Skessuhorn - 01.04.1998, Side 14
HEILSUHORNIÐ
MOTTUR
Abalskobun á
Grundarfirbi
MANUDAGINN 23. mars s.l. opn-
aði Aðalskoðun hf. sjöundu skoðun-
arstöð sína, að þessu sinni í Grundar-
firði. Skoðunarstöðin er nýtt fyrir-
tæki á staðnum og er búin fullkomn-
um skoðunartækjum. Þar má til-
kynna eigendaskipti, borga bifreiða-
gjöld, leggja inn númeraplötur og
panta nýjar. Öm Ármann Jónasson
veitir stöðinni forstöðu.
Það er akkur fyrir Grundfirðinga
og aðra Snæfellinga að geta nú látið
skoða ökutæki sín nánast þegar þeim
best hentar.
-eöe
Selma Rut Þorkelsdóttir klippir á
borbann. Mynd: þeyr
VILTU TORFBÆ FYRIR SUMARIÐ?
Framleiðum torfbæi í ýmsum stærðum.
Henta líka vel fyrir bændagistingu
Falla vel að íslensku landslagi.
Framleiðum einnig flytjanleg íbúðarhús af ýmsum stærðum
Aðlögum teikningar að óskum kaupenda
FARHUS ehf. Vesturbraut 20 - 370 Búðardal
Símar 434 1639 og 853 0169 • emaail: agust@aknet.is
MIÐVIKUDAGUR 1. APRIL 1998
Spjaldhryggs- og
lendar einkenni
SPJALDHRYGGS/LÉNDAR liða-
mótin eru sitt til hvorrar hliðar við
spjaldhrygginn, við enda hryggsúl-
unnar. Þessi liðamót em mjög mikil-
væg í daglegu lífi þar sem þau hrey-
fast þegar við göngum og þau taka af
höggið sem kemur á hrygginn við
hvert skref. Þau geta stífnað eða
gengið aðeins til og valdið leiðinda
seiðingi í mjóbakinu sem einnig get-
ur komið fram á rasssvæði og leitt
niður aftanvert lærið. Verndandi
vöðvakrampi getur líka komið til og
hindrað eðlilega hreyfingu. Samt
sem áður em engir vöðvar sem ligg-
ja yfir þessi liðamót. Það er ein
ástæða þess að teygjur og æfingar
eingöngu gagnast ekki nógu vel þeg-
ar þetta vandamál er til staðar. A
meðgöngu valda þessi liðamót oft
óþægindum þar sem liðböndin sem
halda þeim saman, sem og önnur lið-
bönd í líkamanum, slakna er lengra
líður á meðgönguna. Þær konur sem
hafa fengið grindargliðnun hafa oft
einkenni á þessu svæði. Þetta jaftaar
sig yfirleitt aftur en vegna slakans
geta liðamótin gengið til og valdið
óþægindum í töluverðan tíma eftir að
bamið er fætt.
Facettu-liba einkenni.
Stirðleiki í þessum liðum er mjög
algeng orsök óþæginda í mjóbaki.
Facettu-liðir em pör aftan til á hverj-
um hryggjarlið og þeir koma í veg
fyrir að hryggsúlan hreyfist of mikið.
Ef þeir verða fyrir skaða af völdum
íþrótta, vinnu, eðlilegrar öldrunar
o.s.fv. geta þeir bólgnað og hreyfing
getur verið skert á tilteknum stað á
hryggsúlunni. Verða þessar aðstæður
oft til þess að verks gætir í mjóbak-
inu sem jafnvel leiðir niður í aftan-
verð lærin. Enn og aftur getur vemd-
andi vöðvakrampi gert þessar að-
stæður verri þar sem erfitt er að við-
halda hreyfingu vegna þess hve
vöðvamir em orðnir stífir.
Mislangir fætur, ilsig eða misgengi
í mjöðmum, sem t.d. getur lýst sér
þannig að önnur mjöðmin virðist
mun hærri en hin, geta einnig orsak-
að bakverk. Ef gmnur er á slíku ætti
viðkomandi að leita til fagmanns
eins fljótt og auðið er, til þess að
koma í veg fyrir vítahring verkja er
af því kynni að stafa. Þessi vandamál
em algengari orsök fyrir bakóþæg-
indum en margan gmnar.
Skemmt brjósk.
Hver hryggjarliður er aðskilinn frá
nágranna sínum með fjaðrandi bijós-
ki, sem er í tveimur hlutum, sá innri
er hlaupkenndur og hinn ytri er stífur
og heldur hlaupinu á sínum stað.
Hvert brjósk er fasttengt við næstu
tvo aðliggjandi htyggjarliði og fer
því sjaldan langt. Það sem getur hins
vegar gerst er að brjósk sem er orðið
viðkvæmt vegna endurtekinna skaða
eða minni slysa getur brostið. Þetta
getur leitt til þess að sumt af hlaup-
inu í miðjunni lekur út, þrýstir á stí-
fann ytri hringinn sem gengur út í
göngin þar sem taugamar liggja.
Þessi leki (brjósklos) getur þrýst á
taugar sem t.d. ganga niður í fætuma
og valdið snöggum verk alveg niður
í tær. Verkurinn í fætinum er oft verri
eða jafnslæmur og verkurinn í bak-
inu sjálfu.
Þetta er ekki eins algengt og þau
afbrigði sem á undan em talin en er
oft mun alvarlegra. Ef þú ert
hrædd/ur um að þú sért komin/n með
brjósklos athugaðu þá hvort að eftir-
talin einkenni em eitthvað sem þú
kannast við:
1. Djúpur seiðingur í mjóbaki
og/eða niður í rasssvæði og læri.
2. Verkur í fæti með dofa / tilfinn-
ingaleysi, náladofi eða skert afl.
3. Persónan beygir líkamann ósjál-
frátt til annarar hliðar til að minn-
ka verkinn, sem sjá má t.d. ef
önnur öxlin er mun hærri en hin.
4. Hreyfingar em skertar og hægar.
5. Verkur kemur í fót eða bak við
hósta, hnerra eða teygjur.
Sr, Björn 4én**on
^ M__Ma. J ð
________
Sábmabur
ab starfí
NÝLEGA kom út hjá Bókaútgáfu Æsk-
unnar bókin Sáðmaður að starfi, sem er
afmælisrit sr. Bjöms Jónssonar fyrrum
prófasts og sóknarprests á Akranesi.
Sr. Bjöm varð 70 ára 7. okt. 1997. Af
því tilefni ákváðu vinir hans í bindindis-
hreyfingunni að heiðra hann með útgáfu
afmælisrits, en sr. Bjöm er stórtemplar í
Stórstúku I.O.G.T.
Efni bókarinnar, sem er 256 bls. er
afar fjölbreytt. I fyrsta kaflanum er við-
tal við sr. Bjöm um líf hans og starf. Að
öðra leyti er bókin greinasafn hans
sjálfs. Gefur þar að líta sýnishom af
ýmsu því besta sem hann hefur ritað um
dagana.
Sr. Bjöm er Skagfirðingur að upp-
runa. Hann á að baki langan og farsælan
feril sem prestur íslensku þjóðkirkjunn-
ar, fyrst í Keflavík og síðan á Akranesi.
Hann er einnig kunnur af störfum sín
að bindindismálum og ekki síst fyrir
áhuga sinn á bóka- og blaðasöfnun.
Frágangur bókarinnar er fallegur og
látlaus. Hún er unnin í Prentsmiðjunni
Odda. Það var sr. Eðvarð Ingólfsson
sóknarprestur á Akranesi sem sá um út-
gáfuna og ritaði svipmyndir úr ævi sr.
Bjöms. Þar segir m.a.: „Sr. Bjöm hefur
verið „sáðmaður í starfi" í þau 45 ár sem
hann hefur helgað kirkju og kristni
krafta sína. - Hann hefur skrrt um 5500
böm, fermt svipaðan fjölda, gift 1700
hjón - og jarðsungið 2200 manns."
Sr. Björn hefur verið dáður af sóknar-
bömum sínum í Keflavík og á Akranesi
- enda einlægur trúmaður, frábær kenni-
maður og sálusorgari; sannur vinur og
bróðir í gleði og raun. Undir þessi orð sr.
Eðvarðs geta Skagamenn tekið, en sr.
Bjöm var prestur þeirra frá árinu 1975 til
ársloka 1997, eða í tæp 22 ár.
^iiiiasioriL
Metró, Akranesi • Metró, Borgarnesi
Litabúðin, Ólafsvík • Hamar, Grundarfirði
Skipavík, Stykkishólmi
Falleg áferð og góð viðkoma,
auk auk margra hagnýtra kosta,
gera valið á nýju gólfefni auðvelt!
• auðvelt að leggja
• þolir mikið álag
• mjög litsterkt
• hrindirfrá sér ryki
• auðvelt að þrífa
V79SW
Mikið úrval af mottum í öllum
stærðum, gerðum og formum!