Skessuhorn - 04.03.1998, Blaðsíða 12
'I
m
atstotai
Frá Matstofunní:
Matur framreiddur alla daga frá klukkan 11:00-23:30.
Ingimar spilar á fostudagskvöldum.
fréttapotið
Síml 852 4098
Síminn sem sjaldan sefur!
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI 3. tbl. 1. árg. 4. mars 1998
Ákranm
Styrkveitingar
Akranesbæjar
BÆj ARSJÓRN Akraness tók upp á
þeirri nýbreytni í ár að kalla sarnan full-
trúa þeirra félaga og samtaka sem bær-
inn styrkir. Að sögn Guðbjartar Hann-
essonar forseta bæjarstjómar vildi bæj-
arstjóm með þessu gefa viðkomandi
félögum tækifæri til að kynna sína
starfsemi og leggja áherslu á að starf
hinna fjölmörgu félaga væri mikils met-
ið af bæjaryfirvöldum.
Guðbjartur sagði einnig í ræðu sinni
við þetta tækifæri að störf þessara fé-
laga væri ómetanlegur hluti af bæjarlíf-
inu. Störf þeirra byggðu á gífurlegri
sjálfboðavinnu en það kæmi í hlut bæj-
arins að skapa aðstöðu og veita fjár-
hagslegan stuðning.
Heildarupphæð styrkja í ár er 33
milljónir en þess má geta að inn í það
em reiknuð afnot af aðstöðu á vegum
bæjarins. Af einstökum styrkjum má
nefna að Körfuknattleiksfélag Akra-
ness fékk 500.000 starfsstyrk. Það er
síðari hluti umsaminnar íjárhagsaðstoð-
ar vegna rekstrarerfiðleika félagsins.
Sigur&ur Gu&jónsson skátahöf&-
ingi tekur við ávísun til Skátafélags
Akraness frá Gísla Gíslasyni bæjar-
stjóra og Gu&bjarti Hannessyni
forseta bæjarstjórnar.
Hjálparsveitirnar fengu 300.000 kr.
rekstrarframlag hvor og Skagaleik-
flokkurinn fékk 250.000 kr. rekstrar-
styrk.
Tveir einstaklingar fengu styrki að
þessu sinni. Þórður Emil Ólafsson gol-
fari fékk 100 þúsund króna afreks-
mannastyrk og Kolbrún Ýr Kristins-
dóttir sundkona fékk 60 þúsund króna
styrk vegna góðs árangurs.
Hafnarframkvæmd-
ir í Stykkishólmi
NÝLEGA hófust hafnarfram-
kvæmdir í Stykkishólmi. Um er að
ræða nýja fyllingu í höfnina sem er
fyrsti áfangi endurbyggingar aðalhafn-
arinnar. Efnismagn í þessum áfanga er
6.000 rúmmetrar. Stefán Björgvinsson
verktaki í Stykkishólmi átti lægsta til-
boðið í verkið og var því tekið.
V.
J
Isklifur í
Grundarfirbi
HELGINA 21.-22. febrúar s.l. komu
félagar úr Björgunarsveitinni í Kópa-
vogi til Grundarfjarðar og æfðu ísklif-
ur í Kirkjufellinu. Þeir þræddu ýmsar
krókaleiðir og vom ánægðir með hin-
ar fjölbreyttu torfæmr sem fjallið hef-
ur upp á að bjóða. Ekki spillti fyrir að
þeir lentu í suðvestan skafbil.
Helgina áður voru félagar Islenska
Alpaklúbbsins á ferðinni á svipuðum
slóðum með þrjátíu manna hóp. Þar af
vom sex erlendir heimsþekktir ískhff-
arar. Sá hópur “hljóp” upp og niður
Mýrarhymuna. Ferðin var farin í til-
efni tuttugu ára afmælis klúbbsins.
Einnig var klöngrast um spmngur og
kletta í Búlandshöfða og í Haukadal.
Mýrarhyrnan vi& Grundarfjörð.
Lobnuvertíbin fer
vel af stab
Vinnsla í fullum gangi á öllum
vígstöövum hjá HB
I síldarmjölsverksmi&ju HB á Akranesi er nú unnið úr um 1.100 tonnum af loðnu á sólarhring.
ÞEGAR blaðamaður Skessuhoms
ræddi við Guðmund Pál Jónsson hjá
HB á Akranesi. fyrir síðustu helgi, vom
öll skip á leið í land með fullfermi.
Elliði var á leið til Sandgerðis með 900
tonn af loðnu til frystingar. Höfmngur
var einnig með 900 tonn og Víkingur
með 1400 tonn á leið heim á Skaga.
„Fram til þessa hafa skipin verið að
sækja loðnuna heldur langt til að hún
væri hæf til frystingar, en nú er hún
komin út af Homafirði og útlit fyrir að
frysting geti farið að hefjast fyrir al-
vöm“, sagði Guðmundur Páll. Þessa
dagana fara um 1.000 — 1.100 tonn af
hráefni í gegnum bræðsluna og hefur
vinnsla í verksmiðjunni gengið vel, að
sögn hans. „Verksmiðjan var gangsett
eftir endurbætur í janúar í fyrra og
vinnslan gekk framar vonum á síðasta
ári og fer ekki síður af stað í ár“, sagði
Guðmundur.
Frá því vetrarvertíðin hófst hafa skip
HB komið með um 11 þúsund tonn af
loðnu að landi en áður en vertíðin hófst
voru eftir um 40.000 tonn af útgefnum
kvóta hjá fyrirtækinu.
Cðno
Canon litaprentarar
Verðfrákr. 13.750,
m
HEWLETT®
PACKARD
HP litaprentarar
Verðfrákr. 11.900,
Operí i
AOpen tölvur útbúnar sam-
kvæmt óskum hvers og
eins (verð við allra hæfi)
IHLUTIR:
* Módem
* Minni
* Harðir diskar
* Hljóökort
og margt fleira
Margmiðlunartöl vur hlað-
nar húnaði
TOLVUBONDINN
Egilsgötu 11,310 Borgarnesi
Sími 437-2050
.
ÍÉÍílÍtl