Skessuhorn - 01.04.1998, Side 2
2
TjTTÍj’
VIKUBLAÐ Á VESTURLANDI
BORGARBRAUT 57, 310 BORGARNES - SÍMI 437 2262
FAX: 437 2263 - NETFANG: skessuh@aknet.is
Útgefandi: Skessuhorn ehf.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli Einarsson, sími 852 4098
Blaðamaður: Helgi;Danie!sson, sími 898 029? ^
Auglýsingar: Magnús Valsson, simt 437 2262 : ' 2
Hönnun og umbrot: Guömundur Stoirisson, sími 588 4144
Prentun: ísafoidarprentsmiðja
Skrifstofa blaðsins er opin alla virka daga frá kl. 10:00 - 12:00
og 13:00-16:00
Skessuhorn kemur út alla miðvlkudaga. Skilafrestur auglýsinga og efnis er fyrir
kl. 12.00 á föstudögum.
Blaðið er gefið út í 5.400 eintökum og dreift ókeypis inn á öil heimili og fyrirtæki
á Vesturlandi. Aðilar utan Vesturlands geta gerst áskrifendur að blaðinu fyrir 800
krónur á mánuði.
Píslarvott-
ur mark-
aöarins
ÉG ER í eðli mínu góður strákur. Það verður nú bara að segjast eins og er.
Það lýsir sér meðal annars í því að ég hef fulla samúð með Clinton og Keikó
og öðrum þeim sem minna meiga sín. Stríðshrjáðar og sveltandi þjóðir eiga
alla mína meðaumkun og það jaðrar við að ég tárist yfir örlögum hins bres-
ka tuskubjamar; Bangsímon.
Þessa dagana eru það þó ekki fómarlömb styijalda, hungursneiðar eða
illrar meðferðar sem ég hugsa til með hluttekningu heldur kunningi minn
einn ágætur sem er fómarlamb markaðskannana. Þótt örlögum hans sé ekki
slegið upp á forsíðum dagblaða eða viðtalsþættir í sjónvarpi honum tileink-
aðir þá er þessi ágæti kunningi minn píslarvottur markaðshyggjunnar holdi
klæddur.
Umræddur kunningi minn hefur með öðmm orðum hlotið þau örlög að
vera „úrtaksmaður". Það er ekki gerð markaðskönnun eða skoðanakönnun
öðravísi en að hann lendi í svokölluðu úrtaki. Stór hluti af hans vinnudegi
og mikill partur af hans starfsorku fer í að svara allskyns spumingalistum,
munnlega og skriflega. Skipti eftir skipti hringir síminn og hjáróma rödd
spyr hann hvaða flokk hann ætli að kjósa. Mér þykir það afskaplega
heimskulegt í ljósi þess að frá því ég man eftir mér hefur hann kosið sinn
gamla hallærislega flokk og ég á alls ekki von á því að hann vaxi upp úr því.
Aftur er svo hringt og spurt hvað hann muni kjósa ef hans gamli hallæris-
legi flokkur muni sameinast öðram gömlum og hallærislegum flokki. Hann
fær þykka doðranta af spumingum um neysluvenjur og ótal vinnustundir
fara í að svara hvaða tegund af tómatsósu hann kjósi að nota með pylsum og
hvaða tegund með pasta og þó vita það flestir að maðurinn étur alls ekki
pasta. Hann þarf að svara því hvort hann kjósi heldur að snúa sér í norður
eða suður þegar hann sefur og hvers vegna hann khppir á sér táneglumar
meðan hann horfir á ellefufréttimar.
Vandamál kunningja míns er að hann er fram úr hófi samviskusamur. Ég
viðurkenni það fuslega að ég myndi hunsa spumingalista af því tagi sem hér
era nefndir og ef einhver hringdi til að spyrja mig um afstöðu til eins eða
annars myndi ég eflaust þykjast vera heymariaus. En kunningi minn má
ekki heyra á það minnst. Hann svarar öllum spumingum af mikilli kostgæfni
og ígrandar hvert svar. Hann leggur meira að segja í umtalsverða rannsókn-
arvinnu í þágu markaðarins því fyrir utan þann tíma sem hann ver til að
svara hverri spumingu þá leggur hann gríðarlega vinnu í að stúdera sínar
eigin neysluvenjur og ígranda sitt hegðunarmynstur til að hann sé betur í
stakk búinn tii að svara stimamjúkum markaðskönnuðum. Svo dæmi sé tek-
ið þá fær hann sér ekki í glas öðra vísi en að velta því fyrir sér hvort honum
þyki þægilegra að skála með hægri eða vinstri. Hann skráir einnig hjá sér
hversu oft þarf að tyggja meðaltals munnbita af mismunandi kjöttegundum
og svo mætti lengi telja.
Skoðanakannanir og markaðskannanir miða víst að því að finna út með-
altalsskoðanir á einhverri vöra eða þjónustu nú eða meðaltalsviðhorf til ein-
hverra málefna. Því mætti ætla að kunningi minn væri holdgervingur hins
íslenska meðalmanns. Svo er þó ekki. Hann er á engan hátt eins og fólk er
flest. Hans skoðanir era ekkert líkar skoðunum annarra. Neysluvenjur hans
era í hæsta máta óvenjulegar og ef út í það er farið þá er hann ekki einu sinni
meðalmaður á hæð. Því óskiljanlegri era örlög þessa ágæta manns.
Nú spyr ég hvort svo ítarleg vitneskja um hegðunar- og neyslumynstur sé
svo mikilvæg að hún sé þess virði að leggja líf þessa kunningja míns í rúst.
Fjölskylda hans líður fyrir þetta og félagar hans hafa af þessu nokkrar
áhyggjur þar sem lff þessa manns snýst orðið um markaðskannanir og ekk-
ert annað.
Auðvitað er það jákvætt að fjöldi manns hafi af því atvinnu að grafla í
einkalífi fólks en það má spyrja sig hvort tíma þess fólks væri betur varið í '
eitthvað annað. Það má að sjálfsögðu einnig spyrja sig hvort ég hafi nokkúm
rétt til að vera að skipta mér af því. Hugsanlega væri mínum tíma betur var-
ið í að fylla út ýtarlegar markaðskannanir og uppljóstra öllu um mínar
neysluvenjur. Þá væri tíma lesenda kannski einnig betur varið í áð lesa um
hvort ég fari í hægri eða vinstri gúmmískóinn á undan.
Gísli Einarsson
Hvalveiöar hefjist
áb nýju á þessu ári
LÖGÐ VAR fram svohljóðandi
þingsáliktunartillaga á Alþingi þann
18. mars s.l.:
„Alþingi ályktar að hvalveiðar
skuli leyfðar frá og með árinu 1998 á
þeim tegundum og innan þeirra
marka sem Hafrannsóknarstofnunin
hefur lagt til. Sjávarútvegsráðherra
er falin frakvæmd veiðistjómar á
grandvelli gildandi laga“.
Fyrsti flutningsmaður tillögunnar
er Guðjón Guðmundsson þingmaður
Sjálfstæðisflokksins á Vesturlandi og
meðflutningsmenn eru Einar K.
Guðfinnson, Stefán Guðmundsson,
Siv Friðleifsdóttir, Guðmundur Hall-
varðsson, Ámi M.. Mathiesen, Ólaf-
ur Öm Haraldsson og Ámi Johnsen.
I greinargerð flutningsmanna til-
lögunnar er vísað til þess að gildandi
hvalveiðibann sé brot á sáttmála Al-
þjóðahvalveiðiráðsins en þar segir í
viðauka:“Hvalveiðar í atvinnuskyni
skulu leyfðar á hvalastofnum, sem
era í jafnvægi og þær skulu stundað-
ar í samræmi við tillögur vísinda-
nefndarinnar".
í greinargerðinni er vísað til fjöl-
margra skoðanakannana þar sem 80-
90% hafi lýst stuðningi við að hefja
hvalveiðar að nýju. Þá er einnig í
greinargerðinni rætt um hvalveiðar
sem mikilvægan þátt í atvinnulífi
Fyrsti flutningsma&ur þingsálykt-
unartillögu um a& hvalvei&ar ver&i
hafnar a& nýju. Gu&jón Guð-
mundsson þingma&ur Vestlend-
inga.
landsins. Þar segir m.a.: „Af veiðun-
um urðu miklar útflutningstekjur
sem ætla má að gætu orðið enn meiri
nú vegna verðþróunar á mörkuðum
fyrir hvalaafurðir. Þessi atvinnugrein
var mjög þýðingarmikil fyrir einstök
sveitarfélög og hérað. í því sambandi
má nefna starfsemi Hvals hf. í Hval-
firði og Flóka hf. á Brjánslæk".
Akraneslistinn
lagbur fram
UPPSTILLINGARNEFND Akra-
neslistans lagði fram tillögu sína að
framboðslista fyrir bæjarstjómarkon-
ingamar 1998 á fundi í Verkalýðs-
húsinu þann 24. mars s.l.
Listinn er þannig skipaður:
1. Sveinn Kristinsson bæjarfulltrúi
2. Kristján Sveinsson svæðisstjóri
3. Inga Sigurðardóttir þroskaþjálfi
4. Ágústa Friðriksdóttir ljósmynd-
ari
5. Ingibjörg Haraldsdóttir skrif-
stofumaður
6. Rögnvaldur Einarsson starfs-
maður Rauða kross Islands
7. Pétur Svanbergsson iðnverka-
maður
8. Ástríður Andrésdóttir verka-
kona
9. Guðbjartur Hannesson skóla-
stjóri
10. Adam Þór Þorgeirsson múrari
11. Helga Gunnarsdóttir menning-
ar- og skólafulltrúi
12. Hannes Frímann Sigurðsson
tæknifræðingur
13. Birna Gunnlaugsdóttir fram-
haldsskólakennari
14. Þóranna Hildur Kjartansdóttir
sjúkraliði
15. Jensína Valdimarsdóttir íþrótta-
kennari
16. Hafsteinn Baldursson renni-
siniður >
17. Guðlaug Margrét Sverrisdóttir
leikskólakennari
18. Hervar Gunnarsson formaður
Verkalýðsfélags Akraness
Verbkönnuná
leikskólagjöldum
NÝLEGA var gerð verðkönnun á
vegum ASÍ, BSRB og Neytendasam-
takanna á leikskólagjöldum í ein-
stökum sveitarfélögum. I könnuninni
kom m.a. fram að allt að 89% munur
er á leikskólagjöldum milli sveitarfé-
laga.
Fyrir hjón og sambúðarfólk er
heilsdagsleikskóli fyrir eitt barn
dýrastur á Húsavík en ódýrastur á
Neskaupstað. Fyrir forgangshóp er
heilsdagsleikskólinn fyrir eitt bam
dýrastur á Húsavík og í Grindavík en
ódýrastur á Neskaupstað. Hálfsdags-
leikskóli er dýrastur í Hafnarfirði en
ódýrastur í Kópavogi.
Tvö sveitarfélög á Vesturlandi
votir tekin með í könnuninni, þ.e.
Borgarbyggð og Akranes. Akranes
var með fjórða lægsta gjald fyrir for-
gangshópa í heilsdagsleikskóla en
Borgarbyggð var í 11. sæti. Fyrir
hjón og sambýlisfólk með eitt bam í
heilsdagsleikskóla var Akranes í
fimmta sæti en Borgarbyggð í 11.
sæti. Bæði sveitarfélögin vora undir
meðalverði í báðum flokkunum.
Mynd H.Dan.
Mtsáunul'
Sameining-
arviðræbur í
Dölum
EINS og fram hefur komið í
Skessuhomi var fyrir skömmu
skipuð nefnd til að kanna
grundvöll fyrir hugsanlegri
sameiningu Dalabyggðar,
Saurbæjarhrepps og Reykhóla-
hrepps. Að sögn Marteins
Valdimarssonar sveitarstjóra
Dalabyggðar hefur nefndin
þegar hatdið tvo fundi og sá
þriðji hefur verið ákveðínn.
Áætlað er að vinnulok verði í
apríl en þá á að liggja fyrir
hvort lögð verði fyrir íbúana
skoðanakönnun í vor. Mart-
einn taldi það hínsvegar afar
hæpið að kosið yrði um sam-
einingu fyrir sveitarstjórnar-
kosningamar í vor.
Sameining-
arviðræbur
sunnan
Heibar
VIÐRÆÐUR standa nú yfir
milli fjögurra sveitarfélaga í
Borgarfirði sunnan Skarðs-
heiðar um hugsanlega samein-
ingu. Sveitarfélögin era Hval-
fjarðarstrandarhreppur, Innri
Akraneshreppur, Leirár og
Melahreppur og Skilmanna-
hreppur. Tveir fulltrúar frá
hverju sveitarfélagi hafa verið
skipaðir í samstarfsnefnd sem
hefur starfað um nokkurra
víkna skeið.
Upphafið að umræddum
sameiningarviðræðum má
rekja til fundar sveitarstjómar-
manna í sveitarfélögunum fjór-
um sem haldinn var þann 30.
nóvember s.l. Engin ákvörðun
var tekin á þeim fundi en í jan-
úar funduðu sveitarstjómirnar
á nýjan leik og niðurstaða þess
fundar var að skipa skildi
néfnd til að skoða kosti og
galla sameiningar:
Að sögn Hallfreðs Vil-
hjálmssonar talsmanns sam-
starfsnefndarinnar verður
reynt að hraða vinnu nefndar-
innar eins og kostur er og hafa
þeir Atli Rúnar Halidórsson og
Valþór Hlöðversson frá At-
hygli hf. verið ráðnir til að
veita ráðgjöf.
Árshátíb
Crunda-
skóla
nemenda í Grundaskóla á
Akranesi verða í skólanum
miðvikudaginn 1. apríl og
fimmtudaginn 2. aprfl n.k. Um
er að ræða tjölbreytta skemm-
tun með leikþáttum, kórsöng
og alls kyns skemmtiatriðum
sem nemendur hafa undirbúið
með kennurum sínum.
Markmiðið er að sem flestir
komi fram og hafi gagn og
gaman af. Auk sérstakra sýn-
inga fyrir nemendur skólans
verða fjórar almennar sýningar
, fyrir foreldra og gesti.
Þær sýningar verða kl. 16.00
og 20.00 1. og 2. apríl.