Skessuhorn


Skessuhorn - 04.03.1998, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 04.03.1998, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 4. mars 1998 K^unti^ l Samstaba um fjárhagsáætlun ÞAÐ vakti atíiygli við afgreiðslu fjárhagsáætíunar Akranesbæjar að sam- staða var um afgreiðsluna milli meiri- hluta og minnihluta. Það má teljast merkilegt ekki síst í ljósi þess að stutt er í kosningar. Það var eingöngu rennibraut við sundlaugina að Jaðarsbökkum sem varð að ásteitingarsteinuMeirihlutinn gerði tillögu um að Akranesbær legði fram helming kostnaðar við uppsetningu brautarinnar, 4 milljónir, en ætíunin er að Akranesveita legði ífam tjórar millj- ónir á móti. Bæjarfulltrúar Framsókn- arflokks lögðust gegn rennibrautinni en fluttu tillögu um 400 þúsund króna fjárveitingu til að vinna gegn vindánauð við sundlaugina. Tillaga framsóknar- manna var samþykkt en rennibrautin rann einnig í gegn og að endingu var fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða. Ættartengsl í olíunni í BORGARNESI eru öll olíufélög- in þrjú komin með stórar bensínstöðv- ar á sömu þúfuna, þ.e.a.s. við brúar- sporð Borgarfjarðarbrúarinnar. Þrátt fyrir að mikil samkeppni ríki á milli þessara aðila eru tlókin ijölskyldutengsl í bensínafgreiðslu tveggja þessara fyr- irtækja. Þrennir feðgar starfa við bensínaf- greiðslu á Ohs og Esso. Indriði Alberts- son er nýráðinn forstöðumaður Hym- unnar en Magnús sonur h;ms starfar á Olís. Sigurður Olafsson dælir Esso bensíni en sonur hans er bensínaf- greiðslumaður hjá Olís. Guðsteinn Sig- urjónsson er starfsmaður Esso og Am- finnur tengdasonur hans er starfsmað- ur Olís. Guðsteinn sonur hans er aftur á móti starfsmaður Esso. Að auki má nefna þá bræður Sigga og Unnstein Bjamasyni sem báðir starfa á Hyrn- unni og em þekktir fyrir góða þjón- ustulund og greiðasemi við viðskipta- vini sem þar staldra við. Þetta er óneit- anlega „skondið" munstur sem kemur þó ekki í veg fyrir að Borgnesingar og ferðafólk fær bensín á bíla sína vand- ræðalaust, hvar sem þeir velja að stoppa. Boltaleikur Framköllunar- þjónustunnar Á KOMANDI sumri er mesta hátíð knattspyrnuáhugamanna um heim all- an; sjálf heimsmeistarakeppnin. Að þessu sinni er hún haldin í Frakklandi og hefst í júníbyijun. Það em ekki ein- ungis knattspymukappamir sjálfir sem em famir að undirbúa sig fyrir keppn- ina. Framköllunarþjónustan í Borgar- nesi er komin með húsfylli af leður- boltum með merki keppninnar sem ætl- unin er að afhenda heppnum viðskipta- vinum á næstu mánuðum en Fuji ljós- myndavömframleiðandinn er einn að- alstyrktaraðili keppninnar. Að sögn Svans Steinarssonar fram- kvæmdastjóra Framköllunarþjónust- unnar verða dregnir út 20 boltar í mán- uði úr innsendum miðum sem finna má í Skessuhomi í hverri viku. Nöfn vinn- ingshafa birtast síðan í fyrsta Skessu- horni hvers mánaðar. Boltaleikurinn mun standa yfir í mars, aprfl, maí og júní. <MT>Þab er óvíst a& þvílík tilþrif eigi eftir a& sjást í HM í sumar en þa& vir&ist allt vera hægt me& HM boltunum. Þokkaleg veibi fvrir vestan FISKVEIÐAR hafa gengið þokka- lega frá Ólafsvík og Rifi það sem af er þessu ári. Samkvæmt samtölum við sjómenn vestra var janúarmánuður góður eða álíka og í fyrra en síðari hluti febrúar slakur hjá smábátum vegna veðurs. Hjá Fiskmarkaði Breiðafjarðar fengust þær upplýsingar að í febrúar fóm þar í gegn 1.750 tonn en í sama mánuði í fyrra voru seld 2.006 tonn. Munurinn er lítill ef haft er í huga viku- langt verkfall sjómanna fyrst í febrúar. Hlutfallslega hefur salan því verið nokkru meiri í ár. Aflaverðmæti var aftur á móti það sama þrátt fyrir 256 tonna mun. Afmælissýning Trausta ÞANN 19. febrúar s.l. fagnaði Trausti Eyjólfsson f.v. kennari við Bændaskólann á Hvanneyri sjötíu ára afmæli sínu. Þessara tímamóta var minnst á nokkuð óvenjulegan hátt því þá var sett upp yfirlitssýning á mál- verkum Trausta í risi Bændaskólans. Að sögn Trausta vom það böm hans sem áttu hugmyndina að þessari sýn- ingu og stóðu að því að safna saman verkum hans sem prýða híbýli manna víða um land. Sýningin stóð yfir helg- ina 19. til 22. febrúar. Á þriðja hundrað gesta skoðuðu verk Trausta sem em frá árinu 1942 til dagsins í dag. Verkin era flest landslagsmyndir og er efniviðurinn byggðir og óbyggðir Islands. Margar myndanna eru frá æskustöðvum Trausta, undir Eyjafjöll- um, og frá Vestmannaeyjum þar sem hann bjó um árabil. Byggt ofan á Grunn- skólann Frá Ólafsvíkurhöfn. UM síðustu helgi var auglýst útboð vegna ofanábyggingar Grannskólans í Grandarfirði. Tilboðin verða opnuð í mars og reiknað er með að fram- kvæmdir hefjist 1. maí n.k., nokkru áður en skólastarfi lýkur. Því er gert ráð fyrir að það hafi í för með sér ein- hverja tilhliðmn á skólastarfinu. Mark- miðið er að taka í notkun tvær kennslu- stofur næsta haust. Grunnskóli Eyrarsveitar hefur verið einsetinn um nokkurra ára skeið en býr við þröngan húsakost. Nýbyggingin mun meðal annars hýsa sérgreinastof- ur og gefur aukið svigrúm í kennslu. Búið var að gefa út byggingarleyfi vegna stækkunarinnar en á hrepps- nefndarfundi fyrir skömmu var leyfið dregið til baka. Komið hafði fram kæra frá íbúa í nágrenni skólans þar sem gleymdist að láta framkvæma svokall- aða grenndarkönnun. Utboðið er því háð þeim skilyrðum að leyfi fáist.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.