör að Gísli veitti sér eftirför og
annars sem verra var, en það var að
hún var orðin sjónlaus. Lét hún þá
hestinn ráða ferðinni en af því hún
var skáld gott fór hún að yrkja en ekki
vita menn hvað hún orti. Fór hún þan-
nig lengi að hún vissi að Gísli elti
sig. Loksins fékk hún litla sjón aftur
og var hún þá nærri komin fram af
bjarginu fyrir innan Keflavík.
Gat hún þá tekið rétta stefnu heim
til sín og vissi hún ekki fyrri til en
hesturinn stóð á hlaðinu. Fékk hún
þá sjónina aftur en marga daga eftir
var hún veik.
(Úr þjóðsögum Jóns Arnasonar).
Ég hef gert mörg heimskupör, og œtla að halda því
áfram þvíþau eru krydd tilverunnar.
Brigitte Bardot
lh0k Tónleikar
Aöalfundur Skallagríms söngkona, Gunnar Gunnarsson píanó-
AðalfundurUngmennafélagsinsSkalla- leikari, Gunnar Hrafnsson kontra-
gríms \erðurhaldinnmánudagmnl) inais | ' ' ' n‘ '"■■■- ■ -'•■’
klukkan 20:30 að Skrdlagrímsgötu 7a.
Sjóleiðin til Bagdad
/ eftir Jökul Jakobsson
Sýnt í Félagsheimilinu Logalandi. Leikstjóri Valgeir Skagfjörð
Nœstu sýningar: sunnudaginn 1. mars kl. 21.00,
miðvikudaginn 4. mars kl. 21.00, föstudaginn 6. mars kl. 21.00
Ungmennafélag Reykdœla
SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI í BORGARNESI
Til leigu er 25 fermetra skrifstofa ásamt
aðgangi að snyrtingu og eldhúskróki á 2.
hæð við Borgarbraut 57 í Borgarnesi.
Upplýsingar á skrifstofu Skessuhorns í
síma 437-2262.
( Penninn )
Fjölsíma
hvab???
VIÐ vitum ekki betur en að þegar
Island varð að einu gjaldsvæði Pósts og
síma að nú myndu allir sitja við sama
borð, hvon heldur fólk á Stór-Reykja-
víkursvæðinu eða við í dreifbýlinu úti
á landi. Við héldum að öll þjónusta á
borð við Internetaðgang og símasölu
yrði öllum opin. Með breytingunum
væri Tölvuþjónustan á Akranesi kom-
in í bullandi samkeppni við stóru Inter-
netsaðgangsseljenduma í Reykjavík.
Það var gott og við héldum að nú vær-
um við komin jafhfætis Reykvfking-
um. Loksins! -Eða hvað?
Tökum til dæmis uppsveitir Borgar-
ljarðar og vissulega víðar ef að því væri
komið. Þar er ekkert breiðband. Það er
ekki einu sinni inni í myndinni að leg-
gja þar breiðband. Hvert einasta hús í
Reykjavík er konúð með beina teng-
ingu við breiðbandið, getur séð nýjar
stöðvar Pósts og síma auk þess að geta
séð erlendar sjónvarpsútsendingar og
myndbönd í gegnum Intemetið. Þetta er
ekki hægt með 33,6 kB módemi. Þá
væri útsendingin svona: Gó-----ð —
a------öldið. — Þe —- lit------rétta.
Við fáum ekki botn í þetta. Nei nei.
Við vitum meira að segja um svæði
hér á Vesturlandi þar sem eingöngu er
hægt að ná Ríkissjónvarpinu. Stöð 2
er tæp og Sýn, Fjölvarpið og allt það-
nei ekki sjéns. Þetta myndi breiðbandið
laga. En hvað emð þið Vestlendingar,
sem ekki náið sjónvarpinu, að hugsa?
Þið fáið ykkur bara Samnet símans! Þá
emð þið komin með ISDN tengingu í
tölvunni og hún gengur fjórfalt hraðar
fyrir sig en venjulegt módem. Þannig
getið þið séð erlent efni á Netinu.
Já en hvað haldið þið? Nokkrir af-
dalir í okkar frábæra samfélagi em í
fjölsímakerfi. Jú fjölsímakerfi?! Það
hlýtur að vera kerfi þar sem margir sífn-
ar era. Og þar sem margir búa em
margir símar ekki satt? Svo hvaða mgl
emm við að rausa? En svo auðvelt er
þetta ekki því fjölsímakerfi byggist á
því að mörg númer em með sömu lín-
una. A-ha. Og þegar svoleiðis er í gangi
þá getur þú gleymt ISDN. Númerabirt-
ingunni getur þú líka gleymt auk þess
sem traflanir á línum í fjölsímakerfi
valda tmflunum á flutningi gagna á
milli tölva.
Við teljum að ef hægt eigi að vera að
vinna og búa á gagna- og tölvuöld (þið
vitið pappírslaus viðskipti o.s.fv.) skip-
ti ekki máh hvar þú býrð. Þú getur unn-
ið allsstaðar og meira að segja stundað
nám hvar sem er. Hvers vegna er þá
dalbúum í uppsveitum Borgarfjarðar
mismunað svona? Þeir sem hefðu gott
af því að mennta sig og stunda aðra
vinnu en garðyrkju og skepnubúskap.
Fólk sem byrjað er að búa hefur ekki
kost á því að fara í Öldungadeild Fjöl-
brautarskólans í Breiðholti. Það er ein-
faldlega of langt þangað.
Nei, svona er þetta. Loksins þegar
allir Islendingar em komnir undir sama
hatt, hvað varðar gjald fyrir notkun
Pósts og síma, rýmar kaupgildið fyrir
þá sem ekki geta nýtt sér þetta til fulls.
Þetta má útfæra svona: Þú borgar sama
og aðrir en færð hinsvegar mun minna.
Þokkalegt lýðræði það!
Niðurstaða okkar er sú, að sértu
leiður á tækniframförum á tækni- og
upplýsingaöld, farðu þá bara upp í
Flókadal því þar er alveg bókað mál
að þú færð ekki að vita hver er að hring-
ja í þig, þú getur ekki notað GSM sím-
ann þinn, þú þarft ekki að kaupa þér
rándýra tölvu með ISDN módemi og
ekki að gera það upp við þig hvort þú
viljir verða áskrifandi af Stöð 2. Meira
að segja Mogginn kemur ekki nema
þrisvar í viku og það á kvöldin.
Virðingarfyllst. Geit og Geit.
Frá ritstjórn:
Skessuhomi barst þetta nafnlausa
bréf um daginn og velti ritstjóm því
lengi fyrir sér hvort hægt væri að birta
það án þess að vita hver höfúndur þess
væri. Niðurstaðan varð sú að í þetta
skipti yrði bréfið birt án vitneskju um
höfund. Greinarhöfundar em þó fram-
vegis beðnir um að láta nafns síns get-
ið við ritstjóra, þó svo efnið verði birt
í blaðinu undir dulnefni.
Flugbraut í Melasveit
í fyrsta tölublaði þessa ágæta Skessuhoms var minnst á flugbraut á Æðarodda.
Þetta er mjög óhentugur staður fyrir flugbraut og kemur þar tvennt til:
1. Þetta er of nálægt hesthúsunum.
2. Mjög misvindasamt er þarna.
Hentugasta staðsetning fyrir flugbraut hér í nágrenni Akraness er neðarlega í
Melasveit. Þar er mjög flatlent og nægjanlega langt frá fjöllum. Þegar brú kem-
ur yfir Grunnafjörð þá verður aðeins 5-10 mínútna keyrsla þangað frá Akranesi.
Þetta er möguleiki sem flugáhugamenn og flugmálayfirvöld ættu að taka til at-
hugunar.
Gunnar Gunnarsson.
Sextugur varð í gær 3. mars
Jóhannes Magnús Þórðarson
Krossnesi. í tilefni dagsins
tekur hann á móti gestum
í Lyngbrekku laugardaginn
7. mars frá kl. 20.30
Aö slá köttinn úr sekknum!
Skömmu fyrir öskudaginn varð
Birni S. Lámssyni ferðamálafull-
trúa og útvarpsmanni á Akranesi á
mismæli í beinni útvarpssendingu.
Talaði hann þar um þann sið að slá
köttinn úr sekknum. Blaðamenn
Skessuhoms skemmtu sér vel yfir
þessum mistökum kollega síns í
fjölmiðlun á Vesturlandi. Það
hefndi sín hinsvegar illilega því á
baksíðu síðasta tölublaðs kom fyr-
ir sama villa þrátt fyrir þrí-
dobbeltjékkun yfirlesaranna. Þar var
talað um að bömin hugsuðu sér gott
til glóðarinnar að slá köttinn úr
sekknum.
Þar sem sá siður að slá köttinn úr
tunnunni er innfluttur frá Dan-
mörku, leggur Heygarðshomið til
að á næsta öskudegi verði það gert
að sérstökum vestlenskum sið að
slá köttinn úr sekknum. Það væri
þá ekki óeðhlegt að Skessuhom og
ferðamálafulltrúi Akraness stæðu
að þeirri athöfn í sameiningu. Hins-
vegar er eftir að samræma það dýra-
vemdunarsjónarmiðum og óvíst
hvernig heimilskettir á Akranesi
munu bregðast við þessum nýja sið.
Ábyrgö Dalamanna
Mikið hefur verið rætt og ritað
um vegi og óvegi á Vesturlandi og
þá ekki síst vegtengingu Dalasýslu
við umheiminn. Spakvitur maður
færði rök gegn samgöngubótum til
og frá Dölum. „Þegar Dalapiltur-
inn Leifur heppni fór að þvælast út
fyrir sýslumörkin endaði það með
því að hann fann Ameríku sem hann
hefði betur látið ógert. Þess vegna er
ömggast að vera ekki að auðvelda
Dalamönnum að fara á flakk. Það
veit enginn hvaða afleiðingar það
getur haft“!
Klerkur og kind
Fyrir allmörgum árum fór klerk-
ur í Reykholti í smalamennsku á
Arnarvatnsheiði. Einn dag ríður
hann fram á kind eina sem á eitt-
hvað erfitt með gang. Líkt og í öðm
sem Guðsmaðurinn tekur sér fyrir
hendur vildi hann vinna verk sitt
vel. Ekki vildi Séra Geir skilja skjá-
tu greyið eftir á miðri heiðinni svo
hann tekur sig til, dröslar henni á
hnakknefið fyrir framan sig og held-
ur af stað áleiðis til byggða. Ferðin
sækist seint og hestur, kind og Geir
em öll farin að mæðast þegar á dag-
inn tekur að líða. Kindin er því skil-
in eftir og ákveðið að fela seinni
leitarmönnum að ljúka því verki að
færa skjátu til byggða.
Snorri bóndi á Augastöðum var
fjallkóngur í seinni leit þetta haust-
ið. Þegar hann og menn hans ríða
fram á kind þessa nokkrum vikum
síðar er Snorri ekkert að tvínóna við
hlutina þegar séð er að blessuð kind-
in er ekki til stórræðanna. Hann
fargar henni á staðnum!
Samleitarmanni Snorra varð þá á
orði:
Hann Snorri á Auga er snarpur
og laginn
og sneggstur með hnífinn íþess-
ari leit.
Því rollán sem presturinn reiddi
um daginn,
■ var rotuð og skorin í síðari leit.