Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.1998, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 04.03.1998, Blaðsíða 5
ðáÉSaUBu^ 5 Miðvikudagur 4. mars 1998 ■ Friðþjófur Helgason Ijósmyndari tók þessar myndir af trillukörlum að landa, og að neðan á íoðnumiðunum fyrir nokkrum dögum. v Snæfellsbær Auglýsing um fasteignagjöld í Snæfellsbæ 1998 Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur samþykkt eftirfarandi áiagningarregiur fasteignaskatts Öflugt starf hjá Eflingu AÐALFUNDUR Eflingar Stykkis- hólms var haldinn í Hótel Stykkishólmi mánudaginn 23. febrúar s.l. Þetta var þriðja ár Eflingar sem jafnframt var annað heila starfsárið. Mikið annríki og fjölbreytni var í starfsemi félagsins og er óhætt að segja að stjóm og fram- kvæmdastjóri hafi haft í mörg hom að líta. Félagar í EfJingu Stykkishólms vom á síðasta ári 49 talsins og era það aðallega fyrirtæki og einstaklingar auk Stykkishólmsbæjar sem standa að fé- laginu. Hlutverk félagsins er að vinna að framfaramálum í menningar- og at- vinnulífi í Stykkishólmi. Meðal verkefna á starfsárinu var rekstur Upplýsingamiðstöðvar ferða- mála s.l. sumar sem var eitt stærsta og umfangsmesta verkefni sem Efling hef- ur tekist á við. Félagið stóð að undir- búningi rekstrarins í samstarfi við Stykkishóimsbæ og síðar var samið um rekstur tjaldsvæðisins. Höfð var um- sjón með útgáfu á tveimur upplýsinga- bæklingum; bæklingi um Stykkishólm og bæklingi um Snæfellsnes. Efling stóð fyrir sumartónleikaröð í annað sinn í Stykkishólmskirkju s.l. sumar. Haldnir voru alls 8 tónleikar. Hafmn er undirbúningur að þrjðju sum- artónleikaröðinni og háfa listamenh sýnt henni mikinn áhuga. Annað stærsta verkefnið, sem jafn- framt er orðinn fastur liður í starfsemi Birgir Mikaelsson nýrá&inn fram- kvæmdastjóri Eflingar Stykkishólms. félagsins, eru dönsku dagarnir sem haldnir vora þriðju helgina í ágústmán- uði. Að þessu sinni sprengdi aðsóknin öll met og áætlanir. Farið er að huga að fimmtu hátíðinni en eins og geta má nærri verðui' slík hátíð ekki háldin rterna að undangenginni mikilli undirbúnings- vinnu fjölmargra aðila. Birgir Mikaelsson Fasteignaskattur: A-gjald 0.41% af álagningarstofni fasteignamats Lóðarleiga: A-gjald 1,5% af lóðarmati Vatnsskattur: A-húsnæði 0,10% af álagningarstofni fasteignamats Verslunar- og skrífstofuhúsnæði 0,15% Holræsagjald A-gjald 0,15% af fasteignamati Aukavatnsgjald: Samkvæmt 10 gr. reglugerðar nr. 421/1992 er lagt sérstakt aukavatnsgjald á fyrirtæki sem nota vatn til annars en venjulegra heimilisþarfa, vegna atvinnu sem í þeim er rekin eða af öðram ástæðum. Aukavatnsgjald þetta skal greiða skv. notkun vatns mældri í rúmmetram. Ef mælar era ekki fyrir hendi verður vatnsnotkun áætluð skv. viðmiðunarstuðli Samorku. Skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði: Sorphreinsunargjald pr. matseiningu kr. 5.500,00 Sorpeyðingargjald pr. matseiningu kr. 2.500,00 Afsláttur á fasteignaskatti til örorkulífeyrisþega og ellilífeyrisþega skal tekjutengdur Einstakiingar Hjón Tekjumörk Afsláttur Tekjumörk Afsláttur 870.000 100% 1.080.000 100% 925.000 90% 1.150.000 90% 970.000 80% 1.210.000 80% 1.010.000 70% 1.280.000 70% 1.060.000 60% 1.340.000 60% 1.100.000 50% 1.400.000 50% 1.150.000 40% 1.460.000 40% 1.200.000 30% 1.520.000 30% 1.250.000 20% 1.580.000 20% Afsláttur til ellilífeyrisþega og öryrkja verður reiknaður þegar afrit af skattframtali 1998 liggur fyrir Gjalddagar eru 7:1. feb., 1. mar., 1. apr., 1. maí, 1. jún., 1. júl. og 1. ágú. 1998

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.